fimmtudagur, febrúar 9

Kropsrester.......

Það hefur verið ælt á maddömuna...huggulegt reyndar þó aðeins í bloggheimum. Reyndar hefur verið ælt á hana í raunveruleikanum en það var drengur sem að háls,nef og eyrnalæknir var að pota tréspaða oní kokið á. Maddaman var uvidað eins og vafningsviður í erminni á lækninum að nema fræðin!
Jæja skúbbídú

4 störf sem að maddaman hefur unnnið

Skolað vambir í sláturhúsi KHB heitnu
Verið á tippi hjá Vegagerð ríkisins (sumir lesendur vita pottþétt ekki hvað það er!)
Skúrað í einni dýrustu húsgagnabúð í Kaupmannahöfn Vestergaardmøbler
Keyrt rusli um helgar á auðvirðilegum traktor í Köben;O)

4 staðir sem að maddaman hefur búið á

Breiðamörk, Jökulsárhlíð
Verbúðinni á Breiðdalsvík (held að það hafi ekki verið svo þróað að það væri götuheiti)
Sigtúni 64, Patreksfjörður
Dalslandsgade 8, Kaupmannahöfn
og ein bónus hérna fyrir ykkur
á klósetti í Barnaskólanum á Hallormsstað

4 bíómyndir sem að maddaman getur horft aftur og aftur á
Shawshank Redemption
Með allt á Hreinu
Stella í Orlofi númer 1 (fyrsta myndin sem að maddaman sá í bíó)
The meaning of Life

4 uppáhalds geisladiskar
U2 safnið
Coldplay
Sigurrós ´
Peral Jam

4 uppáhalds sjónvarpsþættir

Frasier er búin að horfa stanslaust á hann í bráðum 7 ár
Krimmar af flestum þjóðernum breskir, sænskir, skoskir,
Mash ( sé þá þætti bara svo sjaldan orðið )
Desperat Housewifes

4 staðir sem að ég hef verið í fríi á
Palma Nova
Prag
Móseldalurinn í Germany
San Fransisco

4 vefsíður sem að maddaman skoðar daglega

www.mbl.is
ýmis konar blogg
www.ruv.is
www.visir.is

4x besti maturinn

rjúpur veiddar í landi Sumarhúsa og steiktar af húsmóðurinn á sama stað
lambafillé af litlu sætu lömbum Sumarhúsabóndans
Stokkseyrarhumar a la Brynhildur mín
sveittur hammari á Under Elmene

4 staðir sem að maddaman vildi vera á akkúrat núna
hummm maddaman er sátt við sitt en okei.... teljum upp staði sem hana langar að koma til

San Fran
New York
Ítalía
í heitum pott á Íslandinu góða

4 bloggarar sem ælt skal á
humm hjalti, linda, ingibjörgin og auður frænka

Engin ummæli: