mánudagur, nóvember 28

Spádómskertið......

Maddaman er búin að jólaföndra eitt stykki krans a la selja. Alltaf á hverju ári eru uppi róttækar hugmyndir um að gera eitthvað villt öðruvísi þetta árið en endar alltaf í að vera dálítið mikinn vafinn hringur með ýmsum tegundum af grasmeti, eplum og rauðum borða með gyllingu.
Ósköp venjubundið en maddömunni finnst hann fínn. Svo setti maddaman upp Georg Jensen skrípin sín tvö ( maddaman er dálítð svag fyrir þeirri ætt) sem er eiginlega eina jólaskrautið í Kardimommubænum enda býður Kardimommubærinn ekki upp á mikla þemavinnu með jólin!!!
Þá er bara eftir útgáfa á hinu árlega jólabréfi sem að maddömunni finnst vera orðið þreytt konsept en sumum áskrifendum finnst þetta hins vegar vera hápunktur jólanna (og þá helst fólk sem að aldrei hefur séð maddömmuna)
En meðan engin eru berössuð börnin til að bregða á gæruskinnið og maddaman sjálf treystir sér ekki til að láta mynda sig á sama skinni þá er þetta meðalvegurinn.
Hins vegar ræddi maddaman um þetta jólgjafafár við vinkonu í gær og var hún sammála að þetta væri bara algert rugl. Það vantar engan neitt. Hins vegar er maddaman eins og Björk Guðmundsdóttir sem að sagði einu sinni í viðtali að hún keypti sér alltaf allt fyrir jólin sem að hana langaði í!!!

fimmtudagur, nóvember 24

Hérna megin eða hinu megin

Færeyingarnir eru að svæla maddömunna út út greninu með ýldulykt, hún stafar af einhverjum ónýtum matvælum svosem rastakjöti eða bara signum fiski sem að þeir láta transport hingað. Þetta er álíka lífseig fýla og af skötuskrattanum. Maddaman lýsti yfir hljóðlátu stríði og fór og opnaði brunahurðina sem er stránglega bannað!
En að öðru, maddaman var að lesa dánartilkynningar eins og hún gerir alltaf til að sjá hvort menn lifa eða deyja. Þá rifjaðist upp fyrir henni þegar hún í fljótfærni jarðaði jóska kennarann, en þá var maddaman í valkúrsum við háskólann þar sem hún var í tímum með Rikke nokkuri sem að maddaman var í litlum kynnum við en úr gamla hóp maddömunnar var önnur Rikke sem að maddaman þekkti meira. Allt í einu kemur tölvupóstur sem að segir frá andláti föður Rikke og maddaman telur það vera Rikke sem að hún þekkti meira vegna ýmissa atriða sem að pössuðu vel. Að sjálfsögðu miðlaði maddaman þessum fréttum til skólafélagann og samúðarbréfum og kveðjum rigndi yfir Rikke sem að varð algerlega hvumsa og vissi ekki annað en að faðir hennar Jótinn væri keikur við kennslu sem og hann var. Maddaman var dálítið stúrin yfir þessu rugli og Jótinn var leiður fyrir hönd maddömunnar en bað fyrir kveðjur og sagðist vera ótrúlega hress!!
Síðar tók maddaman líka hendina af konu einni austur á Egilsstöðum en var snögg að setja hana á aftur þegar viðmælandinn maldaði í móinn og sagðist hafa séð hina sömu hendi viðra dulur á snúru löngu eftir að maddaman aflimaði viðkomandi!!!
Þetta stafaði af nafnaruglingi! Þar með leystist það mál......og kennir maddömunni og öðrum að fara varlega í fréttaflutningi og fólki að gá að sér hvað það lætur frá sér á netið og sendir um í tölvupóstum til ókunnugra.
Góðar stundir

þriðjudagur, nóvember 22

Þánkar.....

Maddaman hefur mikið verið að kynna sér löggjöf í kringum fatlaða og þurfamenn (nútíma kúnnar félagsmálastofnunnar). Ef að nútímafólk væri betur að sér um það hversu réttlaus og vonlaus lífsbarátta þessa fólks var fram á 20. öldina, þá held ég að fólk myndi hugsa sig tvisvar um áður en það kvartar undan aðbúnaðinum í dag. Til dæmis voru þurfamenn ekki með kosningarétt né fjárræði fyrr en 1936. Hreppaflutningarnir frægu hafa nú verið í gildi fram á þennan dag nánast. Þegar Kópavogshæli var leyst upp voru vistmenn þess fluttir hreppaflutningum heim til fæðingarstaðanna. Maddaman er þó ekki að segja að það sé ákjósanlegt að vera öryrki eða þurfa að þiggja aðstoða félagsmálastofnunnar en það hefur margt breyst til batnaðar á ekki ýkja mörgum áratugum.
Sem betur fer, það á alltaf að verða framþróun ef að hún er til góðs.

laugardagur, nóvember 19

Happy birthday mister president......

Maddaman á eins árs bloggafmæli um þessar mundir. Rósir og kampavín vel þegnar, afþví að freyðivíninu var stútað um síðustu helgi enda tilefni til;O)

fimmtudagur, nóvember 17

Af fjölnota pottum... og baslaranum

Maddaman var að horfa á íslenska "baslarann" eins og gárungarnir nefna hann. Nú er maddaman vel kunnug piltinum og hefur ef til vill spillt mörgum árum meðan tækifærin voru góð. Maddömunni finnst vegur hans og virðing hafa aukist í þáttunum og þó sérstaklega núna í þessum síðasta þætti (maddaman hefur ekki séð þetta alveg allt samt vegna ónógra skilyrða eins og það hét í gamla daga)
En maddaman skilur ekkert í því að baslarinn skyldi gefa puntuðu síðkjóladömunum MultiPott sem að hlýtur að vera einhver mjög fjölhæfur pottur!
Það er ábyggilegt að maddaman hefði rotað baslarann og hvurn þann sem að dirfst hefði að gefa henni potta&pönnur í tækifærisgjöf eða jólagjöf. Maddaman hefur móttekið salt&piparsett og hnífasett frá karlmönnum, sitthvorum þó og eru dagar þeirra taldir (í lífi maddömunnar allavega) og reiknar hún ekki með að hitta þá hvorki í þesu lífi né seinna lífi.
Semsagt leiðin að hjarta maddömunnar næstu 60 jólin eða svo eru ekki eldhúsáhöld og ef að einhverjum dettur til hugar að baðvogir séu sniðug gjöf, þá verður hnífasettahöfðinginn að eiga það litla sem hann á, en hann hafði vit á að velja gott merki sem að bítur vel!!!!

mánudagur, nóvember 14

Pest og Kolera

Maddömunni finnst með ólíkindum að íslendingar skyldu ekki deyja út á sínum tíma! Ef að ekki gekk á með Stóru-Bólu, Móðuharðindum eða spænsku veikinni, þá hlupu menn á inniskóm (sauðskinnskóm) út um allar heiðar og fengu lungabólgu eða drukknuðu í ám og vötnum á leiðinni. Innantökur (krabbamein nútímans), berklar og barnsfarir að maður tali nú ekki um barnadauðann allan og svona mætti lengi telja. Héraðslæknarnir óperuðu á hurðum og strigapokum og ekkert var um annað að ræða. Nútíminn er hins vegar ofalinn með bakflæði og vefjagigt og hefur allt of góðan tíma til að útspekúlera hvar honum er illt!!!

laugardagur, nóvember 12

Det var en lørdag aften......

Maddaman er búin að vera að hræra í Páli og félögum stanslaust núna alla helgina. Það stefnir allt í að gráu hárunum fjölgi all hraustlega við þetta verkefni. Maddaman var að umskrifa 1 kaflann og við það styttist hann svona hryllilega og margar hörmungar brustu á. En hvað sem tautar og raular fer fyrsti kaflinn til rannsóknar hjá jólasveininum um næstu helgi!! Í kvöld ætlar maddaman að rannsaka allt aðrar slóðir!
Maddaman er með frábæra hugmynd að jólagjöfum til nágranna sinna. Árs áskrift af Durex með ásettningarkennslu;O) Þá ætti maddaman að vera hólpin það árið!

föstudagur, nóvember 11

Næturbrölt með prestum...

Maddaman eyddi fyrri part næturinnar með þremur karlmönnum. Séra Páli Pálssyni, Séra Gísla og Brandi sem var ekki séra. Sérstaklega er fyrra líferni Páls ekki til þess fallið að eyða með honum nótt. Þetta leiddi til þess að maddaman var afskaplega framlág í morgun og ekki í stuði að hitta þessa kavalera sína fyrr en um hádegi. Svo þegar endurfundir voru komnir á, þá brestur hér á með einhverjum ægilegum konsertum. Maddaman heyrir allt að því betur í músíkinni en þegar hún var á U2 forðum;o)

P.S. Nágrannar maddömmunnar eru greinilega líka stundum vakandi fyrri part nætur, fregnir bárust af því að 9 barnið á ganginum hefur hugsað sér að koma í heiminn í vor. Dæs dæs það er gott að maddaman er á leið í annað húsnæði þegar sumra tekur!

fimmtudagur, nóvember 10

Maddaman hefur verið kitluð, en maddömuna kitlar ekki og þróaði með sér afburða tækni sem lítill púki að liggja kjurr og segja "mig titlar ekki, mig titlar ekki" alveg að missa sig úr kitli. Kitlarinn var náttúrulega Jökulinn sem ætlaði maddömuna lifandi að drepa með kitlum og látum!

7. hlutir sem að ég ætla að gera áður en ég dey

1. Ferðast meira um heiminn
2. Fara í Tungurnar
3. Sigla út í Bjarnarey
4. Eignast afkomendur
5. Skrifa bók
6. Gifta mig
7. Fara á Ólafsvöku


7. hlutir sem að ég get

1. Ég get allt sem að ég ætla mér með pjúra þrjósku!
2. Talað dönsku nánast eins vel og móðurmál mitt.
3. Keyrt traktor með ruslagámi aftan í og sópara framan á og bakkað honum!!
4. Farið niður í spígat
5. Haft ofan fyrir börnum, nánast hversu erfið sem þau eru!
6. Verið skuggalega þrjósk
7. Verið mjög fljót að lesa bækur


7. hlutir sem að ég get ekki

1. Rúllað tunguna
2. Staðið á einum fæti og haldið jafnvægi lengi
3. Hætt að vera langrækin
4. Tekið margar armbeygjur í röð
5. hætt að borða súkkulaði
6. bakkað inn í lítil stæði...
7. talað frönsku


7.hlutir sem að ég heillast af við hitt kynið

1. Húmor
2. Glimt i øjet
3. Hendur sem að líta út fyrir að hafa tekið á skóflu.
4. Greind
5. Hæfileika til að hvíla í sjálfum sér
6. Falleg augu
7. Dugnað

7. frægir sem að heilla

1. Ben Affleck
2. Mads Mikkelsen
3. Ulrich Thomsen
4. Georg Clooney
6. Halldór Laxness
7. Vigdís Finnbogadóttir


7. orð/setningar sem að ég nota mikið

1. Ertu ekki rúskinn? (bara til að stríða fólki sem að heldur að það sé verið að spyrja hvort að það sé skinntegund!!!!!)
2. Hej, hvordan går det?
3. Þetta er ekki að gera sig.....
4. Det er da skidegodt.....
5. Jæja vinskapur......
6. Øresundskollegiet, adminastrationen det er Cecilie......
7. Nei sko sjáðu til.....

7. hlutir sem að ég sé

1. Sé nú yfir rúmlega helminginn af íbúðinni.....eldhúsið, stofuna og vinnuaðstöðuna!
2. Skenkinn minn fína
3. Sjónvarpið með Frasier í
4 Kertastjakana
5. Vatnsflösku
6. Úrið mitt
7. Græjurnar

Þetta var mjög tímafrekt og maddaman nennir ekki að abbast upp á fólk með þessu kitli!

miðvikudagur, nóvember 9

Twinkle twinkle little star.....

Maddaman fékk netpróf í dag sem að hún leysti samviskusamlega, hvaða fræga mann hún vildi deita. Að sjálfsögðu kom George Clooney upp og var maddaman mjög ánægð með það, enda hefur hún vitað lengi að Clooney væri maður fyrir hana. Hann veit það bara ekki sjálfur!" Nú eins og allt kvenfólk varð maddaman að prófa það næstbesta og það var að sjálfsögðu Brad Pitt og þriðja valið var sjálfur James Bond (Pierce Brosnan). Maddaman getur svo sem látið þá duga ef að Clooney er ekki tilkippilegur!

þriðjudagur, nóvember 8

Múha.....

Í staðinn fyrir að vaska upp...henti maddaman bara mest öllu leirtauinu!! Ógeðslega sniðugt..hér eftir ætlar maddaman bara að láta bjóða sér út að borða!!! Er með góðar hugmyndir um staði fyrir áhugasama!

Støvlerne......

Stígvélin eru í höfn....en það var ekkert kjöt inn í þeim;o(
Maddaman er búin að vera að hræra í skýrslum héraðs og landlækna í allan dag og langar mest að skálda bara í eyðurnar...þar sem hana vantar eitthvað bitastætt en maddömusystirin er búin að banna það en eins og stóru systur sæmir gætir hún velferð litlu systur í hvívetna!
Það er orðið Betlehemslegt niður í bæ og komið jóla Tívolí og svona. Samt finnst maddömunni aldrei vera eins mikið fát yfir afmælinu hans Jésú hérna og heima á Íslandi. Það er uvidað níska baunans sem að skýrir það!

sunnudagur, nóvember 6

FUKKKKKKKKKKKKK

Maddaman er búin að vera í vinnufötunum straight síðan "før fanden fik sko på" það þykir maddömunni skemmtilegt danskt orðtak, það útleggst á íslensku áður en fjandinn gat látið upp skóna. Í nótt ætlaði maddaman að leika á sjálfan sig og stinga af á djammið eftir að kvöldverkunum lauk, en féll á eigin bragði og þurfti að fara 4 sinnum út í nótt að opna fyrir villuráfandi sauðum. Þeim síðasta klukkan rúmlega sex sem að var glaðbeittur og spurði maddömuna hvort að hún væri ekki til í sofa hjá honum fyrst að hún væri búin að opna herbergið hans og væri hvort sem er þarna verklaus
.Maddaman hélt alveg kúlinu og leit á klukkuna og sagði, jú ekkert mál en villtu ekki bíða þangað til eftir klukkan 7 þá er komin dagtaxti!! Það var fátt um kveðjur af drengsins hálfu en maddaman flissaði sig inn í draumaheim. Dagurinn er síðan búin að vera afskaplega brösulegur vegna þess að tölvukerfið sem að stýrir opnunum á hurðunum bilaði í nótt (sem að skýrir allar þessar ferðir í nótt). Þannig er maddaman búin að vera stanslaust á hlaupum að hleypa fólki út og inn. Ekki gekk ruslatakan neitt vel, endaði með smá minnihátttar vinnuslysi og maddaman tilkynnti le inspector að ef að hann ræki hana ekki í fyrramálið þá mundi hún sjálf segja upp!!!
En út af öllu þessu brauki er maddaman af Kaupmannahöfn í þessum töluðu orðum að missa af 2 ára afmæli Krónprinsins af Hróarskeldu. Maddaman lýsir hér með yfir harmi sínum að gera ekki verið viðstödd en lofar að koma með pakkana þína eins fljótt og unnt er. Knús frá Köben

fimmtudagur, nóvember 3

URRRRRRRR

Skammdegisþunglyndið er búið að fánga maddömuna og það gerist ekkert skemmtilegt. Maddaman er að aðallega að túlka gömul lög (ekki sönglög lömbin min) og dröslast um með Brand á lyklaborðinu. Hápunktur dagsins er að fara út og veiða í kvöldmatinn sem að svo sannarlega misheppnaðist hrapallega í kvöld. Maddaman var rétt búin að veiða sér klofhá leðurstígvél í kvöldmatinn. Sér fyrirsögnina......sveltandi námsmenn í Kaupmannahöfn grilla leðurstígvél á teini og hafa túmatsósu með. Kannski fer maddaman aftur á veiðar...hvur veit. Börnin öskra sem aldrei fyrr þrátt fyrir að maddaman reyni að veita þeim tiltal þegar hún gengur um ganginn og hræða foreldrana með því að koma æðandi út í dyr með ljótan svip þegar þau reka upp hæstu gólin.
Eldheitu ástarsambandi maddömunnar og Pakistanans er hér með formlega lokið. Maddaman mun hér eftir sækja vikulegan skammt sinn af AFD annað. Maddaman getur bara ekki staðið undir því andlega að vera með opna vinalínu fyrir bláókunnugan mann og stórfjölskyldu hans í Pakistan einu sinni í viku! Og skammist þið svo til að kommenta hérna ef að þið viljið ekki bera ábyrgð á andlegu ritmorði maddömunnar!!!!

Tiltektir

Maddaman horfði á Allt í drasli áðan sér til hressingar. Þar var verið að taka til hjá Önnu frá Hesteyri í Mjóafirði og var það prógramm í heilum tveimur þáttum. Þetta var mikið góðverk að taka að sér að ryðja út hjá gömlu konunni því að satt best að segja hefði ég trúað sjónvarpsstöðinni til að afþakka þetta verkefni. Hins vegar vonar maddaman að framvegis fái konan einhverja félagslega aðstoð til þess að halda þessari tiltekt í horfinu og jafnvel aðstoð til að hressa eitthvað upp á þetta húsnæði. Maddaman ætlar ekki að dæma dýrahald innabúðar, þrátt fyrir að það hafi aldrei verið praktíserað í Sumarhúsum nema verið væri að hlýja litlum lasburða lömbum (fyrirburar nútímans). Maddaman vildi þó frekar hafa rollur en mýs innanbúðar hjá sér (veit hins vegar að Anna er líka búin að prófa það)Hins vegar er svona umgangur ekkert einsdæmi og fólk þarf ekkert að ganga af göflunum neitt vegna þess.

þriðjudagur, nóvember 1

Eins og þrír úldnir hundar.....

Maddaman er búin að vera mygluð í dag...það er líka haustlegt hérna rigning og svona. Það er allt doldið blúsað hérna um þessar mundir, póstkassinn fullur af reikningum alla daga, eins og maddömuna vantar nýjan kjól og stígvél fyrir jólafrúkostana alla! Maddaman lagði sig eftir hádegið því að ef að er líffæraverkfall hjá henni (eins og oft kom fyrir Sobeggi afa) þá elur það af sér einstaklega frjóa hugsun. Maddaman varð bara dragúldin af þessari lagningu.
Ekkert gengur að finna ástina í lífi maddömunnar en hins vegar er bæði búið að gauka að henni adressu á ljósmóður í Kaupmannahöfn sem að selur kynfrumuna sem maddaman á ekki í pússi sínu til að geta af sér afkomendur! Gaman af því, allavega ef að ekki tekst að finna neinn til að gera þetta viðvik er adressan í höfn. Þetta er svipað verð og á einum almennilegum hælastígvélum!!!! En miðað við öskrin sem að krakkagerpið hérna á ganginum framleiðir þá reiknar maddaman með að fá sér möööörg pör af stígvélum á undan........
Eina jákvæða í lífi maddömunnar er að það er búið að bjóða henni starf að loknu námi. Það er í líkingu við starf seðlabankastjóra er ekki auglýst heldur losnar bara á heppilegum tíma!!! maddaman á bara eftir að afþakka eftirlaunin;O)
Madddaman úldin og stúrin......