fimmtudagur, desember 21

Jólahvað........

Púff.....ég er búin að taka fram ferðatöskuna og hún er strax orðin full.....af jólagjöfum! Það er ekki komin ein einasta spjör ofan í né skór!
Annars held ég að ég sé alveg að verða elliær...í kvöld þá var ég í síðasta leikfimitímanum fyrir jól og þetta er svona lokaður hópur en í kvöld fórum við að mingla við einhvern opinn Hitlershóp sem að var svo erfiður að ég var komin með blóðbragð í munnin eftir 10 mínútur! Nema hvaða að er ekki maðurinn sem ég rauk á og kyssti svo eftirminnilega í forstofunni um daginn í þessum hóp og hann heilsaði vinkonu sinni náttúrulega strax!!! Nema hvað að þessi maður er EKKI Helgi kennari sem var á Eiðum og ég hef ALDREI nokkurn tíma séð hann áður nema þarna þegar ég kyssti hann náttúrulega. Einhver hefði nú þá bjargað þessu með að segja honum að ég farið mannavillt en ég var svo eldrauð í framan með blóðbragð í munninum að ég var ekki alveg í stuði að fara útskýra þessa hegðun mína fyrir manntetrinu!
Veit ekki alveg hvort að ég á kannski bara að skipta yfir í World Class eftir áramót...maðurinn heldur örugglega að ég hafi verið að reyna við sig eða sé gömul viðreynsla eða bara eitthvað þaðan af verra!!!!!
Ekki nóg með það heldur staðnæmdist ég af rælni við óskiladótskassann í Hreyfingu og sannarlega ekki af því að ég taldi mig vanta eitthvað!!! Fyrsta sem ég sé eru rauðir háhælaðir skór af mér sem voru á leiðinni í Rauða Krossinn 30. des ef að ég hefði ekki séð þá þarna!!! Það versta er að ég var ekki búin að taka eftir að mig vantaði þá......! En ég veit að það er ekki langt síðan að var í þeim þarna!!! Ég held svei mér þá að ég fari að fara á hælið sem að mamma hans Skráms er á:o

sunnudagur, desember 17

Køben kallar....

Ég verð að viðurkenna að ég hlakka eiginlega meira til þess að fara til Kaupmannahafnar um miðjan janúar heldur en jólanna, veit ekki hvort að það er mjög guðlegt að hlakkka svona til að komast á útsölurog chilla í borginni minni en.......fataskápurinn er orðinn eitthvað svo tómlegur með haustinu. En jú auðvitað verður notalegt að vera á Íslandinu um jólin það er ekki það. Það snjóar jólasnjó akkúrat núna og voðalega huggulegt inniveður. Kötturinn í húsinu á móti situr í glugganum og skoðar jólaljósin afskaplega spekingslegur og ég er enn í náttbuxunum góðu.

föstudagur, desember 15

Sjálfsblekkingarnar....

Í kvöld fór ég og keypti náttbuxur handa sjálfri mér í jólagjöf sem að ég ætla að telja mér trú um að séu gjöf frá ástríkum unnusta mínum. Um að gera að telja sér trú um það!

laugardagur, desember 9

ógisslega spennnandi............

Orðið steiktur öðlaðist alvega nýja merkingu í mínu lífi í dag. Ég þurfti að hlaupa aðeins í snyrtiv-rubúð og ákvað að gera það í snyrtivörubúð í Kópavogi fyrst að ég var stödd þar. Nema hvað að ég fer að skoða þarna og eigandinn kemur og er mjög kammó og sýnir mér eitt og annað. Í miðjum klíðum kemur einhver stúlkuálfur inn og eigandinn setur hana lauslega inn í afgreiðsluna á mér og fer svo. Ég ákveð mig svo meðan hún er að aðstoða mann sem var að leita að einhverju handa "konunni minni sem á allt"! Síðan kem ég og bið um að þessu sé pakkað í gjafaöskju. Þá byrjaði nú ballið. Stúlkan fann ekki gjafaöskjurnar....þó að hún færi um búðina eins og stormsveipur og togaði út allar skúffur sem hægt var að sjá, um tíma hélt ég að hún væri að bíða eftir því að skreppa saman svo að hún gæti sjálf skriðið ofana í eina skúffuna fyrir framan peningakassann. Ég benti henni þá á öskjurnar sem voru í stafla á borðsenda og spurði hvort að hún gæti ekki notað eitthvað af þeim. Þá var askjan of lítil og hún panikaði yfir því og ég lóðsaði hana í stærri gerðina. Svo hljóp hún um í búðinni inn í bakherbergi að leita að silkipappír og svo þegar hún fór að græja öskjuna þá bara fann hún ekki borðann sem lá þarna beint fyrir framan hana. Ég aðstoðaði með borðann og meðan öllu þessu stóð talaði stúlkan stanslaust um einhverja hluti sem að ég skildi alls ekkki. Glefsur úr hvað verður fínt í nýju búðinni, ilmvatnið sem maðurinn ætlar að gefa henni í jólagjöf, hvað hún hlakkar ógisslega til jólanna og hvor ég væri ekki ógisslega spennt fyrir jólunum og eitt og annað var ógisslegt.En ég fílaði mig sem áttræða þegar ég gekk út og hugsaði bara "blessað barnið"!

fimmtudagur, desember 7

Blessuð baunin!

Það sem á daga mína drífur er hreint ekki eitthvað sem hendir annað fólk! Ég skrapp aðeins í Mál og menningu í kvöld og þar sem ég er að skaka við að bakka inn í stæði ekki sérlega lipurlega þá dettur baksýnisspegilinn í hausinn á mér! Uhu límið sem hann var límdur með á þessa rúðu hefur eitthvað gefið sig. Ég var nú harla ánægð með að vera þó stödd fyrir utan stærstu ritfangaverslun landsins og fór inn og keypti Tonnatak og límdi spegillinn á aftur! Nú er að sjá hvort að hann liggur í sætinu í fyrramálið!!
Ég kvíði fyrir ef eitthvað fleira fer að detta af bílnum sem ekki er hægt að líma með 210 króna Tonnataki!!!!!

miðvikudagur, desember 6

Blogglæsingar.....

Ég er búin að ákveða að læsa blogginu mínu framvegis og hef verið með tilraunalæsingu á því núna undanfarið. Til þess að geta lesið bloggið þarf fólk að eiga gmail og get ég "boðið" fólki gmail og svo gert aðgang að blogginu fyrir það. Þetta er ekki mikið fyrirtæki og mjög gott að eiga gmail til að geyma skjöl á og slíkt, engin krafa um að fólk noti það neitt annað.
Látið frá ykkur heyra með ósk um aðgang.

sunnudagur, desember 3

Smekklegar auglýsingar......

Smit og Norland auglýsa ! Margviðurkennt vöflujárn handa hinum mörgu vöfflufíklum þjóðarinnar!!! Maður veltir fyrir sér hvort að vöflufíklar séu komnir með deild undir OA samtökunum og farnir að hittast í Héðinshúsinu og ræða alvarlegar afleiðingar vöfluáts á líf sitt eða hvort að þeir komi saman einhversstaðar afsíðis og éti vöfflur þar til augun verða blóðhlaupin af sultu.
Misty nærfatabúð augflýsir brjóstahaldara "fylltur og flottur" fyrir nettu brjóstin í BCD skálum og "rosalegur" fyrir stóru brjóstin í CDEF skálum með myndum.
Þetta er líka mjög fyndið með tilliti til þess að glöggir lesendur taka sennilega eftir því að í sömu auglýsingunni eru C og D skálar nett brjóst en í næstu línu fyrir neðan heyra sömu C og D skálar undir rosaleg brjóst!
Konan með rosalegu nettu brjóstin á Ásvallagötunni kveður að sinni;o)
P.S.
Maddaman rúntaði aðeins fram hjá gjöf Oslóar til vinabæjar síns Reykjavíkur áðan. Þvílíka hríslan eins og Túrilla vinkona mín myndi segja. Er ekki hissa þó að það hafi verið grilljón manns að kveikja í þessari hríslu í dag.

föstudagur, desember 1

Magálar maddömunnar.......

Maddaman er búin að vera með magaverk í rúma viku og hafa sumir dagar verið verri en aðrir. Best hefur maddömunni liðið þegar hún hefur legið útaf en það verið ópraktískt að stunda það í vinnunni!!!!
Í gær ákvað maddaman að fara heim úr vinnu sinni sökum verkja og ákvað í morgun að vera heima í dag vegna sömu verkja og leita sér svo lækninga við þeim. Það var auðsótt mál að fá tíma hjá lækni kl 16.20 í dag og gekk maddaman frá þeirri tímapöntun kl 9:00 í morgun. Maddaman hlakkaði nú ekki sérstaklega til að láta bráðókunnungan mann þreifa magála sína og jafnvel kynna sér fleiri óaðgengilegri svæði. Nú undir hádegið ákvað þessi verkur bara að hverfa af sjálfun sér og maddaman orðin eins og tvævetla á ný. Afboðað hefur verið deitið með magálamanninum og allt er eins og blómstrið eina hér í póstnúmeri 101!

þriðjudagur, nóvember 28

Helgaddað.....

Heili maddömunnar hrörnar mjög hratt um þessar mundir. Í morgun þegar hún ætlaði að veiða í morgunmatinn og opnaði frystinn verður fyrir henni beingödduð krukka með piparsósu frá Jóa Fel. Ekki er um að marga að velja í þessu samhengi sem eru líklegir til að hafa komið krukkunni fyrir. Þetta skrifast allt á frúna sjálfa!
Maddaman hefur ekkert séð ugly naked guy sem býr á móti henni nýlega en hann hleypur gjarnan um allsnakinn eftir bað kafloðinn sá langt sem augað eygir. Það verður alltaf að vera einn svona í lífi maddömunnar en þó ekki neitt close up!!!

fimmtudagur, nóvember 23

Af lagningum og öðru

Miðað við hvað maddaman var lítill bíllstjóri í henni Rvk. fyrir rúmum mánuði síðan hefur henni fleytt ótrúlega fram. Uðvitað gerir hún smá villur af og til en sem betur fer tekst henni yfirleitt að bjarga sér út úr því. Í tilefni af þessu lagði maddaman kolólöglega í Fischersundi í dag meðan hún skaust til skósmiðsins og sótti skóna sína. Skósmiðurinn er svo kammó og kumpánalegur að maddaman ætlar alltaf að fara til hans með sínar túttur í viðgerð og kannski láta hann brýna eldhúshnífana sína líka.
Lesendur maddömunnar velta ef til vill fyrir sér hversvegna lítið sé fjallað um vinnu maddömunnar hér á síðunni en það er bara ein ástæða fyrir því og það er að maddaman er bundin trúnaði við skjólstæðinga sína og í eins litlu landi og Ísland er þá er ekki ráðlegt að vera fjalla mikið um vinnuna á prívat bloggsíðum. En maddaman getur þó upplýst að henni líkar mjög vel í vinnunni sinni og líkar vel við vinnufélaga sína.
En að öðru máli veit einhver um bílferð frá Egilsstöðum city til Reykjavíkur þar sem að bíllinn er sæmilega rúmgóður og ekki fullur af fólki og dóti. Maddömuna langar að fá skrifborðið sitt í svítu sína en er ekki spennt fyrir að láta flytja það með flutningabíl þar sem það er meira en 100 ára gamalt og óbætanlegt ef eitthvað kemur fyrir það. Kommentið eða hringið ef að einhver gæti leyst úr þessu máli.

Mjúkt og hlýtt

Maddaman var spurð að því í dag hvað hana langaði i jólagjöf og varð að viðurkenna að hún hafði ekki velt því fyrir sér. Það er einhvern veginn ekki eins spennandi að óska sér jólagjafa þegar maður er hættur að vera smákrakki og á ekki kærasta/mann til að óska sér einhvers spennandi frá (reyndar er það víst gríðarlegt happdrætti bæði með mennina og jólagjafirnar!!!)
En ef að maddaman ætti að nefna eitthvað þá langar hana í eitthvað hlýtt og mjúkt. Það er svoooo kalt í Rvk. Maddaman mátaði t.d. voða fínar flísbrækur frá 66 og það er hrollur í maddömunni.

fimmtudagur, nóvember 16

Kuldi...

Brrr hér er bítandi kuldi og maddaman kyndir og kyndir en er samt að frjósa! Það er eins gott að maddaman býr ekki í forsköluðu timburhúsi. Maddaman lifði skítakaldan vetur í Kaupmannahöfn í fyrravetur og hann kláraðist í byrjun apríl ef hún man rétt. Þess vegna er full snemmt að byrja aftur núna.

þriðjudagur, nóvember 14

Dolli

Maddömunni þykir stórskemmtilegt að nokkrum lifandi manni hafi dottið til hugar að Hitler væri bara að chilla upp í Fljótsdal í stríðslok. Bara að þamba gambra með köllunum og tína undan hænunum og jafnvel aðstoða við undirbúning sauðburðar og svo heyrt í strákunum hvernig gengi gegnum símstöðina!!!!!! Maddaman dregur það hinsvegar stórlega í efa að Hitler hefði fittað vel inn i menningu í Fljótsdal á fimmta áratugnum!!!!

mánudagur, nóvember 13

Maddaman heldur að hún hafi skandaliserað smá í kvöld......!
Í hliðinu inn í búningsklefann í Hreyfingu í kvöld voru axlir sem að maddömunni fundust gríðar kunnulegar. Þessum öxlum tilheyrði bæði haus og búkur sem að maddaman taldi sig tilheyra gömlum kennara sínum. Þess vegna heilsaði maddaman manninum öllum með kurt og pí og sagðist hafa þekkt baksvipinn. Maðurinn var með tösku svo óhönduglega vafða utan um heilsihendina þannig að maddaman knúsaði hann bara og fannst hann fara full mikið fram hjá sér við það. Svo segir maðurinn: Já hvað er eiginlega langt síðan og maddaman svarar að það séu ein 10 ár sem er lygi...það eru allavega 13 ár síðan hann kenndi maddömunni ásamt tug sturlaðra borgfirðinga á Eiðum. En maddömunni fannst fylgja þessu einhver tvíræður svipur og er eiginlega bara alveg í vafa um hvort að þetta var kannski bara bláókunnugur maður og alls ekkert gamli kennarinn hennar! Samt er maddaman gríðarlega mannglögg og á bágt með að trúa því að henni hafi skjöplast!

föstudagur, nóvember 10

de danske

Einstaka sinnum man maddaman eftir því að hún bjó í 7 ár í Danmörku. Það er helst að hún rekist á svona smáhluti á heimili sínu, beyglaða Metro miða í töskum, danska smápeninga á ótrúlegustu stöðum og svona skrýtna hluti sem ekki skipta máli en minna maddömuna á ákveðna staði og ákveðna lykt. Það skrýtna er að maddaman sem er að öllu jöfnu reglumanneskja hvar allt á að vera tímir ekki að henda þessu soldið nostalgísk.
Annars er snjór í henni Reykjavík!

fimmtudagur, nóvember 9

Maddaman fékk góðan mann í heimsókn með borasettið sitt sem boraði 4 göt fyrir hana og síðast ekki síst setti hann upp þesssa glæsilegu ljósakrónu fyrir maddömuna. Hinsvegar voru ekki til perur í hana en maddaman fór og keypti þær áðan. Perurnar reyndust kosta tæp 10% af verði ljósakrónunar. Maddaman vonar að þær fari ekki að springa á 6 mánaða fresti en þá verður hún búin að leggja út sem svarar andvirði nýrrar ljóasakrónu eftir svona 6 ár!!!
Segið svo að maddaman kunni ekki hagfræði. Annars er allt vel á Ásvallagötunni og afskaplega bjart hreint í stofunni. Næsta verkefni verður að draga í ógeðslega flottu sixties ljósin sem maddaman keypti á loppumarkaði fyrir utan Esbjerg í sumar á 1000 kall íslenskar! Þau er rauð og passa vel við rauða sófasettið. Allt í stíl hérna.
Maddaman var ansi stóreygð þegar hún sá jólaljósin í Kringlunni í gær þegar hún ók á drossíunni framhjá. Maddaman hélt að þetta ætti ekki að koma fyrr en 1. desember. Svo sýndist henni vera komnar jólasmákökur í Krónunni áðan. Maddaman er ekki mikið fyrir að jóla fyrr en í desember. En það er kannski vegna þess að maddaman þarf svo lítið að jóla. Samning jólabréfsins fræga fer aldrei fram fyrr en undir miðjan desember( ásamt ljúfu glasi af rauðvíni) , yfirleitt bara svo að það næði í síðasta póst til Íslands. Jólagjafirnar eru yfirleitt keyptar jafnt og þétt, stundum sú fyrsta í ágúst, fjölskyldan aukin heldur lítil. Skúringarnar í 28 fermetrunum fóru ævinlega fram á Þollák með jólakveðjurnar í beinni og svo veiddi maddaman í matinn sama dag og það sem gleymdist daginn eftir. Jú og svo föndrar maddaman alltaf aðventukrans.

þriðjudagur, nóvember 7

Grámórautt....

Í kvöld var grámórautt í maddömunni og hún ákvað því að endurnýja kynni sín við Vesturbæjarlaugina og á leiðinni fékk hún skemmtilegt símtal svo að heim kom hún miklu hressari. Annars háir það maddömmunni óskaplega hvað hún er sjónskert þegar hún er í sundi. Álpaðist oní alltof heitan pott og sér engar merkingar á einu né neinu fyrr en hún rotar sig á því. En maddaman þorir ekki í leiser aðgerð og veit bara ekki hvort hún kann við sjálfan sig án gleraugnanna hvað þá samferðamennirnir. En kannski vex maddömunni kjarkur með árunum..... Viskum vona það ef ekki í þessu þá öðru!

fimmtudagur, nóvember 2

Lestur góðra bóka....

Maddaman hyggede sig upp á danskan máta áðan, fór og settist á Súfistann sem er eitt uppáhaldskaffihús maddömunnar bara ekki um helgar þegar barnaskríllinn er þar. Maddaman hefur samt síður en svo á móti börnum, finnst bara að það gæti verið sérstakt bókahorn fyrir blessuð börnin og annað horn fyrir maddömunna og fólk af hennar kalíber.
Maddaman endaði á að sitja í tvo tíma og lesa alla bókina um hana Karítas eftir Kristínu M Baldursdóttur. Renndi lauslega gegnum nýju ljóðabókina hans Einars Más sem að maddaman kann vel að meta. Maddaman er búin að sjá að það er miklu betra að lesa bækurnar þarna en að fara á bókasafnið. því að nýju bækurnar eru alltaf útláni þar. Maddaman hefur lesið bækur í bókabúðum í öðrum löndum. Í henni Ameríku, í bókabúð í Sacramento las maddaman ævisögu Hillary Clinton og bróðurpartinn af ævisögu Bill Clinton. Í bókabúðinni Bog&Idé í Amagercentrinun las maddaman margar góðar bækur, meðal annars ævisögu Anders Fogh Rasmussen og líka bók sem María nokkur Hirse gaf út.

miðvikudagur, nóvember 1

Ehhhh

Um helgina var næturlífið testað. Maddaman var búin að gleyma hvernig Íslendingar hegða sér á djamminu. Maddaman var tæplegast bara í nógu góðu formi til að standa af sér troðninginn og skrílslætin. En spaugilegur var hann piltungurinn sem trítlaði upp Skólavörðustíginn um hádegisbilið daginn eftir léttmyglaður í djammgallanum og á sokkaleistunum. Blankskórnir hafa tæpast verið að gera sig.
En talandi um skó þá fékk Hr. Jaris vetrarskó í dag. Dýrari skó en maddaman hefur nokkurn tímann fengið....Það er eins og maddömuna grunaði það mun allt auka fjármagn fara í þessa nýjustu handtösku!!!!

laugardagur, október 28

Fjáreyjunostalgígja.....

Maddaman vill byrja á því að þakka fyrir hamingjuóskir með litla Yaris og mikið rétt þetta er fyrsta handtaskan á hjólum sem maddaman hefur eignast um dagana. En maddaman hafði aðgang að bíl sumarið 2000 og þótti það mikill lúxus. Af maddömunni og Yarisnum er það helst að frétta að þau venjast vel saman og eru búin að fara í æfingarferðir í vinnuna og hér í Vesturbænum þar sem þau er hagvön bæði tvö.
Lúxus kvöldsins hefur verið að sitja heima og sinna manni sem vanræktur hefur verið um stund og hlusta á Orminn langa sem að maddaman fótatraðkaði við ásamt nokkur þúsund öðrum og er ein af þessum stundum í lífi maddömunnar sem henni hefur fundist hún lifa. Það er erfitt að útskýra það alveg í botn en Þórbergur Þórðarson orðaði það svoleiðis í sögunnu um Lillu Heggu að nokkrir dagar væru þannig að þeir spásséruðu með manni ævilangt í minningunni.
Einnig hefur verið hesthúsaður én øl (þó ekki Færeyjabjór) og rifja upp Ólafsvöku 2006 sem var klárlega skemmtileg ferð og eru gestgjafarnir búnir að bjóða maddömuna velkomna 2007 og er það komið í sumarleyfisnefnd. Annars langar maddömunna að biðja lesendur sína um að stinga upp á nafni á Yarisinn en allir góðir bílar og hundar í fjölskyldu maddömunnar hafa haft eitthvert lipurt sérnafn.

þriðjudagur, október 24

Lille grøn Yaris......

Útlánastarfsemin í litla bankaútibúinu í forstofunni á Ásvallagötunni hefur verið lokuð í kvöld!
Maddaman pörkeisaði nefnilega lítinn ljósgrænan Yaris í dag sem er fæddur 2002 og var uppalinn hjá gamalli konu fæddri 1922. Það var lítill 80 ára aldursmunur á þeim! Það er þó ekki nema 25 ára aldursmunur á maddömunni og Yarisnum. Nú þarf að venja Yarisinn og maddöm
una saman og sennilega verður notuð huglæg atferlismeðferð til þess!!!! Maddaman hefur aldrei gert milljónkrónafjárfestingu á ævinni og er strax farin að halda að hún líti ekki glaðan dag framar útaf peningaleysi! Strax á morgun þarf að eyða stórum upphæðum í lykil að tryllitækinu og í kvöld var keypt bensín.
Maddaman heitir bara á ýmsa guði að hún feti ekki í fótspor þjóðarinnar og verði komin með fellihýsi og fótanuddtæki og hinar ýmsustu fjárfestingar að ári liðnu. Reyndar er nokkuð öruggt að Yarisinn getur ekki dregið fellihýsi!!!!! En kannski fótanuddtækið svona til að draga eitthvað!!!!

laugardagur, október 21

Nágranninn........

Helst ber það nú til tíðinda að í kvöld um átta leytið er maddaman var að ljúka upp svítu sinni er maður nokkur að væflast í stigaganginum og segir hæ, maddaman hóar á móti og fer inn og losar sig við pjönkur sínar. Þá er dyrabjöllunni hringt og sá hinn sami maður bísperrtur fyrir utan dyrnar. Hann segir sínar farir ekki sléttar og að hann hafi ekki fengið útborgað í dag og hvort að maddaman sé aflögufær með að lána honum 300 krónur. Maddömuna rak í rogastans og veit ekki hvort að menn geta lifað eða dáið fyrir 300 krónur á heilli helgi, en sagði manninum að hún væri ekki með neina fjármuni á sér en gæti auðvitað hlaupið út í sjoppu til að bjarga þessu. Maðurinn vildi það gjarnan og maddaman fór út og sótti þessar 300 krónur og dinglaði hjá manninum (hvur maddaman aldrei hefur séð áður) og lét hann fá peninginn.
Maðurinn hyggst borga til baka um leið og betur stendur á.
Maddömunni veit ekki alveg hvort að hún er að opna lítið bankaútibú hér í sinni prívat forstofu eða hvað er um að vera, en óneitanlega er þetta spes.
En maddaman vill nú ekki hafa það á samviskunni að drepa nágranna sína úr hungri um helgar þó að hennar hugmyndaflug rúmi ekki hvað er hægt að veiða í matinn fyrir 300 kall! En maddömmusystir stingur upp á núðlusúpu á 18 kr stykkið í Bónus!!!!

mánudagur, október 16

Íslenski pakkinn.........

Maddaman þarf að gera syndajátningu. Maddaman liggur á vefsíðum bílasala um þessar mundir. Ástæðan er sú að maddaman er að gefast upp á bílleysinu eftir tæpa tveggja mánaða dvöl. Jámm og fuss. Það er ekki aðallega vegn þess að það sé óþægilegt eða erfitt að fara í vinnuna eða að hjóla um í Vesturbænum og veiða í matinn. Nei ástæðan er sú að maddaman þarf að fara svo víða í vinnunni að þetta bílleysi hentar henni illa. Svo togast nískudýrið og lúxusdýrið á í madömmunni stanslaust!!!!!
Jamm það kemur nánar af þessu síðan

miðvikudagur, október 11

Litla fólkið......

Í morgun fór maddaman og hitti allra minnstu íslendingana í augnablikinu. Þeir létu ekki mikið yfir sér né fyrir sé fara. Maddaman hugsar til þeirra í kvöldbænunum og biður þess að þau fái að stækka og þroskast og allra helst að þau þurfi ekki að leita þjónustu maddömmunnar í framtíðinni. Það er gott að staldra við í amstri hversdagsins og setja sín eigin vandamál í perspektív og hugsa hvað maður á gott.

sunnudagur, október 8

Maddaman er í augnablikinu með 99 sjónvarpsstöðvar, en yfirleitt les hún frekar en að hafa kveikt á sjónvarpinu! Til dæmis er maddaman bún að lesa tvær bækur um helgina og er sú sem hún er hálfnuð með Sultur eftir Hamsun en það er verk sem maddaman átti eftir að renna yfir. Annars var dagurinn í dag lovlí, maddaman bauð heim góðum vinum sínum og eldaði stóran pott af súpu og afskaplega huggulegur dagur.
Maddaman bíður spennt eftir nýrri viku;O)

laugardagur, október 7

Menning.....

Maddaman fór í leikhús í gær að sjá Sitji Guðs engla. Maddaman mælir með því fyrir börn og barnalegar sálir. Leikgerðin ótrúlega skemmtileg og leikararnir skemmtilegir. Meira menningarefni er framundan því að um næstu helgi er starfsmannaferð með vinnunni og þá á að sjá Mister Skallagrímsson. Annars er allt lovlí nema að það er ótrúlega erfitt að halda íbúðinni snyrtilegri og full þörf á skúrku hérna..........

mánudagur, september 25

Liggaliggalá og ljómandi verður gaman þá.....

Allt ósköp fátt og lítið að frétta. Maddaman er alltaf að bíða eftir sjokkinu sem að fólk fær víst við að flytja heim eftir að hafa búið í úttlöndunum svona lengi. Það er allavega ekki komið enn. Eina sem að maddaman saknar í augnablikinu eru tuskubúðirnar og það má bæta úr því. Annars er allt svo lovlí hérna í Vestubænum að það er hreint með ólíkindum. Bláa hjólið er strax farið að vekja eftirtekt og í morgun hitti maddaman mann með bros á vör og dreifbýlisroða í kinn sem að dáðist að fáknum. Boðar gott ef hægt er að fá deit út á hjólið.....

þriðjudagur, september 19

Fyrsta bloggið af Ásvallagötunni......eftir mikla internetmæðu og þriggja vikna prósess!
Allt gott að frétta, allt gengur vel hérna. Vakti mikla furðu í gær hjá samstarfsfólki þegar upp komst að maddaman hefði ekki séð foreldra sína síðan í október á síðastliðnu ári og þá einungis í mýflugumynd. Maddaman var ekkert að skelfa samstarfsfólk sitt með því að skv. þjóðskrá ætti hún líka bróður á lífi sem að maddaman man bara ekki hvenær hún heyrði frá síðast. Minnir samt að hann hafi hringt um páskana 2004. Einnig á maddaman systur og systurdætur skv. þjóðskrá sem búa ótrúlega skammt frá Reykjavík en það virðist vera styttra frá Rvk. en öfugt.
En frændsystkini maddömunnar Perlan og Nökkgrís eru búin að koma og taka hús á henni og er það vel.

fimmtudagur, september 7

Septemberblogg.......

Maddaman er að blogga á fullum launum hjá ríkinu. Allt gott að frétta. Lífið í Vesturbænum er mjög fínt. Maddaman hjólar út um allan bæ eins og drottning á bláu reiðhjóli (fyrir áhugasama þá stendur það fyrir framan Bóksölu stúdenta milli 8 og 17 á daginn)
Allt að komast á sinn stað í das partment og maddaman fær nettenginguna í dag;O)

Septemberblogg.......

Maddaman er að blogga á fullum launum hjá ríkinu. Allt gott að frétta. Lífið í Vesturbænum er mjög fínt. Maddaman hjólar út um allan bæ eins og drottning á bláu reiðhjóli (fyrir áhugasama þá stendur það fyrir framan Bóksölu stúdenta milli 8 og 17 á daginn)
Allt að komast á sinn stað í das partment og maddaman fær nettenginguna í dag;O)

fimmtudagur, ágúst 31

Hressóblogg nr II

Maddaman er örugglega komin á terrorlista hjá Samskipum fyrir að vera búin að plaga þá daga og nætur um þennan afleggjara af búslóð. Flestir ættingar og vinir leggja af stað úr bænum í kvöld til að missa örugglega af þessum flutningum!
Maddaman er líka komin með flensustofn haustsins og hefur mest verið í láréttri stöðu síðan seinnipartinn í gær. Brauðstritið byrjar á morgun en þá skilst madömmunni að fara eigi fram sýnikennsla á kaffivélina og er það meginþema fyrsta dagsins! Maddaman tók þó hverfisrölt í morgun og fór aðeins í Melabúðina og sýnist ekkert hafa breyst mikið á þessum 9 árum síðan að maddaman bjó á þessum slóðum!
Í þessum töluðum orðum eru einhverjir hnakkar og undarlegar kvensur í þeirra selskap að bjóða maddömunni að setjast hjá sér ef að ske kynni að henni leiddist....maddaman sagðist skemmta sér konuglega við að hlusta á vitleysuna í þeim og þar með var málið dautt!!!

P.S Liðið við hliðina á mér er alveg að snappa....allt í einu var komin fingur hér yfir tölvuskjá maddömmunnar, eigandinn auðvitað hnakkinn á næsta borði! "Hej nú var ég næstum búin að bösta þig á klámsíðunum!!!! Maddaman sendi honum hárfínt bros samansett af vítissóda og saltsýru! Maddaman veltir fyrir sér sálarástandi svona liðs (þau eru búin að bögga alla á borðunum í kring og þekkja engan)

miðvikudagur, ágúst 30

101 Reykjavík.......

Fyrsta bloggið úr 101. Maddaman situr á Hressó, er formlega flutt til landsins bæði líkamlega og á pappírum. Er búin að eiga við bæði tollheimtumenn og farisea daglega. Búslóðin kemur í dag eða morgun;O) Sjálfboðaliðar óskast.....Íbúðin æðisleg og maddaman er búin að fá allskona flassbakk síðan í gamla daga þegar hún bjó í Vesturbænum! Sami kallinn í Gerplu og bræðurnir í Kjötborg alveg við sama heygarðshornið! Stutt að heimsækja vinkonurnar og vinnan hefst á föstudaginn.

fimmtudagur, ágúst 24

Like a virgin.....

