laugardagur, febrúar 25

Í dag eru 29 ár síðan Þorsteinn gamli læknir ákvað að nú væri tími til að ýta á eftir madömunni í heiminn. Þá var maddömmumóðirin búin að vera heilan mánuð á sjúkrahúsinu og börn og bú í reiðileysi og var fóðruð á hafragrauti án salts, blóðsugarnar sugu úr henni blóð mörgum sinnum á dag og hún mátti ekki stunda handavinnu né lestur sér til hressingar.
Klukkan 00:05 þann 25.febrúar 1977 skaust 18 marka og 52 cm maddaman í heiminn. Ef að maddömuna misminnir ekki þá tók Stefán Þórarinsson á móti henni.
Af þætti Sumarhúsabóndans fer litlum sögum, hann var allavega ekki til staðar við fæðinguna en ætla má að hann hafi komið við sögu um það bil níu mánuðum áður;O) Móðurbróðir Sumarhúsabóndans er hagmæltur og er giftur góðri konu. Hún sá aumur á Sumarhúsabóndanum vegna konuleysisins og bakaði kökur handa honum sem lagðar voru í sætið á traktornum en Sumarhúsabóndinn var á einhverju transporti. Ofan á bakkelsinu var miði með tveimur vísum.

Svo þér endist þrek og þróttur
því vill frú mín láta vita
Úr því þú hefur eignast dóttur,
áttu skilið kökubita.


Þær eru svona þessar konur,
þeirra ef á hlut er gengið.
Ef það hefði orðið sonur,
enga köku hefði fengið.

Maddömunni þykir ósköp vænt um vísurnar sínar sem og höfundinn og konu hans.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið, húrra húrra húrra! Njóttu þess í síðasta sinn að verða tuttugu og eitthvað....hehe. BTW, góðar vísur:)

Elsa sagði...

Mínar bestu hamingjuóskir bæði með áfangann og Brúarmanninn sem valdi þennan dag til að koma í heiminn ;)

ElsaGuðný

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn! Kv Stína

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með 29 ára afmælið Selja mín - veit ég er aðeins of sein.
Kveðja, Ragnhildur A