mánudagur, maí 21

Tuð og suð...

Ég er að verða búin að gleyma lykilorðinu inn á bloggið mitt;O) Á fimmtudaginn fer ég í þessa langþráðu ferð til Köben á námskeið hjá Oticon heyrnartækjaframleiðanda en nýja vinnan er hjá Heyrnartækni í Glæsibæ. Það er óhætt að opinbera það núna. Þar ætla ég að heyrnarmæla fólk og stilla handa því heyrnartæki. Um hvítasunnuhelgina ætlum við að Niels minn að vera saman í fríi í henni Köben;O), það útleggst svoleiðis að ég fer í búðir og hann fær bjór. Jámm það er ekki lengi gert að læra leikreglurnar. Hinsvegar liggur mér það mest á hjarta að það er verið að mála blokkina og það er hann Hallgrímur okkar málari sem er í því verki. Fyrst háþrýstiþvoði herra Hallgrímur alla blokkina fyrir mánuði og garðhúsgögnin mín oft og óumbeðinn og var mættur á svefnherbergisgluggann minn klukkan 9:00 á laugardagsmorgni með háþrýstidæluna. og svefnherbergisgluggann opinn. Hallgrímur ákvað líka að steinsaga sundur alla blokkina áður en hann hóf málningarvinnuna og það tók laaaangan tíma og Hallgrímur mætir um 8 og fer oft ekkert heim á nóttunni held ég svei mér þá. Hann er til dæmis upp á þaki núna í þessum töluðu að múra......og klukkan er 00:06. Hann er bara að skafa og dúlla! Ég bar það upp við hann hvort að hann ætlaði sér að vinna alla helgidaga...og um helgar. "Esskan mín ersgobaraeinníessu og verrbara að halda á spöðunum esskan mín". Frí á sunnudögum kannski. Grrrrr Ég er kannski geðstirð gömul þrítug kona...en ég er bara búin að þurfa að þola svo mikið af framkvæmdum á Eyrarsundsgörðunum að ég hélt að ég væri búin með pakkann. Þar var borað fyrir internetinu einmitt milli 7 og 10 á morgnana í marga mánuði. Svo þurfti að mála gluggana sem enginn sá að þyrfti hvorki fyrir né eftir og var mest til að stuðla að því að smiðirnir drykkju mikinn bjór og fengju fallega brúnan bjórbelg það sumarið. Þar sem ég flutti úr A í J blokk náði ég því tvöföldum skammt....fyrir utan alla almenna borun sem ekki var nú neitt lítil eða lágvær. Við Salóme (sem er 85 ára) mæðumst yfir þessu í félagi...og Salóme er dauðhrædd um að Hallgrímur verði hér að gaufa þar til fer að frysta......Ég er voða hrædd um það líka.....og býð ekki í það hvernig Hallgrímur kemur undan vetri.