Madonna er mætt til Danmerkur og maddaman kveður. Landið þoldi bara ekki að hafa tvær svona bombur.....;O)
Se jú in 101.......

Leaving Las Vegas.......

Nú hefur maddaman upp raust sína í síðasta skipti úr Kardimommubænum J-604. Hér húkum við Páll í vægast sagt tómum kofunum, ekkert eftir nema skúra sig út og bloggum síðasta danska bloggið. Maddaman ætlar nú samt að kúra í sínu rúmi í nótt og kveðja það vel og vandlega áður en það tekur að þjóna nýjum eiganda. Hafurtask maddömunnar fór áleiðis til skips í dag og geta ættingjar og vinir farið að streyma úr bænum undir næstu helgi en þá kemur góssið. Frumbýli í 101 hefst á mánudag og alvara lífsins viku síðar. Fyrir næstu flutninga eftir tvö ár u.þ.b. ætlar maddaman að vera búin að finna sér mann sem að getur eitthvað við flutninga (og kannski stautað eitthvað annað í lífinu), einnig væri gott að hann ætti íbúð.....eða kapítal til að fjármagna slíka.
Maddaman er þó búin að ákveða ef að fósturjörðin og ábúendur verða ekki góðir við maddömuna þá snýr hún aftur til Dana!!!!
Farvel Frans!

sunnudagur, ágúst 20

Allir bogna þeir í sömu áttina....

Ofan í allt saman er maddaman búin að tileinka sér göngulags Jóhannesar Páls páfa heitins með ívafi af hinu kynþokkafullu göngulagi hringjarans frá Notra Dam. Það verður sjón að mæta maddömunni í Keflavík, en allt hefst þetta nú að lokum

fimmtudagur, ágúst 17

Kleppur hraðferð.......

Hér er allt að verða eins og á vitleysingahæli. Áðan kom kona með svo mikið plast að það er örugglega hægt að plasta húsgögn allra þeirra sem að búa á ganginum og eiga afgang. Kössunum fjölgar bara og fjölgar og maddaman er næstum viss um að þetta endar bara eins og þegar Gógó frænka (the one and only) kom með gáminn frá Noregi forðum daga og enginn treysti sér til að taka upp úr kössunum og þeim var bara hlaðið inn í eitt herbergið!!!! Maddaman búrast við gluggann í stofunni með fartölvuna undir annarri hendinni. Maddaman reiknar fastlega með hvíldarinnlögn á Klepp strax við heimkomu og allir eru velkomnir på besøg!!
Bytheway eldhúsborðið og stólarnir eru ennþá til sölu......

þriðjudagur, ágúst 15

Bloggedíbloggedíblogg

Maddaman er að verða búin að pakka mestöllu lífi sínu í kassa. Sumarhúsarbóndinn sem samkvæmt heimildum býr víst í heilsárshúsi(he,he) átti 66 ára afmæli í gær. Fram fóru hefðbundin hátíðarhöld í Sumarhúsum.
Maddaman getur ekki alveg gert upp við sig hvort að hér verður haldið áfram að blogga við heimkomuna. Ástæðan er náttúrulega sú að í upphafi var lagt upp með að maddaman bloggaði til að halda við kjarnyrtri íslenskukunnáttu sinni og sérílagi stafsetningu, en farið var að bera á því að maddaman mundi ekki hvernig stafsetja ætti einstaka orð. Maddaman fer að tala kjarnyrta íslensku við skjólstæðinga sína þegar heim verður komið og leysir þar með þetta mál. Held að þetta verði látið ráðast allt saman, fer eftir því hvursu mikinn innblástur maddaman fær á Hlemmi!

föstudagur, ágúst 11

Langfeðgatal......

Bara til að míga utan í fræga fólkið eins og öll íslenska þjóðin gerir þessa dagana.

Jóhannes Jóhannesson Guðrún Jónsdóttir
14. september 1850 8. ágúst 1859


Þorbjörg Sigrún Jóhannesdóttir 1891 - 1984 Guðrún Helga Jóhannesdóttir 1896 - 1951
Arngrímur Magnússon 1925 Sigurbjörg Björnsdóttir 1914 - 1995

Ásgeir Arngrímsson 1949 Stefán Sigurðsson 1940
Guðmundur Magni Ásgeirsson 1978 Sesselja Björg Stefánsdóttir 1977


Já já við Magni kallinn erum fjórmenningar, veit ekki hversu vel ættartengslin sjást. En svona fyrir þá sem ekki átta sig voru Guðrún og Jóhannes hjón og áttu mörg börn þar á meðal langömmur okkar Magna þær Sigrúnu og Helgu. Helga átti svo Arngrím sem að er afi Magna og Sigrún áti svo Sigurbjörgu sem að var amma maddömunnar.
Maddaman er reglulega ánægð yfir velgengni hans og finnst hann ekki hafa notið sannmælis sem söngvari á klakanum. Er bytheway búin að lofa góðvinkonu að kenni henni að telja svona "menninga"!!!!! Lífið er stundum svo fyndið.....

fimmtudagur, ágúst 10

Boltaland rúlar......

Þegar við Páll erum blúsuð og syfjuð og leið á störfum okkar bregðum við okkur inn á barnaland.is þar sem viskan er ekki reidd í þverpokum. Þar finnum við alltaf eitthvað til að hressa okkur við og í dag var í boði að segja frá óvenjulegum stöðum sem að þessar ágætu konur hafa stundað kynlíf á. Maddamman nennir nú ekkkert að tíunda þetta fyrir ykkur en þótti tvennt toppa þetta og það var á sjúkrahúsinu á Blönduósi og viðkomandi var sjúklingurinn (kom ekki fram hvort að það hefði verið á fæðingardeildinni) og hins vegar í boltalandi í IKEA og svo upp við Fjórhnjúkagíg eða Þríhnjúkagíg sem að maddaman hefur aldrei heyrt minnst á!!!!! En getur auðvitað vel verið til fyrir því!! Jámm.....misjafnt hafast mennirnir að.......

miðvikudagur, ágúst 9

Mjúka myrkrið......

Uppáhaldsmánuðir maddömmunar hafa alla tíð verið ágúst og september, af því að þá er myrkrið svo mjúkt og haustveður á Héraði geta verið ótrúlega falleg og slegið út góða sumardaga sem þó gerast bestir á Héraðinu. Kannski hefur það líka með það að gera að yfirleitt alltaf hafa verið kaflaskil í lífi maddömmunnar á haustin og nýr spennandi tími framundan, yfirleitt skólaganga. Maddaman hefur alltaf sagt að hún ætlaði að gifta sig í september af því að þá væri hægt að taka myndir í haustlitunum. Ekki að það sé verið að plana giftingar neitt, ó nei það eru aðrir sem að verða fyrri til en maddaman enda með afbrigðum seinþroska í sumu.

mánudagur, ágúst 7

Litlir kassar á lækjarbakka........

Á daginn slæst maddaman við Pál og hitann. Á kvöldin fer Páll í frí og maddaman berst við að pakka lífi sínu niður í þartilgerða flutningskassa sem glöggir lesendur muna að keyptir voru í janúarmánuði! Maddaman ætlar ekki að fara mörgum orðum um allan þann óþarfa sem að hún hefur rekist á meðan hún hefur pakkað í þessa 15 pappakassa sem búið er að pakka í. Svo er verið að tala um að námsmenn séu blánkir eins og kirkjurottur.
Skuggalegasta við þetta alltsaman er að stór hluti af kössunum er fullur af blessuðu postulíninu, sem að ein kélling brúkar auðvitað sjaldan. Hinsvegar möguleiki á að maddaman fengi not fyrir þetta í Fjáreyjum þar sem fjölskylduboðin tröllríða öllu.....en færeyski sætisfélagi maddömunnar sagði henni meðal annars á leiðinni að konan hans (sem er dönsk) treysti sér ekki til að flyta til Fjáreyjanna útaf "social kontrol" og öllum þessum kaffiboðum!! Þá glotti maddaman!
Annars gleðst maddaman yfir öllu smálegu þessa dagana og meðal annars yfir því að leigusalar hennar sögðust líta á maddömuna sem bara eitt nýtt auka barn í fjölskylduna. Leigusalarnir eiga 5 stykki og munar ekkert um eitt barn til. Alltaf gott að vera velkomin þar sem maður kemur.

þriðjudagur, ágúst 1

Glaðir ríða Noregs menn til Hildar ting.......

Maddaman gerði góða för til Fjáreyjanna og er hálf þunglynd yfir því að hafa þurft að yfirgefa þokuna og rigninguna og koma heim í svækjuna til Páls.
Maddaman brunaði um eyjarnar og smalaði lítillega til rúnings með fjárbændum, vitjaði sögustaða og verslaði í Rousa.
Gestgjafarnir voru betri en nokkrir hótelhaldarar og matreiddu skerpikjöt og allskyns kræsingar handa maddömunni mörgum sinnum á dag. Maddaman gat þó alveg hamið sig yfir hvalspikinu sem að þessi ágæta þjóð gaddar í sig eintómt. Maddaman sló í gegn með því að skilja færeyskar samræður þrátt fyrir að bæði ákavíti og fleira gott væri komið í spilið. Hápunkturinn var svo sjálf Ólafsvakan sem gengur út á það að þramma upp og niður götu sem er rétt rúmlega lengri en Bankastræti og hitta fólk. Veðrið var reyndar ansi þokukennt og vott og ausandi rigning seinni nóttina. Færeyski gestgjafinn kvað maddömuna heilsa fleiri innfæddum en gestgjafinn sem þó er borinn og barnfæddur í Þórshöfn!!!!
Laugardagskvöldið sem er aðalkvöldið var þó mesta snilldin en þá tók maddaman þátt í söngnum með innfæddum og fótatraðkaði svo hraustlega á eftir og söng Orminn langa sem er eina færeyska lagið sem maddaman kann. Maddaman komst í kynni við marga efnilega færeyska piparsveina sem allir voru voðalega lítið fráskildir og eiginlega býsna efnilegir, doldið litlir kannski en eins og alltaf röltu myndarlegustu mennirnir um með barnavagna!!!
Annars sá maddaman skýringuna á því afhverju færeyskir karlmenn eru svona kýttaðir í herðunum en það er auðvitað afþví að göturnar eru svo hroðalega brattar og barnavagnarnir svo þungir.
Hápunkturinn var þó íslenski strákurinn sem ætlaði að hössla eina færeyska og stóð í þeirri meiningu að maddaman væri færeysk (afþví að maddaman er seig í færeyskunni) þangað til að maddaman sprakk úr hlátri! Færeyjar svo urla stúttlige!!!

mánudagur, júlí 17

Jólasveinar einn og átta......

Maddaman og Pál fjölmenntu til jólasveinsins í 30 stiga hita með afurðir sínar. Jólasveinninn var hæstánægður með afurðirnar og ætlar aðeins með Grýlu ( jámm ekki fjarri lagi) í frí til Suðurskautsins núna.
En vertíðin hjá danska jólasveininum byrjar strax í ágúst aftur og þá á að funda meira. Grýla hringdi einmitt aðeins til að yfirheyra jólasveininn um hvort að hann væri búinn að borða, hann játti auðmjúklega enda búin að vera að gadda í sig rúgbrauði með baunasalati allan tímann meðan maddaman stóð við. Jólasveinninn skipaði Grýlu að taka humar úr frysti (stóra frystinum) og ef að Stúfur myndi smassa að hann yrði í mat þá ætlaði jólasveinnin að veiða einn enn humar á heimleiðinni. Svo mátti Grýla náðarsamlegast leggja sig því að jólasveinninn var með íslendinginn hjá sér og kæmi ekki fyrr en þrjú heim!! Já jólasveinninn kom víða við á þessum rúma klukkutíma og lék meðal annars stuttan sketch úr eigin lífi þegar hann var prófessor niður í Ísrael í eitt ár og þurfti að fá afhenta búslóðina pronto.
Sketchinn var þó mestanpart á þýsku með einstaka hebreskri glósu og teymið maddaman&Páll voru alveg ofandottin og forvirruð þegar út var haldið. Maddaman og Páll hlakka mikið til að fara í vinnutengt frí um næstu helgi og fyrir þá sem halda að nú sé lagið að hreinsa út úr Kardimommubænum í allra hinsta sinn, þá getur maddaman glatt lesendur sína með því að það eru allar líkur á því að hér verði einhver með alvæpni og maddaman verður auðvitað með gimsteinana í bankahólfinu eins og vanalega nema vörðurinn verði látinn leggja frá sér haglarann og hamast við að pússa þá og talvan verður auðvitað með í för! Einnig er maddaman búin að grafa nýjustu andlegar afurðir í jörð....segið svo að ekki verði lært af reynslunni.

föstudagur, júlí 14

Gólanhæðir.....

Maddaman fann gleraugun sín áðan eftir mikinn viðsnúning á öllu heimilinu. Guðisélof maddaman var farin að halda að "henni væri horfin öll gæfa" eins og þúnglyndu skáldin ortu um hér í höfn einmitt á námsárum sínum wonder why!
Maddaman ætlar kannski líka bara bráðum að verða bæði þúnglyndt og geðstirt skáld en samt í rauða jakkanum til að varpa nú lit á hversdagsleikann......;0)


'

miðvikudagur, júlí 12

rauða strikið...

Fullir kunna flest ráð nema að það sé af gin&tonic...... Í dag erum maddaman og Páll búin að skrifa eins og vindurinn, taka hverfisrölt að leita að hjólinu án árangurs;O, veiða á leiðinni ýmislegt í kvöldmatinn. Koma heim og elda okkur góðan mat ( lambafillé sem átti að vera á jólunum og opna gott rauðvín með). Síðan ætlum við Páll að tylla okkur eina ferðina enn eftir kvöldmat og vinna í ritgerðinni. Já já maddaman nennir ekki að vera sár mikið lengur út af hjólinu, tryggingarnar ætla meira að segja að hósta upp með pening upp í nýtt hjól, maddaman tekur á sig sjálfsábyrgðina en hjólið reyndist einungis vera tæpra tveggja ára gamalt.
Maddaman enn þá réttu megin við rauða strikið.

þriðjudagur, júlí 11

Stuldur.....

Eins og það sé nú ekki nóg á maddömunna lagt að berjast um á hæl og hnakka í 30 stiga hita við að starfa með Páli, keyra ruslinu og sinna öllu öðru sem að hún sinnir dags daglega, þá var hjólinu hennar stolið í dag. Það er þriðja sinn sem að hjóli maddömmunnnar er stolið síðan hún flutti til Kaupmannahafnar. Einu sinni hefur peningaveskinu hennar verið stolið. Aukinheldur muna dyggir lesendur eftir þegar brotist var inn í Kardimommubæinn og tveimur fartölvum stolið Páll þar innifalinn, skartgripum, veskinu, tölvukubbnum og ipodinum, lyklum að íbúðinni og fleira góssi. Það endar sjálfsagt með að maddömunni sjálfri verður stolið.....
Þrátta fyrir sérlega útbúinn radar til að finna hluti, sem að maddaman hefur tekið í genetískan arf frá Sumarhúsabóndanum tókst henni ekki að þefa upp hjólið með því að rölta um hverfið.
Kannski reynir maddaman að rölta seinna. Maddaman veit bara að hún er mædd á því að kaupa hjól handa götustrákum til að stela þeim og þreytt á að vera alltaf að leika í leikritum handritslaus. Over and out

p.s. ef að ekkert heyrist á þessar heimasíðu meir þá er það vegna þess að maddaman er komin í spennitreyju á St. Hans tautandi um blátt reiðhjól.....

mánudagur, júlí 10

Hinn ágæti færeyski nágranni maddömunnar kom með alla fjölskylduna sína heim í dag eftir tveggja vikna dvöl á Krít ásamt móður sinni og systkinum. Með börnum og mökum heldur maddaman að þau telji 25 manns. Það hefði ekki þurft að leggja svona ferðalag á maddömunna enda engin hætta á að þessi fjölskylda hennar fari út fyrir fjórðunginn.

Þá er HM lokið og maddaman hefur aldrei fylgst af meiri áhuga með keppninni, reyndar saumaði maddaman fána á síðasta HM til að styðja Danmörku. Það voru nú glaðir dagar á D-600 ganginum!!
Maddaman ætlaði vart vatni að halda yfir Zidane kallinum og skilur betur í dag viðbrögð hans en hún gerði í gær.

laugardagur, júlí 8

Úff púff lagsmaður...

Maddaman og Páll svitna mikið um þessar mundir bæði af skelfingu við hvað ágúst kemur fljótt en þó aðallega af því að hitabylgjan er að drepa þau. Páll vildi fara á strípiströnd í gær en maddaman gleðispillir bannaði honum það eins og allt skemmtilegt.
Nú er kannski lag að koma sér í sund hérna en maddaman hefur áður lýst því í góðra manna hópi að til að halda lífi í dönskum sundlaugum þarf viðkomandi allavega að hafa komist í úrtökuhóp fyrir ólympíuliðið. Maddaman hefur tvisvar farið í sund í DK og var með gæsahúð og kuldahroll í marga daga á eftir. Maddaman hlakkar ógurlega til að komast í íslensku sundlaugarnar sínar og Vesturbæjarlaugin svíkur engan.

fimmtudagur, júlí 6

;o)

Karldýr eru dýrategund sem að maddaman hefur alltaf átt erfitt með að skilja. En í dag rann upp ljós fyrir maddömunni, þessi dýrategund er bara of einföld til að maddaman hafi áttað sig á hvað býr að baki.

mánudagur, júlí 3

Spare og spinke.......

Eitt af því sem ku vera bráðnauðsynlegt að fá gert í fegrunarskyni vestan hafs, er að láta að lýsa á sér endaþarminn (anus rectus). Enda náttúrulega ekki hægt að hafa þennan mikilvægan vöðva úr stíl við allt hitt. Sveitakona eins og maddaman áttar sig ekki alveg á því hvort að þetta sé feimni við Gustavsberg sjálfan eða hvort að það sé almenn mikil önnur traffík á þessu svæði. Sparnaðarráð maddömunnar er allavega að slökkva ljósið og næst þá tvöfaldur sparnaður......

föstudagur, júní 30

Down on the corner......

Það er farið að volgna undir rassinum á okkur Páli í orðsins fyllstu merkingu....! Annars er allt meinhægt. Búið er að fara með hægri loppuna í röntgenmyndatöku og greina hana með ýmsa effektasvo sem træskoeffekt og sinasýkingu, en ekkert þó bráðdrepandi. Búið er að banna stælskó og espadrillur og skipta á yfir í vinnuskó með stáltá og íþróttaskó og annan kynþokkafullan búnað.
Maddaman heldur að nú verði hún að gegna doktor Saxa en samningurinn hljóðar upp á að vera lúði á daginn og gella á kvöldin og Saxi gaf grænt ljós á það til að byrja með. Við sjáum hvað setur.........

mánudagur, júní 26

Þyngdar sinnar virði í gulli og rúmlega það.....

Þessi helgi var einstaklega vel heppuð og sannaði að vinir maddömunnar eru fágætir og einstakir.
Takk fyrir allt

miðvikudagur, júní 21

Frændur....

Ætla aðeins að leggja frá mér madddömmutitilinn....
Í kvöld hitti ég Hlyn frænda í lyftunni. Fyrst glápti ég á hann eins og naut í nývirki og svo áttaði ég mig og hann líka. Það var tekið verulega langt lyftuspjall og mér þótti reglulega vænt um að sjá hann. Það er skrýtið að þó að við Hlynur séum þremenningar og ólumst upp ekki svo ýkja langt hvort frá öðru þá kynntist ég honum og systkinum hans ekkert fyrr en í menntaskóla en þá voru þeir bræður Pálmi og Hlynur þar og svo kom Fjölnir í kjölfarið. Þegar ég svo fór seinna meir að vinna á sambýlinu kynntist ég svo Heiðu systur þeirra sem mér líkaði mjög vel við. En síðan í menntaskóla ríkir sérstakur vinskapur á milli okkar frændsystkina og mér finnst þeir bræður alltaf vera svo miklir frændur mínir. Ömmur okkar Hlyns voru systur, aldar upp á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð. Þegar foreldrar mínir hófu búskap að vorlagi 1972 í hinum nýbyggðu Sumarhúsum voru Gunna frænka og Halldór maður hennar fyrstu gestirnir sem drukku kaffi í nýja húsinu en þau bjuggu úti í Hjaltastaðaþinghá og voru ekki daglegir gestir út í Hlíð.

laugardagur, júní 17

Viljiði þið slökkva á þessu andskotans jibbíjeii.......

Maddaman brá sér á 17. júní hátíðahöldin niður á 5øren í dag. Þar var allt með hefðbundnu sniði mini guðþjónusta og kórastarf, allt íslenska góssið uppselt eftir hálftíma, gróðraskúrinn kom um leið og farið var að syngja Ísland er land þitt og svo kom annar öllu magnaðri skömmu seinna. Fljótlega eftir það ákvað maddaman að stinga af í "Akra" til að halda uppi merki Íslendinga og versla aðeins. Það hefur nefnilega verið útlit fyrir að partýinu yrði aflýst vegna fataleysis maddömunnar en það leystist að hluta til í dag.

föstudagur, júní 16

Kvolitítæm

Maddaman á sér uppháhaldsstund á sólarhringnum eins og allir sennilega. Það eru reyndar tveir tímapunktar og það er snemma morguns þegar borgin er að vakna, ávaxtasalarnir eru að stilla fram vörum sínum og dagurinn blasir við ferskur og fagur.
Hin tímasetningin er milli 23:30 og 00:30 þegar íbúarnir eru að sofna, þá situr maddaman gjarnan við gluggann og reykir eina til tvær sígarettur ( í óbeinum, maddaman gæti ekki hugsað sér að reykja sjálf) og stundum horfir hún smá stund á býflugurnar suða í kúpunum sínum áður en þær fara sofa.

miðvikudagur, júní 14

Ég hef lifað mér til gamans......

Árið 1990 fyrir jólin kom út bók Björns bónda á Löngumýri "Ég hef lifað mér til gamans" ef að maddaman man rétt kom ævisaga Bubba Morthens út fyrir sömu jól og voru þeir í harðri baráttu um metsölu, það var nú á meðan Bubbi elskaði Brynju og allt lék í lyndi.
Maddaman las bæði ævisögu Björns og Bubba og hafði gaman af báðum þótt ólíkt hefðust nú mennirnir að. En maddömunni finnst að menn eigi almennt að stefna að því að lifa sér til gamans eins og Björn.

þriðjudagur, júní 13

Sólardagar.....

Maddaman og Páll eru frekar hot þessa dagana. Í dag er 4 dagurinn þar sem hitinn er nánast óbærilegur. Maddaman og Páll eru mest inni að sinna verkefninu góða sem hefur tekið stökkbreytingum undanfarið. Viftan er komin í gagnið og maddaman vonast til að hún og Páll komist fyrr í rúmið í kvöld en undanfarið en þau sitja og gaufa í hitanum þar til fer að gusta.

Í ágúst er svo til sölu eitt stykki boxer dýna með fótum og með náttborði (Larsen dýna úr Rúmfatalagernum)1,40 á breidd afskaplega lítið notað Páls megin!

1 stk Leksvik bókahilla úr IKEA antikbejset : 93 cmDybde: 32 cmHøjde: 198 cm

Eitt stk eldhúsborð með 4 IKEA stólum

Lysthafendur geta kommentað;O)

þriðjudagur, júní 6

Partýdýr.....

Maddaman er búin að endurheimta blessaða tölvuna sem að er búin að fá nýjan heila og nýja rafhlöðu og nýjan straumbreyti. Jamm og já sem betur fer maddömunni að kostnaðarlausu. Einu sinni gat borgað sig að eyða pjéningum í tryggingar. Með aðstoð góðra manna er svo búið að pota inn í hana mestu af þeim prógrömmum sem að maddaman þarf til að lifa eðlilegu lífi (menn geta svo skilgreint það eins og þeir vilja hvort að líf hennar sé eðlilegt.
Annars er allt meinhægt, ruslafrí í heila viku;O) og veðrið fer batnandi þó að það rigni alltaf nokkrum sinnum á sólarhring. Ójá svo ætlar maddaman að halda smá partý á Jónsmessunni...það passar fyrir djammsjúka að byrja í því og svo er Hróarskelda vikuna eftir!

fimmtudagur, júní 1

Maddaman er búin að fá skammir á öllum vígstöðvum í dag og í gær. Ekki allar sanngjarnar en sumar réttmætar. Lífið er heldur ekki alltaf sanngjarnt. Það hefur leitt til þess að maddaman hefur verið svo geðvond að hún hefur varla getið verið samferða sjálfum sér í dagsins önn.
Þannig að þegar hún verslaði keypti maddaman Alt for damerne til að hressa sig og las uvidað stjörnuspána

Gode resultater på jobbet giver selvtilliden en ekstra tak op. Du overkommer det mest utrolige og finder endda tid til at støtte en kollega. Dagene op til pinsen kan give bryderier med hensyn til kommunikationen af enhver art. Måske udebliver breve, du har set hen til. Men herefter går der hul på bylden, og du bliver kontaktet af venner, naboer, forretningsforbindelser og tidligere kærester. Venus står meget flot til Fiskene i hele perioden (side 70 Alt for damerne 1. juni 2006)

Spennandi......ástarbréfin týnast í póstinum og gömlu kærastarnir dúkka upp. Veit ekki alveg hvort að það er stemmari fyrir því. Annars á einn þeirra sér tvífara hér á görðunum og maddömunni leist ekki á blikuna þegar hún rakst á hann í fyrsta skipti. En allir eiga sér tvífara segir sagan, hef séð Jökulinn í götuteiti í Svíþjóð, Díu frænku mína á harðaspretti í Kvickly og sjálf hefur maddaman sést undir nafninu Birna í Árhúsum og fengið mikið af faðmlögum út á það á síðasta þorrablóti. Alltílagi með það..Birna hlýtur að vera hin vænsta kona!

Leikhúsferði

Maddaman fór við sjöunda mann á stórskemmtilega leiksýningu í Stærekassen ( hluti af konunglega leikhúsinu) í gær. Eldhús eftir máli eftir Svövu Jakobsdóttur. Á undan sýningunni hélt Vigdís Finnbogadóttir vinkona og skólasystir Svövu ræðu um kynni þeirra. Sýningin var bráðskemmtileg og ræðan hennar Vigdísar mjög svo góð lýsing af Svövu. Þetta var gott framtak, maddömmunni fannst skrýtið samt að sjá ekki meira af ungu fólki þarna. Maddömunni finnst ægilega gaman að fara í leikhús, hefur ekki gert mikið af því en þó allavega einu sinni á ári yfirleitt.

þriðjudagur, maí 30

"Things to do in my life" listinn er langur en vonandi endist maddömmunni lífið til að geta strikað aðeins útaf honum. Hinsvegar rakst maddaman á skemmtilega setningu"Öll brjóst lafa að lokum" Hlýtur að hafa fallið fyrir daga sílikons.

mánudagur, maí 29

Einhleypa....

Hehe..Maddaman sá í dag að hún er það sem kallast að vera "hamingjusamlega einhleyp"!
Annars fáar fréttir

fimmtudagur, maí 25

Fælur.....

Maddaman heldur að Fávitafælan verði það fyrsta sem að keypt verður á haustdögum inn á nýja heimilið hennar og kannski bara Skuldafælan líka. Fyrir áhugasama þá er linkur hér http://nornabudin.is/galdrar.htm!
Annars er allt gott að frétta af maddömunni og Páli, þau ætla að ruslast og skrifa um helgina sem er 4 daga að þessu sinni allavega í ruslinu!

þriðjudagur, maí 23

Skattar....

Maddaman lenti í þrætum á laugardaginn útaf sköttunum í Danmörku. Maddömunni finnst þeir háir og henni finnst óþarfi að skattpeningarnir hennar fari t.d. í að borga fyrir kynlífsþjónustu handa fötluðum þó að maddaman óski þeim alls velfarnaðar. Maddaman vill heldur að þeir peningar séu notaðir til að koma gamalmennum á fætur á morgnana. Maddaman er bara ekki sammála því að þó að það séu lægri skattar á Íslandi að það sé ekki góð þjónusta þar líka. Maddaman hefur til dæmis unnið á elliheimili í báðum löndunum og ætlar ekki að lýsa muninum á aðbúnaðinum. Ísland hafði þar yfirburði hvað var miklu betur hugsað um sjúklingana. Maddömunni finnst líka allt í lagi að það sé rukkað fyrir það að koma til læknis (eins og gert er á Íslandi en það er ekki gert hér. Viðmælendur maddömunnar voru ekki sammála og sögðust fara með börnin til læknis einu sinni í mánuði að meðaltali ef að þau eru með kvef eða nokkrar kommur!! Maddaman fór tvisvar sinnum til læknis sem barn eftir að öllum hefðbundnum bólusetningum var lokið. Í annað skiptið var hún úrskurðuð með bronkítis og það var móðursystir hennar sem að stjórnaði ferðinni. Í seinna skiptið var maddaman 8 ára og datt í sturtu í skólanum og uppskar gat á hausinn og þurfti að sauma hana.
Ekki það að menn eiga að fara til læknis þegar þeir hafa þörf fyrir það en maddaman hefur grun um að einmitt þegar það kostar ekki neitt þá fari menn útaf óþarfa smámunum og gleymi stundum að láta skynsemina ráða för. En allt um allt þá var þetta sennilega leiðinlegast júróvisonpartý sem að maddaman hefur nokkurn tímann farið í.
En maddaman vill heldur ekki taka það af Dönum að þeir eru auðvitað með ókeypis framhaldsmenntun og það kostur sem maddaman hefur fram yfir Ísland.

föstudagur, maí 19

Nudd....

Maddaman átti í nánast kynferðislegu sambandi við nuddarann sinn áðan. Þvílíkur lúxus. Nuddarinn hefur áhyggjur af því hvað maddaman er stressuð yfir Páli og finnur grjótlaga klumpa í öxlum og herðum hennar. Sendi hana heim með skilaboð um að slappa af um helgina....ekki þorði maddaman heldur að segja honum að eftir að hún hættir að deita Pál þá sé maddaman búin að ráða sig í rúmlega 100% vinnu!! Það er alltaf unhvur andskoti eins og maðurinn sagði!

fimmtudagur, maí 18

Illkvittni

Veit einhver hvort að Eyþór Arnalds er í Köben??? Sá nefnilega að það er búið að keyra niður skilti hérna á Prags Boulevard!

Maddaman er einnig spennt að sjá hvort að Hommi&Nammi munu skilja eftir sig litla lorta á sviðinu í Aþenu...það væri nú sannarlega til að toppa þetta allt!

þriðjudagur, maí 16

Samband okkar, spáð í spilin....

