laugardagur, maí 13

Brúðkaupsdagur.....

Á morgun eiga krónprinsessa Mary og krónprins Friðrik tveggja ára brúðkaupsafmæli. Ástæðan fyrir því að maddaman man það er þó ekki að hún sé svo handgengin kóngafjölskyldunni heldur að þeim degi var ár síðan brotist var inn í Kardimommubæinn. Það kostaði maddömuna gríðarlega fjármuni, ómælda vinnu og mikið ergelsi. Maddaman hugsar nánast til þess í hvert skipti sem að hún labbar inn ganginn í átt að dyrunum sínum hvort að þær standi opnar þegar hún kemur heim. Maddaman gleymir heldur aldrei hvað það var vel boðið af Betu&Böðvari vinafólki hennar að bjóða henni peningalán daginn þann, því að það var hvítasunnuhelgi og madddaman stóð uppi kortalaus og allslaus fram á þriðjudag. Fleiri reyndust líka maddömunni vel í þessum óförum hennar.
Þegar upp er staðið sér maddaman þó sennilega mest eftir gögnunum sínum sem að fóru forgörðum og skartgripunum sínum.
Annað var bætanlegra. En maddaman hefur þrátt fyrir allt alltaf huggað sig við það að það hefði svo margt miklu verra geta hent hana sem ekki var bætanlegt með fjármunum og vinnu.

Engin ummæli: