þriðjudagur, júlí 11

Stuldur.....

Eins og það sé nú ekki nóg á maddömunna lagt að berjast um á hæl og hnakka í 30 stiga hita við að starfa með Páli, keyra ruslinu og sinna öllu öðru sem að hún sinnir dags daglega, þá var hjólinu hennar stolið í dag. Það er þriðja sinn sem að hjóli maddömmunnnar er stolið síðan hún flutti til Kaupmannahafnar. Einu sinni hefur peningaveskinu hennar verið stolið. Aukinheldur muna dyggir lesendur eftir þegar brotist var inn í Kardimommubæinn og tveimur fartölvum stolið Páll þar innifalinn, skartgripum, veskinu, tölvukubbnum og ipodinum, lyklum að íbúðinni og fleira góssi. Það endar sjálfsagt með að maddömunni sjálfri verður stolið.....
Þrátta fyrir sérlega útbúinn radar til að finna hluti, sem að maddaman hefur tekið í genetískan arf frá Sumarhúsabóndanum tókst henni ekki að þefa upp hjólið með því að rölta um hverfið.
Kannski reynir maddaman að rölta seinna. Maddaman veit bara að hún er mædd á því að kaupa hjól handa götustrákum til að stela þeim og þreytt á að vera alltaf að leika í leikritum handritslaus. Over and out

p.s. ef að ekkert heyrist á þessar heimasíðu meir þá er það vegna þess að maddaman er komin í spennitreyju á St. Hans tautandi um blátt reiðhjól.....

2 ummæli:

Picciotta sagði...

dem, ég veit að þér þótti vænt um þetta hjól.... :(

Nafnlaus sagði...

RUDDAR! Gott þú ert að koma heim....
Kv, Inga J.