Samband maddömunnar og Páls hefur aldrei verið heitara og samband maddömunnar við umheiminn á Msn er orðið heitt aftur. Hinsvegar fer veðrið kólnandi.

mánudagur, maí 15

Sambandsleysi.....

Maddaman bendir æstum skrílnum á það að ekki verður hægt að ná sambandi við hana á msn ( nema í vinnunni og til hátíðabrigða)þar til talvan kemur úr viðgerð. Það er nefnilega ekki hægt að láta inn msn forritið í lánstölvuna þar sem tölvan er læst af skóla nágrannans sem að lánar hana.
Ef að fólk þarf nauðsynlega að ná sambandi þá bendir maddaman á símaforritið Skype en þar er sami búnaður til samtala og svo er hægt að senda email.

Meiri hörmungarnarnar....

Örgjörvinn er eitthvað bilaður í tölvunni ásamt straumbreytinum og batteríinu sem sendt var til viðgerðar fyrir viku síðan. Restin af tölvunni fór svo til viðgerðar í dag. Erfiðlega reyndist að sannfæra sjoppuna á að maddaman væri svo ábyrg kona að hægt væri að lána henni tölvu til að vinna á þessar 3 til 4 vikur sem að búðin hefur hugsað sér að dunda við að gera við tölvuna. En ef að þetta hefði verið sjónvarp þá væri þetta allt annað mál svo að maddaman hafi nú orðrétt eftir manninum "það er náttúrulega ekki hægt að lifa án sjónvarps í svona langan tíma"! Það er nefnilega það....maddddaman reyndi að benda manninum varlega á að hún og Páll hefðu ekki tíma til að sleikja sólina í 3 vikur og loksins gaf hann sig og bauðst til að lána tölvu án Word með þeim skilyrðum að maddaman eyddi út öllum verksummerkjum eftir sig, rispaði hana ekki, skildi hana aldrei eina eftir heima og yfirhöfuð hirti betur um hana en ungabarn. Maddaman fann hvernig áhyggjuhrukkurnar söfnuðust upp á enni mannsins og hann var alveg komin að því að biðja maddömuna um að fá að koma heim með henni og búa þar þennan tíma svo að ekki kæmi nú neitt fyrir tölvuna!
Þannig að maddaman ákvað að róa manninn og afþakka þetta kostaboð og þáði IBM tölvu nágranna síns að láni. Nágranninn sem er fulltrúi færeysku þjóðarinnar frá Klakksvík og er hreint gull af manni fannst þetta nú ekki mikið mál. Maddaman vonar hinsvegar að tölvan sé ónýt því að þá á hún rétt á að fá nýja tölvu.

laugardagur, maí 13

Brúðkaupsdagur.....

Á morgun eiga krónprinsessa Mary og krónprins Friðrik tveggja ára brúðkaupsafmæli. Ástæðan fyrir því að maddaman man það er þó ekki að hún sé svo handgengin kóngafjölskyldunni heldur að þeim degi var ár síðan brotist var inn í Kardimommubæinn. Það kostaði maddömuna gríðarlega fjármuni, ómælda vinnu og mikið ergelsi. Maddaman hugsar nánast til þess í hvert skipti sem að hún labbar inn ganginn í átt að dyrunum sínum hvort að þær standi opnar þegar hún kemur heim. Maddaman gleymir heldur aldrei hvað það var vel boðið af Betu&Böðvari vinafólki hennar að bjóða henni peningalán daginn þann, því að það var hvítasunnuhelgi og madddaman stóð uppi kortalaus og allslaus fram á þriðjudag. Fleiri reyndust líka maddömunni vel í þessum óförum hennar.
Þegar upp er staðið sér maddaman þó sennilega mest eftir gögnunum sínum sem að fóru forgörðum og skartgripunum sínum.
Annað var bætanlegra. En maddaman hefur þrátt fyrir allt alltaf huggað sig við það að það hefði svo margt miklu verra geta hent hana sem ekki var bætanlegt með fjármunum og vinnu.

föstudagur, maí 12

Finnst þér ekki Esjan sjúkleg.....

Tölva maddömunnar er búin að vera sjúk alla vikuna meira og minna og hefur verið hjá læknum parta úr degi og í dag kom greiningin að hún væri sennilega komin með kynsjúkdóm og þyrfti á straujun að halda;O)
Maddaman kennir sér hinsvegar einskins meins og hefur haft afskaplega mikið að gera í þessari viku og ekki mun það minnka á komandi vikum!

miðvikudagur, maí 10

Sunshine you make my happy....

Sólin skín og maddaman hefur tekið örlítinn lit. Páll er ekki sóldýrkandi! Húsnæðisvandamál maddömunnar eru leyst og kætist heimsbyggðin yfir því. Maddaman mun búsetja sig í hinu virðulega samfélagi Vesturbæjar og verða með reikning í Melabúðinni og með puttann á púlsinum í Vesturbæjarlauginni,það er að segja ef að öll hin plönin ganga eftir;O)
Viskum sjá!

miðvikudagur, maí 3

Flækjur...

Nú ættu maddaman og Páll réttilega að vera steinsofandi en eru að gaufa saman skötuhjúin, þau hafa annars mikið að gera og verða heldur að sækja í sig veðrið! Helstu flækjurnar í lífi maddömunnar eru nú samt óðum að rakna upp og vonandi verður búið að rekja þær alveg upp til enda eftir svona hálfan mánuð. Alltaf gott að greiða úr flækjum, best þó þegar þær rakna upp af sjálfum sér.

sunnudagur, apríl 30

Sunnudagsblúsinn

Maddaman heldur áfram að láta mannskepnurnar og lífið koma sér á óvart. En maddaman lætur hvorki lífið né mannskepnurnar kúska sig heldur bara ótrauð áfram á við og glottir við tönn.

sunnudagur, apríl 23

Látnir ástmenn.....

Einn af þeim mönnum sem að maddaman er og hefur verið verulega skotin í og er að sjálfsögðu löngu dauður eins og flestir af þeim sem maddaman leggur lag sitt við.
Það er Páll Ólafsson frá Hallfreðarstöðum sem skipar sérstakan sess í huga maddömunnar. Einhvernveginn duttu maddömunni þessar vísur hans í hug í morgun þegar hún vaknaði. Reyndar finnst maddömunni þessar vísur eiga gríðarlega vel við mann sem að hún kynntist einu sinni.

Ég hef svo margan morgun vaknað
magaveikur um dagana,
heilsu minnar og hreysti saknað,
haft timburmenn et cetera,
heyrt í mér sjálfum hjartað slá
hendurnar skolfið eins og strá.

Svo þegar blessað kaffið kemur,
koníak, sykur, rjómi, víf,
þá hverfur allt sem geðið gremur,
þá gefst mér aftur heilsa og líf.
Svona var það og er það enn
um alla drykkju- og kvennamenn

þriðjudagur, apríl 18

Fylgja

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Tom Cruise hugsað sér að éta fylgju og naflastreng barns sem hann ku eiga vona á hvað úr hverju.
Ekki veit maddaman hvort að þessi litli leikari er orðinn blánkur og ætlar að spara sér eina máltíð eða hvort að hann er bara að skapa sér umtal. Nú hefur maddaman auðvitað ekki sjálf alið af sér barn og fylgju en skilst á þeim sem það hafa prófað að það sé ekkert sérstaklega girnilegur blóðköggull. Hinsvegar er maddaman vel kunnnug hildum bæði kinda og hesta.
Sumarhúsabóndinn var ekki hrifin af því að hundar hans ætu hildar úr rollum (þeir sátu um það ef færi gafst) og var frekar strangur á því að þeim væri ekki leyft það. Maddaman er hrædd um að Tom Cruise hefði heldur ekki komist upp með að éta hildar ef að hann hefði verið í sveit hjá Sumarhúsabóndanum!

miðvikudagur, apríl 12

Dagar víns og rósa....

Þetta eru merkilegir dagar! Í gær fékk maddaman að gjöf rauðvínsflösku og tvö glös án nokkurs sérstaks tilefnis. Í dag er hún búin að fá páskaegg, hvítvínsflösku og þá stærstu rauðu rós sem að maddaman hefur augum litið. Og klukkan er enn bara hádegi! Hvað skyldi dagurinn bera meira spennandi í skauti sér?

Ps. Maddaman móttók ávísun í póstinum áðan sem að hún átti sannarlega ekki von á!

þriðjudagur, apríl 11

Páskakanína....

Nú eru nágrannarnir búnir að pakka og farnir í páskafrí með krakkaskrattana í sumarhús eitthvert langt norður á Jótland;O)
Maddaman sér fram á stóíska ró með bók í hendi og kannski oggulítið hvítvínstár svona til að minnast frelsarans sem að notaði áfengi töluvert en þó í stakasta hófi eins og maddaman!!!
Gleðilega páska lömbin mín!

Påske

Páskaplönin eru leyst;O) Sorphirða alla 5 frídagana;O)Maddaman glæder sig!
Annars var maddaman að uppgötva í kvöld að hún á ekkert páskaegg í fyrsta skipti örugglega síðan hún var 4 ára! Skandall en maddaman heldur að hún þrauki.

laugardagur, apríl 8

Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsímunda Efraímsdóttir

Lína langsokkur keypti sér 18 kg af brjóstsykri,fór í tívolí í síðkjól, tók þátt í leiksýningu, tamdi hættulega slöngu og handsamaði tígrisdýr.
Nánast svo spennandi er líf maddömunnar þessa daga. Eiginlega er komið páskafrí hjá námsmönnum en maddaman er samt að hugsa um að deita Pál fram á miðvikudagskvöld og fara svo í páskafrí. Á skírdag ætlar maddaman í ondúleringu og svo eru páskaplönin annars óljós. Maddaman var kannski að huxa um að peppa stemminguna upp og fermast aftur (má það ekki eins og að staðfesta hjúskaparheitið aftur!!!!) og fá fermingarpééningana aftur með rentum!!!

fimmtudagur, apríl 6

Söluturnar

Fyndni bankaráðgjafinn er komin með nýjar kosningatölur um framtíð maddömunnar!!! Þær tölur duga fyrir fokheldum hæsnakofa í henni Reykjavík. Maddaman sló að gamni sínu inn upphæðinni á fasteignasíðu morgunblaðins og fékk út 16 fasteignir á þessu verðbili;O Þar af komu sumarbústaðir í Mosfellssveit sterkir inn, dálítið af sumarhúsum í Torrevieja á Spáni og örfáar ókræsilegar ósamþykktar íbúðir á Hverfisgötu og Bergsstaðastræti sem ekki eru einu sinni sýndar myndir af, einn kofi í Hafnarfirði og rúsínan í pylsuendanum eitt stykki söluturn (sem heitir Donald!!!) í hverfi 105! Auðvitað flytur maddaman bara í söluturn, gæti verið svo huggulegt, enginn einmanaleiki á kvöldin alltaf rennerí á heimilinu, uppáhellingur í postulíninu og heimabakaðar kleinur og hægt að komast í kontakt við fullt af einhleypum karlmönnum sem eru með stórar hálftómar íbúðir og vantar röska konu til að prýða heimilið. Já það er gott að skopskyn maddömunnar er óbilandi enda hefur aldrei vantað skemmtiatriðin í hennar líf!!!! Sjáumst í söluturninum Donald.....;O)

Ps. Gleymdi að geta þess að í þunglyndinu yfir að eiga ekki margar millur á lager, þá drifu maddaman og vinkona hennar sig í Magasín að styrkja strákana, en þar var 25% afsláttur á ýmsu góssi!! Um að gera að eyða peningum meðan til eru!!

miðvikudagur, apríl 5

Hrossalækningar......

Maddaman er að hugsa um að skella sér í læknisfræði í haust og framlengja tímann sem námsmaður um tjahhh ca 6 ár eða svo....allt til að geta verið áfram námsmaður og þurfa ekki að kaupa íbúð. Bankaráðgjafinn mælir ekki með tjaldinu.....maddaman er svo heppin að fá að geyma péningana "sína" hjá svona skemmtilegum manni. Það væri
hræðilegt að vera með þá hjá einhverjum leiðindapúka!!! Annars telur maddaman að hún yrði býsna góður læknir, allavega betri læknir en lögfræðingur!!!!!

þriðjudagur, apríl 4

Kattarskarnið

Allir kettir eru gráir í myrkri! Þaðheldénú!!

mánudagur, apríl 3

Áhættuþóknun

Stundum líkt og aðrir verður maddaman að taka áhættu í lífinu, þó að hún sé ekki mikið fyrir það. Hún tók eina í dag, er spennt að sjá hvort að hún fær áhættuþóknun!

Slysfarir.....

Maddömunni er illt í hjartanu sínu yfir slysunum upp við Kárahnjúka, slysið í gærkveldi er 5 banaslysið síðan virkjunarframkvæmdirnar hófust. Það hafa þrír ungir karlmenn dáið þarna og svo létust bresk hjón í bílslysi upp á Vallavegi þar sem þau lentu í árekstri við vörubíl sem var á leiðinni upp í virkjun.
Það hefur betur verið heima setið með þessar framkvæmdir.

föstudagur, mars 31

Puð....

Jökullinn segir stundum að það sé puð að vera strákur, ekki er nú minna puð að vera stelpa...þó að hún sé orðin 29 ára!!!

fimmtudagur, mars 30

Péningar.....

Fátt fer meira fyrir brjóstið á maddömunni en þegar menn sjá ekki út fyrir túngarðinn heima hjá sér. Já jafnvel ekki út fyrir útidyrnar. Svoleiðis umræða kom á kaffihúsinu. Sú eina í hópnum sem lifir hinu fullkomna fjölskyldulífi með mann og barn og 118 mismunandi kryddtegundir í vel merktum krukkum var með nýja leðurtösku sem að maddaman og stöllur hennar voru býsna hrifnar af. Þá barst til tals hitt og annað af nauðsynjum (lesist föt og skór) sem konurnar vantar til að geta mætt komandi sumri sómasamlega.
Þá kom fjölskyldumanneskjan með það komment að henni finndist við þessar einhleypu nú kaupa fullmikið af fötum og skóm og hvernig við hefðum efni á þessu.
Við einhleypurnar litum hvor á aðra og andvörpuðum mæðulega innbyrðis....ekki þetta eina ferðina enn.
Sú sem orðin beindust að ásamt maddömunni föndrar til dæmis við það að sjúga blóð úr sjúklingum á ríkisspítalanum eldsnemma um helgar og þegar hún er ekki í því þá selur hún sauðdrukknum Færeyingum og Grænlendingum brennivín til klukkan 9:00 á sunnudagsmorgnum. Lesendur maddömunnar vita allt um hennar sorphirðu.
Maddaman benti svo á það væru allt aðrar áherslur á svona einsmannsheimilum td. í matarinnkaupum og svo tækjakaupum svona til að nefna einhver dæmi.
Svo er bara misjafnt hvað fólk eyðir peningum sínum í og það er bara allt í lagi, sumir éta mikið aðkeyptan mat eða borða úti, sumir eiga öll nýjustu raftækin, aðrir leggja mikla áherslu á að kaupa tónlist og kvikmyndir, sumir vilja kjóla og hvítvín.
Það sem bara skiptir máli er það að fólk hefur yfirráðarétt yfir eigin fjármagni og á ekki að þurfa að svara fyrir það í hvað þær tekjur fara, allavega ekki fólki sem að kemur það ekki við. Svo það sem er lykilatriðið þarna er það að það er munur á þvi að vera einhleypur eða fjölskylda. Húsmóðirin meldaði svo út að það er verið að safna fyrir húsi í litlu fiskiþorpi í Færeyjum og í það fer náttúrulega peningur sem að hinir vitleysingarnir bruðla með í eitthvað annað. En kannski verður eilítið minna framboð á kaffihúsum og kjólum í Klakksvík!!!
Fyrir utan það hvað það er nú óþolandi að tala um peninga sýknt og heilagt!
Kvöldið var svo toppað þegar sú hin sama dró upp símann og sýndi mynd af barnunganum sem hefur erft full mikið af óheppilegum andlitsdráttum föður síns og spurði hvort að barnið væri ekki það fallegasta undir sólinni. Maddaman faldi glottið á bakvið belgvítt hvítvínsglasið......

miðvikudagur, mars 29

Í bláum skugga.......

Maddaman er að hugsa um að fara að praktísera að fá sér í tánna á hverju kvöldi...það gerir lífið eitthvað svo mikið léttara!!!!
Í kvöld kaffihúsuðust vinkonur maddömunnar og hún og drukku hvítvín á kostnað....ja allavega maddömunnar því að hún borgaði reikninginn!!! En fær hann endurgreiddan;O)
Hins vegar hafa ákvarðanirnar í lífinu oft tekið maddömuna en hún ekki þær og hún á það til að verða hissa þegar lífið fer stundum í þveröfuga átt við það sem maddaman ætlaði því og þveröfugt á hennar prinsipp og mottó. En maddaman getur ekki snúið ánum fram til heiða....þó að hún sé handsterk kona og fylgin sér. La vita bella og vorið er komið maddaman sá könguló í dag!

mánudagur, mars 27

Maddaman eldaði sunnudagssteikina í kvöld sem að var frekar plebbaleg naut og kartöflur og sósa. Ákvað svo að opna rauðvín handa sjálfri sér sem að maddaman gerir nánast aldrei fyrir sig eina. Það endaði í rauðvínslettum um allt eldhús í svuntu, fötum og hári maddömunnar. Eldhúsið er eins og eftir loftárás og andsk.... butlerinn akkúrat í fríi í dag!!!! Annars er keimur að vori í dag.....

Einstök....

Hinar ein-stöku vinkonur maddömunnar hafa meldað sig á síðustu færslu, glaðar og reifar og er það vel að vér stöndum ekki einar á síðustu og verstu tímum.
Annars er maddaman búin að skipta yfir í sumartíma eins og Evrópa öll svosem, sem að þýðir það að nú er hún tveimur tímum á undan Íslandi. Alltaf skrefinu á undan!
Annars er maddaman að færa sig í nútímann í skriftunum og er það vel.

Þegar maddaman var 8 ára ung kona í föðurgarði fóru foreldrar hennar í sjötugsafmælið hennar Nýju í Másseli. Maddaman átti hinsvegar að mæta í skólann á mánudagsmorgni og þótti ekki ráðlegt að hún sækti þetta samkvæmi. Kona Sumarhúsabóndans er ráðagóð kona og samdi við maddömuna um að hún fengi sér bók að lesa eins og myndi svo sofna í hjónarúminu (staður sem að maddaman var annars ekki ginkeypt fyrir að vera á). Úti voru gríðarmiklir frostbrestir og maddaman átti heldur ekki að vera að hrædd við þá, sem og hún heldur ekki var. Maddaman las svo lengi og fór svo að sofa í hjónarúminu og færði sig svo í sitt ból þegar Sumarhúsahjónin kom heim. Í afmælinu var bóndi úr sveitinni Eríkur heitinn í Hlíðarhúsum, mikill vinur Sumarhúsabóndans og stórvinur maddömunnar. Hann spurði strax eftir maddömunni og fékk að vita að hún hefði ætlað að vera ein heima og fara svo í háttinn. Þá sagði Eiríkur og dró seiminn aðeins, eins og hann gerði svo gjarnan:Njaaaa hún hefur nú líka alltaf verið svo einstök!
Maddömunni hefur alltaf þótt vænt um þessi orð og sennilega ekki síst afþví að henni þótti svo vænt um Eirík. Stundum hefur maddömuna dreymt gamla manninn hérna úti í Kaupmannahöfn og það hefur ævinlega verið góðs viti.

föstudagur, mars 24

Betra er autt rúm en illa skipað.....

Í tímaritinu Birtu er grein sem að er maddömunni að skapi eftir konu sem heitir Jóhanna Sveinsdóttir. Greinin heitir: Betra er autt rúm en illa skipað og segir allt sem segja þarf! Slóðin er hérna http://www.visir.is/ExternalData/pdf/birta/B060324.pdf og greinin á bls 28!
Góða helgi

fimmtudagur, mars 23

Hvað á barnið svo að heita.......

Maddaman er að hjálpa til (með alkunnri stjórnsemi sinni) við að velja nafn á afmælisgjöfina sína. Maddaman hefur þess vegna verið að plægja gegnum mannanöfn á síðunni wwww.rettarheimild.is. Þar komst maddaman að því sér til mikillar undrunar að það eru til 7 rithættir af nafni hennar; Seselía, Sesilía, Sesselja, Sessilía og Sesselía, Cecilia og svo Cecilía, Maddaman var aldeilis hlessa en þykir auðvitað sitt flottast...og minnst útlenskt. Hverjum þykir sinn fugl fagur.......
Hins vegar má skíra íslenskan karlmann Cecil og er því hérmeð komið á framfæri við aðstandendur afmælisgjafarinnar!!!!

Star.....

Maddaman varð greinilega fræg í gær. Í búðinni í dag kallaði einn af strákunum sem að vinnur þar;Varstu ekki í sjónvarpinu í gær? Maddaman játti því og strákurinn sagði henni að hann hefði þurft að hugsa þetta lengi, þegar hann uppgötvaði að maddaman væri kúnni hjá honum!Svona er að vera frægur á Amager allavega!!!

miðvikudagur, mars 22

Sjónvarpsstjarna.......

Það er svo brjálæðislega mikið að gera í pappírsvinnunni og bókhaldinu hjá maddömunni að það er að verða kvart staða fyrir einhvern áhugasaman.
Ekkert grín að lifa tvöföldu lífi í tveimur löndum og vera með tvær skattaskýrslur í gangi. Maddaman er að hugsa um að skipta um banka og kaupa smá í bankanum líka bara svona til öryggis. Annars var maddaman sjónvarpsstjarna í kvöld, kom í rúllustiganum í Go Aften Danmark og líktist óþarflega mikið Dúdda þegar hann var í skyggnilýsingunum um árið, svona fyrir smekk maddömunnar!!!! Það er hægt að borga fyrir að sjá þessar 20 dýrðlegu sekúndur með maddömunni á heimasíðu Tv2.

Maddama, kerling, fröken, frú

Vinkona maddömunnar sagði henni um daginn að hún og móðir hennar hefðu í sameiningu fundið út að maddaman hefði ( ef að hún hefði lifað á 19 öld eða byrjun 20. aldar)átt að vera sýslumannsfrú eða prestfrú á gullslegnum upphlut með skotthúfu
og stjórna stóru heimili og fjósi, fullu af vinnufólki og smákrökkum, og láta eiginmanninn (sýslumanninn/prestinn) halda að hann stjórnaði öllu og væri rosa sniðugur og duglegur strákur. Maddaman efast ekki um að hún hefði farið létt með þetta. Maddaman heldur samt að það sé best að hún hefði sjálf verið sýslumaður!!!!

Eitt að lokum, hvað er fyndara en þegar þrjár kynslóðir blogga allar og eru í þokkabót allar jafn steiktar eins og æskan segir!!!!

mánudagur, mars 20

Jeremías og jólasveinarnir......

Loxins er maddaman búin að sjá hvað Geir H Haarde sagði á fundinum um helgina, þar sem að verið var að ræða brottför hersins:„Það er ekki alltaf hægt að fara heim með sætustu stelpunni á ballinu, en önnur gerir kannski sama gagn“, Geir er greinilega búin að fatta pointið í lífinu!!!
Maddaman getur ekki ímyndað sér að Geir hafi nokkurn tímann fengið að fara heim með sætustu stelpunni á ballinu, en Inga Jóna hlýtur að gera sama gagn!!!

Félagslíf.......

Félagslíf heyrnarlausra hefur verið á dagskrá í dag og andleysið hreint ógurlegt!!!!
Þeir stofnuðu skíða og skákklúbba sýndu bíomyndir frá Danmörku og tóku sér ýmislegt fyrir hendur. Annars er sviptivindasamt þessa dagana á hinum ýmsustu vígstöðvum!

sunnudagur, mars 19

Gvuðshús

Maddömusystir gerði góða för yfir hafið í vikunni. Maddaman er að trappa sig niður eftir allan þann góða mat&drukk sem að var innbyrtur. Guðshús og H&M mikið sótt heim i förinni. Stefnt á meinlætalíf....á morgun! Loppan er hins vegar að stríða maddömunnni og stigagöngurnar ekki að gera sig. Í gær var fyrsti frostlausi dagurinn í mjööööög langan tíma. Maddaman er að vonast eftir vorinu....veit ekki hvað verður.

mánudagur, mars 13

Um mig

Ég hef...

( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl (foreldranna)
(x) verið ástfangin/n
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n
( ) lent í slagsmálum
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
(x) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu (jámm en ekki alvarlega....)
(x) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
(x ) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
( ) farið á snjóskíði
(x) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna...
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
(x) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í skólanum
( ) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
( ) fundið jarðskjálfta
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
(x) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru.....hreindýrskálf
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi (jámm á hjólinu)
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
(x) lent í bílslysi (sem betur fer ekki slysi en útafkeyrslum)
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
(x) borðað líter af ís á einu kvöldi
(x) fengið deja vu
( ) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
( ) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum
( ) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
(x) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér (það var víst mjólk&skúffukaka)
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
( ) dansað í rigningunni
( ) skrifað bréf til jólasveinsins
(x) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem mér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
(x) kveikt bál á ströndinni
(x) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta (jebbs geri það aldrei aftur)
(x) fengið ósk mína uppfyllta
( ) farið í fallhlífastökk
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) pissað úti (finnst það ógisslegt)

...og þar hafið þið það!

Langhundar og Zonta konur

Þetta hefur verið afbragðs dagur. Maddaman skrifaði langhund um Zonta konur í Reykjavík sem að voru sómakonur. Stigarnir teknir með trompi og maddaman komst að því að það eru fleiri rassíðir en hún. Annars eru allir frekar góðir upp á 4 hæð, eftir það byrja menn að pústa. Megi allt gott vera með ykkur;O)

sunnudagur, mars 12

Nilfisk

Maddaman er búin að eiga góða helgi, ekkert djamm í frostinu reyndar!
Er búin að hitta vini sína mikið upp á síðkastið og er það vel.
Fór í fínt matarboð í Hróarskelduhreppi í gærkvöldi og lenti í frosthörkum og einum undarlegum strák á heimleiðinni. Í dag hefur maddaman átt laaanga ánægjustund með Nilfisk og er húsnæðið að verða asskoti pottþétt. Maddaman hefur enga sérstaka ánægju af því að þrífa en vill samt hafa þokkalega hreint í kringum sig. Maddaman heldur að þetta helgist afþví að hún hefur þurft að þrífa gríðarlega mikið um ævina, bæði í atvinnuskyni og fyrir sig og sína fjölskyldu. En allt batnar það þegar uppþvottvélin kemur....þetta er að verða að sjúklegri þráhyggju og maddömunna dreymdi um krómaða uppþvottavél fulla af hreinu hvítu leirtaui eina nóttina!!!!

laugardagur, mars 11

Baslarar.......

Maddaman fór inn á vefinn www.forbes.com þar sem meðal annars gefur að líta ríkustu piparsveina í heimi. Maddaman rannsakaði þá vandlega og svei mér þá eins og konan sagði forðum: Það þyrfti nú bæði að vera rafmagnslaust og myrkur!!!!

fimmtudagur, mars 9

Svarti listinn

Nú er maddamaman búin að vera mestanpart í fýlu síðan á mánudaginn og í dag er fimmtudagur!!! Þessi ógnar fýla veldur því að mjólkin súrnar af hræðslu í ískápnum, maddaman skammar fólk í huganum sem að til dæmis gengur ekki nógu hratt út á götu fyrir hennar smekk og svo videre og videre. Hins vegar ætlar maddaman að skamma póstinn upphátt á morgun fyrir það að hringja ekki og segja henni að hún ætti pakka hérna niðri. Láta svo bara seðill í póstkassann hérna sem að maddaman fann í gær og þýðir að hún þurfti á pósthúsið í dag til að sækja pakkann sem EKKI var á pósthúsinu!!! Óþolandi.....og svo eru alltaf allavega 20 manns á pósthúsinu í röð. Lyftan virkar ekki nema endrum og sinnum, og maddaman er ekki orðin góð í fætinum og kemst ekki i spriklið og fætinum finnst vont að labba niður stigana ekki upp.
Nú hvað á maddaman að taka fleira fyrir....passið ykkur bara að komast ekki á svarta listann!!!!

miðvikudagur, mars 8

Sól sól skín á mig

Maddaman borgaði manni í gær fyrir það eitt að þjösnast svo á herðunum á henni að hún er helaum í dag. Maðurinn fann gríðarspennu á ákveðnum stöðum í herðunum og sagði maddömunni það. Maddaman var að huxa um að segja honum að ef hann vissi hvað hvíldi á herðum hennar þá yrði hann ekki hissa þó að hún væri örlítið stíf. En þetta var ritskoðað eins og allt skemmtilegt. Það er sól og snjór í dag og kannski komið að því að fari að vora bara lítið??

þriðjudagur, mars 7

Brotin hjörtu......

Maddaman sá í sjónvarpinu áðan að 9/10 af konum vilja frekar eiga vini heldur en elskhuga. Maddaman heldur að hún sé verulega sammála þeim. Elskhugarnir er hverfulir lömbin mín og ekkert á þá að stóla. Vinirnir eru allavega mikilvægasti þátturinn í hennar lífi, maddaman er líka svo heppin kona að hún á marga góða vini og vonar að hún beri gæfu til að eiga þá allt lífið og vonar að þeir vilji eiga hana líka. Maddaman er líka svo vel upplýst um þessar mundir að hún veit að 40% hjónabanda í Danmörku enda með skilnaði og 3. hvert barn er skilnaðarbarn. Það er hátt hlutfall af brotnum hjörtum í litlu landi.

Sætirass...(bara fyrir þig Ragna...!!!)

Um leið og maddaman heldur að það sé huxanlega að vora, brestur á með byl og snjókomu. Helstu tíðindi er að lyftan í húsinu verður óvirk næstu sex vikurnar og maddaman stólar á að verða komin með stinnari rass með vorinu eftir matvæla og þvottaburð upp og niður stigana að maður tali nú ekki um hismi maddömunnar. Maddaman er betri í loppunni til allrar hamingju eftir að stigagangan byrjaði;O)
Svo er brúðarkjólinn fundinn.....án þess að maddaman hafi leitað neitt að honum enda ekki tilefni framundan til að nota hann!!!

föstudagur, mars 3

;O)

Sumir dagar eru svo góðir að þeir spássera með manni alla ævi sagði Þórbergur Þórðarson í Sálminum um blómið. Svoleiðis hefur þessi dagur verið og meðal annars fór maddaman að líta á nýjasta karlmanninn í lífi sínu, son Brennu-Böðvars og Elísabetar. Hann er óskaplega fríður piltur og maddaman varð strax skotin í honum. Hann var hinsvegar þreyttur og svaf meðan maddaman stóð við enda víst búin að afreka mikið fyrri part dags miðað við karlmann á hans aldri.

miðvikudagur, mars 1

Pælingar

Vinkona maddömunnar skrifaði þetta inn á bloggið sitt og maddömmunni finnst þetta svo sko góð pæling. Tekið af blogginu http://www.syndugarsystur.blogspot.com/, reyndar án góðfúslegs leyfis iddiböddu!!!!

