miðvikudagur, ágúst 9

Mjúka myrkrið......

Uppáhaldsmánuðir maddömmunar hafa alla tíð verið ágúst og september, af því að þá er myrkrið svo mjúkt og haustveður á Héraði geta verið ótrúlega falleg og slegið út góða sumardaga sem þó gerast bestir á Héraðinu. Kannski hefur það líka með það að gera að yfirleitt alltaf hafa verið kaflaskil í lífi maddömmunnar á haustin og nýr spennandi tími framundan, yfirleitt skólaganga. Maddaman hefur alltaf sagt að hún ætlaði að gifta sig í september af því að þá væri hægt að taka myndir í haustlitunum. Ekki að það sé verið að plana giftingar neitt, ó nei það eru aðrir sem að verða fyrri til en maddaman enda með afbrigðum seinþroska í sumu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra að einhver er sammála mér :-) Ágúst og September - Myrkrið að aukast, rigning, gul lauf og tími fyrir arinn og kerti. Svo á ég líka afmæli. Gæti ekki verið betra.
Kv, Inga J

SBS sagði...

Nei það er alveg toppurinn, er það ekki 9 eða 10 september sem að þú átt afmæli Inga? Þú ert náttúrulega svo ung miðað við mig sem verð svo gömul strax í febrúar;O)
Bestu kveðjur Selja