"Hvenær rennur upp sú stund að maður veit að maður er á réttri hillu í lífinu? Eða er enginn á réttri hillu? Eru allir að klifra í rólegheitum upp hillurnar í átt að réttri hillu? ... sem er kannski bara ekki til? Hvað ætli séu margir sem eru ekki að lifa lífinu sem þeir óskuðu sér? Hvað ætli mörgum sé sama og hvað ætli séu margir sem naga sig í handabökin yfir því að hafa ekki tekið áhættuna og stokkið til þegar tækifæri gafst? Hvað ætli séu margir sem stukku en þegar þeir voru búnir að stökkva sáu þeir að þetta var ekki rétt stökk? Hvað ætli séu margir sem langar til að gera eitthvað allt annað en þeir eru að gera í dag en þora ekki að slá til, kannski vegna þess að það er ekki eftir bókinni? Hvað ætli myndi gerast ef normið yrði tekið af og allir gerðu það sem þá langaði til að gera? Væri það gott eða slæmt? Er betra að normið sé að vera skrítin eða að vera eðlileg? Eða er ég bara skrítin að vera að velta þessu yfirleitt fyrir mér?" (tilvitnun lýkur)

Maddaman hefur oft velt þessu fyrir sér með hillurnar...en maddaman segir eins og iddibadda sem að sér ekki eftir neinu í lífinu, enda þýðir ekki að vera fangi fortíðar. Hins vegar hefur það stundum komið maddömunni verulega á óvart að ákvarðanirnar hafa stundum meira tekið maddömuna heldur en maddaman þær.
Eitt af því sem að hrjáir maddömuna stundum í lífinu er að hún er ekki sérstaklega gefin fyrir það að taka áhættur. Það er eiginlega alveg sama hvernig áhætta það er hvort að þær eru tilfinningalegar, fjárhagslegar eða allar áhættur bara. Þarf helst að sjá skrefin, vita viðbrögðin en það er jú ekki alltaf hægt. Ein mæt vinkona maddömmunar sagði henni einu sinni að maður ætti að stefna að því að gera eitthvað nýtt/öðruvísi á hverjum degi til að festast ekki í viðjum vanans. Það þyrfti ekki að vera neitt stórvægilegt bara að fara aðra leið í skólann/vinnuna (eitthvað sem maddömunni er t.d. meinilla við), sleppa sykrinum út í kaffið, lesa annað dagblað en vanalega og svo framvegis.
Maddaman hefur prófað þetta og þetta tekst ekki alltaf á hverjum degi en það er gaman að prófa að gera þetta meðvitað.

mánudagur, febrúar 27

Dagen derpå.....

Maddaman þakkar aðdáendum síðunnar kærlega fyrir árnaðaróskirnar.
Afmælisbjóðið heppnaðist vel og alltaf gaman að fá vini sína til sín. Maddaman var reyndar seinni en allt sem seint er og mestur parturinn af veitingunum var framleiddur meðan gestirnir stóðu við. En þar sem maddaman er svona heppin að vera með "alrúm" he he þá er hægt að sinna gestunum á meðan og vonar að henni sé fyrirgefið.
Nú seinnipartinn breyttist þetta samkvæmi í partý sem endaði á því að farið var á kántrí ball í húsi Færeyinga. Þetta var í sama anda og hægt er að ímynda sér ungmennafélagshátíðir fyrir 30 árum á Íslandi. Kántrý þema, tombóla (á efri hæðinni) og hryllilega fyndin hljómsveit..Færeyingar eru ekki hávaxnasta þjóð í heimi, karlmennirnir yfirleitt frekar lágvaxnir og samnreknir og miklir um herðarnar og þegar þeir eru búnir að reka kúrekahattana á hausinn á sér eru þeir alveg eins og hobbitar;O)
Svo voru ýmsar þjóðsagnapersónur austur á Héraði mættar, bara færeyskar. Afskaplega mikil kaupstaðarlykt af mörgum hverjum.
Maddaman sneri hins vegar á sér Neðra- Hnésfótinn á föstudagskvöldið og er eins og áttrætt gamalmenni tilsýndar. Maddaman vonar að hún þurfi ekki að leita dýralæknis í vikunni.
Og síðast en ekki síst, þá fékk maddaman afmælisgjöf sem vert er að minnast á.
Það voru lögð frumdrög að henni fyrir u.þ.b.níu mánuðum síðan, sennilega er þó enn lengra síðan farið var að ræða um gjöfina. Klukkan 14 mínútur í 4 aðfararnótt 25. febrúar var göfin tilbúin og henni pakkað út á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar. Það reyndist vera lítill drengur (það var reyndar búið að lofa maddömunni stúlkubarni en það er nú ekki hægt að fá allt). Maddaman er hæstánægð með æskuvinkonuna sem alltaf gerir það sem hún er beðin um;O)
Hins vegar neitar hún að skíra drenginn Sesselíus sem að maddömunni þykir tignarlegt nafn og vel við hæfi. En maddaman ætlar að leggja til að hann fái ættarnafnið Seljan næst þegar þetta mál ber á góma.

laugardagur, febrúar 25

Í dag eru 29 ár síðan Þorsteinn gamli læknir ákvað að nú væri tími til að ýta á eftir madömunni í heiminn. Þá var maddömmumóðirin búin að vera heilan mánuð á sjúkrahúsinu og börn og bú í reiðileysi og var fóðruð á hafragrauti án salts, blóðsugarnar sugu úr henni blóð mörgum sinnum á dag og hún mátti ekki stunda handavinnu né lestur sér til hressingar.
Klukkan 00:05 þann 25.febrúar 1977 skaust 18 marka og 52 cm maddaman í heiminn. Ef að maddömuna misminnir ekki þá tók Stefán Þórarinsson á móti henni.
Af þætti Sumarhúsabóndans fer litlum sögum, hann var allavega ekki til staðar við fæðinguna en ætla má að hann hafi komið við sögu um það bil níu mánuðum áður;O) Móðurbróðir Sumarhúsabóndans er hagmæltur og er giftur góðri konu. Hún sá aumur á Sumarhúsabóndanum vegna konuleysisins og bakaði kökur handa honum sem lagðar voru í sætið á traktornum en Sumarhúsabóndinn var á einhverju transporti. Ofan á bakkelsinu var miði með tveimur vísum.

Svo þér endist þrek og þróttur
því vill frú mín láta vita
Úr því þú hefur eignast dóttur,
áttu skilið kökubita.


Þær eru svona þessar konur,
þeirra ef á hlut er gengið.
Ef það hefði orðið sonur,
enga köku hefði fengið.

Maddömunni þykir ósköp vænt um vísurnar sínar sem og höfundinn og konu hans.

miðvikudagur, febrúar 22

Skilnaður...

Maddaman vill skilja við Pál. Það er hinsvegar ótímabært og Páll og maddaman þurfa ekki að hanga saman nema til sumars þá geta þau með góðri samvisku farið hvort sína leið. En akkúrat núna er Páll óþolandi að vera samvistum með.

sunnudagur, febrúar 19

Jólahlaðborð.....

Maddaman var á mjög síðbúnum jólafrokosti í gærkveldi með hinum pamperunum á stúdentagörðunum. Það var teiti mikið og drukkið stinnt og gratis og ekkert gleður danskar sálir meira. Það sem einkennir svona julefrokost er það að menn virðast vera mjög spenntir fyrir því að prófa önnur rúm en sín eigin og virðast ekkert vera að stressa sig yfir svona pjatti eins og giftingarhringjum og öðrum óformlegri hjúskaparsáttmálum. Svo var einnig raunin í gær. Maddaman var hinsvegar með vaktsímann og eftirtektina í lagi og var hvíldinni fegin í rúminu frá Lars Larsen!

föstudagur, febrúar 17

Baugur.....

Sá fréttir í dag þar sem danska fréttakonan nánast hrækti út úr sér að nú væri Baugur búin að kaupa i Bang&Olufsen 8,5% og það kæmi nú engum á óvart eða eitthvað í þá veruna. Maddaman skilur bara ekki þessa ógnar öfund út í þessa gömlu þegna Dana. Maddaman veit um íslendinga gestkomandi hér í borg sem að tóku sér leigubíl á milli áfangastaða. Leigubílstjórinn tók þau tali og spurði meðal annars að því hverra þjóðar þau væru. Það skipti engum togum að leigubílstjórinn jós skömmunum yfir þau hvað íslendingar væru rík og gráðug þjóð það sem eftir lifði ferðarinnar. Þetta ergir maddömunna vegna þess að hún er vel kunnug hversu vinnusamir og duglegir samlandar hennar eru og víla oft ekki fyrir sér að taka mikla áhættur. Danir leggja mikið upp úr frítíma og hygge og slíku og er það vel. En menn verða kannski ekki ríkir á þvi að vinna 37 tíma á viku og hygge sig!

Risinn upp frá dauðum......

Maddaman telur sig vera að mestu leyti upprisna;O)
Þó er sennilega rétt að ganga hægt um gleðinnar dyr...og halda sig heima að undanskildu einu erindi niður í bæ sem að verður að sinna í dag eða á morgun! Einnig væri gott að reyna að taka upp samstarf aftur við Pál og félaga....það hefur legið í láginni alla þessa viku. Hér er einnig gríðarlegt verk fyrir höndum að breyta þessu sjúkraskýli í mannabústað...og það stendur líka til að þrífa eldhúsinnréttinguna í allra nánustu framtíð. Maddaman ætlar meðal annars að hlaða knörr sinn með einu stykki uppþvottavél sér til hressingar þegar siglt verður yfir hafið. Maddaman er mettuð af uppvaski fyrir lífstíð og vill heldur nota tíma sinn í að lesa góða bók;O)
Þar hafið þið það....

fimmtudagur, febrúar 16

Jiminnneini.....

Fjórði dagur veikinda og hitinn ennþá á sama bili. Þetta er verða æsispennandi, búið að skipta yfir í íshokkí og meiri krulluíþróttur á Olympíuleikunum. Líst illa á ef að maddaman á að vera sófaþáttakandi í öllum ólympíuleikunum. Hafragrauturinn klárast á morgun ef að haldið verður áfram að éta hann í morgunmat, hádegismat og eftirmat!!! Maddaman var að pæla í að fá sér gin út á hann seinnipartinn bara svona til að gera eitthvað spennandi. Þið sjáið í hvað stefnir....Bara einn búin að óska eftir stellinu...greinilegt að menn eru ekki áhugasamir um að hagnast á ótímabæru andláti maddömunnar!!!

þriðjudagur, febrúar 14

Lasarus

Oh my god! Það hafa ekki verið góðar bakteríur sem að Íslendingarnir tóku með sér á þorrablótið. Allavega er maddaman búin að liggja fyrir lífinu eins og Frissi í Skóghlíð sagði forðum síðan á sunnudagsnóttina og finnst lífsvonin heldur minnka ef eitthvað er. Maddaman er að mygla á að horfa á þessar krulluíþróttir og skíðaskotfimi ólympíufara. Tekur þetta engan enda???? Matseðilinn stendur á hafragraut og hápunktar dagsins er þegar maddaman ákveður hvort hún eigi að fá sér Panodíl eða Panódíl Hot næst!!!! Svo þegar maddömunni hefur leiðst hrikalega þá mælir hún sig með hitamælinum sem að hún keypti í sumarfríinu í fyrra "til að styrkja strákana" og sá hitamælir sem að maddaman potar undir tunguna úrskurðar hana dauða samkvæmt reglum um hitastig líks!!!!
Over and out og þeir sem vilja erfa stellið vinsamlegast skráið sig í kommentakerfinu....það er búið að ráðstafa flestu öðru;O)

mánudagur, febrúar 13

Afleggjarinn......

Maddaman er ekki holdgrönn kona eins og margoft hefur komið fram á þessu bloggi og hefur nánast aldrei talist það fæddist afskaplega pattarleg og hefur haldið því nokkuð síðan, Það er heldur ekki leyndarmál, því að vaxtarlag fólks er erfitt að fela mikið fyrir umheiminum og maddaman felur það heldur ekki fyrir sjálfum sér þó að hún kannski vildi glöð gera það og ímynda sér að hún væri bara stærð 38.
Samt hefur maddaman sennilega að meðaltali tvisvar í viku langmestan part af sinni bráðum 29 ára gömlu ævi, verið bent á umfang sitt af samferðafólki sínu, bara svona ef að maddaman væri búin að gleyma því eða hefði kannski ekki tekið eftir því sjálf. Samferðarfólk inniheldur nánast alla sem að maddaman hefur umgengist á lífsleiðinni, fjölskyldu, vini skólafélaga, kærasta, vinnufélagar, kennara, lítil hreinskilin börn, skjólstæðinga og síðast ekki síst bráðókunnugt fólk. Stundum hafa þessar setningar fallið í góðlátlegu gríni, aðrar hafa gagngert verið ætlaðar til að láta svíða undan. Sumar þeirra hafa verið meintar sem ábendingar og skúbb til maddömunnar um að gera eitthvað í "sínum málum" eins og það er orðað svo smekklega þegar allir aðrir en viðkomandí sem að gefur ráðleggingarnar eiga að gera eitthvað róttækt í sínum málum. En allar eiga þessar setningar það sameiginlegt að þær fara á harða diskinn og ekki á gamla floppy diskinn. Það væri hægt að gera langt blogg um hver sagði hverja setningu hvenær og hvar og af hvaða tilefni. En maddaman man þær...nánast allar. Reyndar er maddaman stálminnug kona en það er önnur saga.
Maddaman veltir því hins vegar fyrir sér hver þörfin er hjá öðru fólki að láta menn vita af hlutum sem eru allavega nokkuð augljósir fyrir maddömmunni.
Maddaman hefur margan manninn hitt á lífsleiðinni af öllum stærðum og gerðum með mismunandi nef, hár á röngum stöðum og jafnvel tennur á óheppilegum stöðum og mismunandi marga útlimi. Sem betur fer segir maddaman, það er nú einu sinni það sem er svo margslungið við þetta mannlíf er hversu ólíkar við mannskepnurnar erum í útliti og innréttingu.
En maddaman hefur afskaplega sjaldan fundið hjá sér neina sérstaka þörf hjá sér til að benda mönnum á þetta nef/freknur eða hvað það sem nú er eftirtektarvert í fari fólks. En maddaman man samt eftir einu tilfelli þegar hún var barn þar sem hún gerði sig seka um þetta og skammast sín ennþá fyrir það og á líka að gera það.
Það er maddömunni hinsvegar ráðgáta ef að hinn almenni borgari er uppfullur af þeirri hugsun að maddaman viti barasta allsekki hvernig hún lítur út, að þessi maddama haldi kannski að hún sé bara í hinni eftirsóttu stærð 38 og það sé bara samfélagsleg skylda hins almenna borgara að láta vita af þessu líkt og okkur ber skylda til að upplýsa hvert annað um náttúruhörmungar og farsóttir.
Maddaman veltir því fyrir sér hvort að umheimurinn flokkaði hana með öllum mjalla ef að hún færi að toga í búrkurnar á múslimakonunum og segja þeim í góðlátlegum tón að þær séu múslimatrúar bara svona ef að þær væru ekki vissar svona til að taka nærtækt dæmi!!)


Nú er það svo að maddaman þekkir meðölin sem að duga rétt eins og flestir aðrir. Það er bara að brúka þau eins og önnur meðöl eigi þau að hrífa. Um daginn las maddaman grein sem að fjallaði um það hvað það væri erfitt að vera feitur og hamingjusamur í nútímasamfélagi. Það voru margir góðir punktar í henni og meðal annars þetta umræðuefni sem að er nú nánast á heilanum á mörgu fólki sér í lagi af gerðinni kven (umgengst reyndar karldýr í hópum ekki svo mikið að hægt sé að dæma það)og það er það að tala um hvað hinir og þessir hafi bætt á sig.
Maddaman heldur svei mér þá að sumir fari bara á árgangamót til að tékka á því hverjir hafi bætt á sig. Þeir sem ekki eru þefaðir uppi þar...eru þá yfirleitt svo óheppnir að rekast á einhverja á almannafæri sem eru til frásagnar um þessi ósköp og spara yfirleitt ekki að boða fagnaðarerindið. Ef að allt um þrýtur er hægt að leggjast á gúgglið og barnalandið til að snapa upp restina. Hins vegar er gleðin ekki eins fölskvalaus ef að sömu skólafélögum hefur tekist að losa sig við umframtólgina. Það er minnst á það í forbifarten með töluverðum öfundarhreim.
Maddaman vill hinsvegar trúa því að stærsti hlutinn af þessu vel upplýsta ferðafólki hennar hafi ekki ætlað sér að skilja eftir sig skrá á harða disknum. Það er vegna þess að maddaman reynir að trúa á hið góða í mannkyninu. En orð verða samt aldrei aftur tekin.

Samt er sá maður sem þekkt hefur maddömuna allt hennar líf sem hægt er að undanskilja og hans skrá á harða disknum er tóm og nú ætlar maddaman að leggja frá sér maddömmutitilinn í næstu setningu. Það er hann pabbi minn sem að hefur glaðst með mér glaðri ef vel hefur miðað í þessari baráttu og hryggst með mér hryggri þegar ver hefur gengið en aldrei notað þetta sem vopn gegn mér ef í harðbakkann hefur slegið eins og fólki hættir til að gera.

Svo skal maddaman segja ykkur eina skemmtilega sögu af harða disknum til að hressa ykkur og sig í lokin
Einu sinni eftir að maddaman flúði land þá kom hún á dansleik í Valaskjálf. Þar hitti hún einn af rónum bæjarins. Hann kom auga á maddömuna (annað hefði sennilega líka verið ógerlegt af hans mati;O) og segir :Nei ert þú hér, þú hefur greinilega ekkert farið í megrun nýlega???
Þá snérist snöggt í maddömunni og hún svaraði að bragði;Nei en munurinn á mér og þér er sá að ég get náð þessum kílóum af mér ef að ég legg hart að mér. Það verður hinsvegar aldrei hægt að skipta um haus á þér!
Þess ber að geta að þessi maður hefur ekki sýnt holdafari maddömmunnar eða hennar persónu neinn sérstakan áhuga síðan!

sunnudagur, febrúar 12

Blót....

Maddaman blótaði þorra með íslendingum og örfáum dönum í Tívolíinu í gær. Allt var snilld, maturinn, búsið, fólkið hljómsveitin og bara næstum þvi allt.
Reyndar heyrðum við ekkert af því sem sagt var í hátalarakerfið afþví að við sátum í hliðarsal. Ginið kláraðist líka löngu áður en maddaman var komin í gírinn en Baccardi frændi kom þá sterkur inn í staðinn.
Dama kvöldsins;Klárlega sú sem veifaði brjóstunum framan í Júlla og Loga í rúman klukkutíma og spurði Loga hvað hann tæki í bekkpressu. Segi nú ekki annað en "this is so much 1985"
Herra kvöldsins: Gaurinn sem að maddaman þurfti að eyða dýrmætum höslkvóta í að þvæla um tvíreykt hangikjöt við og kindurnar hans tengdapabba sem að hann hafði augljóslega aldrei komist í kynni við nema á diski með sósu!!!! Tengdapabbinn var reyndar Vopnfirskur en það er líka eini plúsinn!!!
Mínus kvöldsins: Nettó pokinn sem að varð maddömunni nánast að falli á Strikinu en þökk sé riddarlegum karlmönnum vörðu hana falli!
Maddaman finnur reyndar fyrir því að hún sé farin að gamlast....þegar börnin sem að hún man eftir með hor&slef eru mætt á djammið í skorukjólum!!
Já já í dag er öll heilastarfsemi í fullkomnu lágmarki!

fimmtudagur, febrúar 9

Kropsrester.......

Það hefur verið ælt á maddömuna...huggulegt reyndar þó aðeins í bloggheimum. Reyndar hefur verið ælt á hana í raunveruleikanum en það var drengur sem að háls,nef og eyrnalæknir var að pota tréspaða oní kokið á. Maddaman var uvidað eins og vafningsviður í erminni á lækninum að nema fræðin!
Jæja skúbbídú

4 störf sem að maddaman hefur unnnið

Skolað vambir í sláturhúsi KHB heitnu
Verið á tippi hjá Vegagerð ríkisins (sumir lesendur vita pottþétt ekki hvað það er!)
Skúrað í einni dýrustu húsgagnabúð í Kaupmannahöfn Vestergaardmøbler
Keyrt rusli um helgar á auðvirðilegum traktor í Köben;O)

4 staðir sem að maddaman hefur búið á

Breiðamörk, Jökulsárhlíð
Verbúðinni á Breiðdalsvík (held að það hafi ekki verið svo þróað að það væri götuheiti)
Sigtúni 64, Patreksfjörður
Dalslandsgade 8, Kaupmannahöfn
og ein bónus hérna fyrir ykkur
á klósetti í Barnaskólanum á Hallormsstað

4 bíómyndir sem að maddaman getur horft aftur og aftur á
Shawshank Redemption
Með allt á Hreinu
Stella í Orlofi númer 1 (fyrsta myndin sem að maddaman sá í bíó)
The meaning of Life

4 uppáhalds geisladiskar
U2 safnið
Coldplay
Sigurrós ´
Peral Jam

4 uppáhalds sjónvarpsþættir

Frasier er búin að horfa stanslaust á hann í bráðum 7 ár
Krimmar af flestum þjóðernum breskir, sænskir, skoskir,
Mash ( sé þá þætti bara svo sjaldan orðið )
Desperat Housewifes

4 staðir sem að ég hef verið í fríi á
Palma Nova
Prag
Móseldalurinn í Germany
San Fransisco

4 vefsíður sem að maddaman skoðar daglega

www.mbl.is
ýmis konar blogg
www.ruv.is
www.visir.is

4x besti maturinn

rjúpur veiddar í landi Sumarhúsa og steiktar af húsmóðurinn á sama stað
lambafillé af litlu sætu lömbum Sumarhúsabóndans
Stokkseyrarhumar a la Brynhildur mín
sveittur hammari á Under Elmene

4 staðir sem að maddaman vildi vera á akkúrat núna
hummm maddaman er sátt við sitt en okei.... teljum upp staði sem hana langar að koma til

San Fran
New York
Ítalía
í heitum pott á Íslandinu góða

4 bloggarar sem ælt skal á
humm hjalti, linda, ingibjörgin og auður frænka

mánudagur, febrúar 6

Búrkan

Nú er Írak búið að setja viðskiptabann á Danmmörku, ætla má að það sé í hina áttina líka.....þá er útséð að maddaman fái nýja búrku fyrir þorrablót íslendinga!
Alltaf verið að spæla mann eitthvað.....

sunnudagur, febrúar 5

Skrald....

Maddaman reiknar fastlega með ef að frostaveturinn eða spænska veikin fá henni ekki grandað, þá munu núlifandi umboðsmenn Múhammeðs Spámanns taka það að sér.
Allt vegna þess að þeir hafa ekki húmor fyrir teiknimyndasögum. Sumarhúsahjónin ræða þennan vanda við annan spámann í kvöldbænum sínum og rúma engan veginn svona vitleysisgang (rúma heldur ekki teiknimyndasögur!!!) og myndu helst vilja láta utanríkisráðuneytið kalla maddömuna heim þrátt fyrir að hún sé ekki opinber sendiherra í þessu landi. Bara óopinber sendifulltrúi einnar fjölskyldu eða svo í Dalalandinu;O)
Meðan vísitöluhjónin trilla afurðum sínum um í þartilgerðum vögnum á sunnudögum á leið í bakaríið( afþví að þegar menn eru gengir út þurfa menn ekki að passa línurnar lengur!!!) þá sinnir maddaman skyldustörfum sínum og ekur rusli ífærð íþróttabuxum sem að verða 9 ára í haust ef þeim endist aldur og aðeins eldri íþróttapeysu sem og kornungri lopaflík sem er þörf í frostinu. Meðan ruslaveiðarnar standa yfir koma heimilisfeðurnir og leyfa sonum sínum að skoða þessa undarlegu konu.
Síðan slást konurnar í hópinn þegar þær eru búnar að mála sig ( hinir löngu komnir niður ) og vorkunin skín úr augum vísitölufjölskyldunnar og á einstaka vörum bærist orðið "trukkalessa" og "er þetta ekki bara starf fyrir færeyska karlmenn....."
En vegfarendurnir vita ekki það sem maddaman veit....að ruslakeyrslan borgar fyrir klofháuu leðurstígvélin, lit í hárið Chanel krukkurnar og síðast en ekki síst smér á brauðið!
Maddaman með glottútíannað;O)

laugardagur, febrúar 4

Flensufréttir


Verri influensu hevur ikki gingið í Føroyum í nógv ár, og hjá nógvum, serliga eldri fólki, og fólki, sum annars eru veik, kann hon blíva hon so ring, at tey fóta sær ikki aftur.
Influensan er so umfatandi, at tað eru bara tey hepnastu, sum sleppa undan, serliga um tú ikki hevur havt influensu í eini tvey, trý ár.
Og hon herjar við fullari styrki, og skal takast í fullum álvara Og so eru tað eini góð ráð eisini at hava panodil, ella kodimagnyl við hondina til at taka broddin av fepurinum og pínuni í liðunum.
Í Italia eru tvær milliónir farin undir dýnuna og í Fraklandi liggur ein millión undir dýnunni.

þriðjudagur, janúar 31

Dýrtíð......

Þetta hefur verið frekar erfiður dagur, maddaman fékk skammir vegna mistaka sem önnur manneskja gerði. Maddaman er langþreytt á samskiptum við viðkomandi persónu og sem betur fer er þeim að ljúka og hefði átt að vera lokið fyrir löngu.
Maddaman sá að hún býr í 5. dýrustu borg í heimi og er að flytja til landsins þar sem 3. dýrasta borgin er. Ljóst að maddaman verður ekki efnuð kona nokkurn tíma með þessu móti.
Maddömunni finnst hins vegar gott að Kaupmannahöfn sé bara tveimur sætum á eftir Reykjavík. Það er nefnilega til fólk sem að heldur því fram að það sé svoo rosalega ódýrt að lifa í Kaupmannahöfn og dýrt á Íslandi. En munurinn felst meira í lífstílnum en verðlaginu t.d. spara margir sér að reka bíl hér en heima reka margar fjölskyldur tvo bíla. Svo er annað að hér er hægt að kaupa drasl bæði föt og matvöru. En spurningin er hafa menn efni á að kaupa svona ódýrt? og þá sérílagi matvæli!

mánudagur, janúar 30

Hjælp....

Ehemmm..... maddaman óskar eftir hjálp til að færa þennan teljara á einhven skynsamlegri stað......;O)

Hjælp....

Ehemmm..... maddaman óskar eftir hjálp til að færa þennan teljara á einhven skynsamlegri stað......;O)

föstudagur, janúar 27

thorarinn.com

Maddaman hitti thorarinn.com í Metro í dag. Það var söguleg stund en afskaplega stutt....en maddaman lét verða af því að heilsa honum sérílagi afþví að hún hefur verið að skipta sér af því hvar hann kaupir gallabuxur....bláókunnugur maðurinn!! En thorarinn.com tók kveðjunni vel, maddaman náði bara ekki að kasta bliki á hvort að hann var gallabuxnaklæddur en hann tók þeim ráðum heldur ekki óstinnt upp! Gaman að hitta bloggverjana life;O)

miðvikudagur, janúar 25

Spænska veikin......

Frostaveturinn mikli 1918 er gengin í garð hér í Höfn og spáð meiri snjó eftir helgi. Það er víst líka tímaspursmál hvenær spænska veikin nær manni svo að af þessu má dæma að maddaman reiknar hvorki með að kemba hærurnar eða klára ritgerðina.
Kastrupvelli var lokað á föstudagskvöldið og Tóki vinur maddömunnar og faðir hans voru á leið í frí til Færeyja. Ekki var nokkur leið að komast fram né aftur og urðu þeir feðgar að láta fyrirberast í rúmi prinsessunnar á bauninni sem var akkúrat á ferðalagi þessa nótt ( barnahorn í tilefni HC. Andersens ársins. Tóki kunni því vel og fann ekkert fyrir bauninni en faðir hans merkti hana gjörla.
Maddaman er búin að gera ofurgóð kaup á útsölum (vona að bankaráðgjafinn sleppi því að lesa þessa bloggfærslu), allt þó eitthvað sem hana vantaði og passar á hana, en maddömunni skilst að kvenfólk sé dálítið í því að kaupa eitthvað sem ekki passar í von um "hin mögru ár".

föstudagur, janúar 20

Þorraþræll....

Til hamingju með bóndadaginn sauðfjárbændur og aðrir húsbændur. Vona að allir hafi dregið brókarskálm sína þrjá hringi kringum íbúðarhúsið í morgun og boðið þorrann velkomin eins gamlar hefðir bjóða. Maddaman er hinsvegar ansi glöð yfir því að hafa ekki þurft að hlaupa á brókinni kringum Eyrasundsgarðana því að það er aftur komin snjór. Maddömuna sárlangar í þorramat en fær sig hamið þartil vér Hafnarbúar blótum þorrann þann 11. febrúar!

mánudagur, janúar 16

Engar fréttir eru víst góðar fréttir...hér er óstuðið algert!

laugardagur, janúar 14

Skyldu álfar spara péninga???

Maddaman ætlaði að segja ykkur frá sparnaðarþættinum þarsem var drepið á ýmsu, sumt var gott og annað minna gott. En aðalsparnaðurinn hjá báðum fjölskyldunum sem skoðaðar voru í þættinum var að þær áttu að skipta um sturtuhús og fá sér sparnaðarsturtuhaus!!! Það er semsagt sturtuhaus sem hægt er að stilla þannig að hann notar helmingi minna vatn. Þannig að þá er hægt að láta leka á sig í dropatali í helmingi lengri tíma en maður þyrfti annars. Maddaman veit ekki með ykkur en henni finnst þetta fáránlegt... að fara í sturtu er svona smá lúxus, skolar af sér eril dagsins og hleður batteríin upp. En að standa skjálfandi með shampóið í hárinu undir dropasturtu flokkar nútíminn ekki undir lúxus!!!

Í annan stað horfði maddaman á kynningarþátt um Ísland í sjónvarpinu áðan. Þetta var að mörgu leyti ágætis þáttur þó að maddömunni sem sannarlega trúir á álfa og allar góðar vættir finnist hafa verið gert fullmikið úr álfatrú þjóðarinnar og þeir sem ekki þekkja til gætu haldið að íslenska þjóðin þyrði varla að drepa niður fæti af ótta við að stíga á álf. Svo fannst maddömunni kínverskar íþróttiðkanir Björns Bjarnasonar og Gunnars Eyjólfssonar ekkert koma þessu prógrammi við, þó það sé gott að sækja kraft í jörðina, það væri nær fyrir þá að glíma.
Svo var Kristbjörg uvidað með blómadropana og með beina útsendingu frá álfum sem að komu út að kíkja á hana!
En Vigdís Finnbogadóttir var fín eins og ávallt, sómi Íslands, sverð þess og skjöldur