mánudagur, júlí 17

Jólasveinar einn og átta......

Maddaman og Pál fjölmenntu til jólasveinsins í 30 stiga hita með afurðir sínar. Jólasveinninn var hæstánægður með afurðirnar og ætlar aðeins með Grýlu ( jámm ekki fjarri lagi) í frí til Suðurskautsins núna.
En vertíðin hjá danska jólasveininum byrjar strax í ágúst aftur og þá á að funda meira. Grýla hringdi einmitt aðeins til að yfirheyra jólasveininn um hvort að hann væri búinn að borða, hann játti auðmjúklega enda búin að vera að gadda í sig rúgbrauði með baunasalati allan tímann meðan maddaman stóð við. Jólasveinninn skipaði Grýlu að taka humar úr frysti (stóra frystinum) og ef að Stúfur myndi smassa að hann yrði í mat þá ætlaði jólasveinnin að veiða einn enn humar á heimleiðinni. Svo mátti Grýla náðarsamlegast leggja sig því að jólasveinninn var með íslendinginn hjá sér og kæmi ekki fyrr en þrjú heim!! Já jólasveinninn kom víða við á þessum rúma klukkutíma og lék meðal annars stuttan sketch úr eigin lífi þegar hann var prófessor niður í Ísrael í eitt ár og þurfti að fá afhenta búslóðina pronto.
Sketchinn var þó mestanpart á þýsku með einstaka hebreskri glósu og teymið maddaman&Páll voru alveg ofandottin og forvirruð þegar út var haldið. Maddaman og Páll hlakka mikið til að fara í vinnutengt frí um næstu helgi og fyrir þá sem halda að nú sé lagið að hreinsa út úr Kardimommubænum í allra hinsta sinn, þá getur maddaman glatt lesendur sína með því að það eru allar líkur á því að hér verði einhver með alvæpni og maddaman verður auðvitað með gimsteinana í bankahólfinu eins og vanalega nema vörðurinn verði látinn leggja frá sér haglarann og hamast við að pússa þá og talvan verður auðvitað með í för! Einnig er maddaman búin að grafa nýjustu andlegar afurðir í jörð....segið svo að ekki verði lært af reynslunni.

föstudagur, júlí 14

Gólanhæðir.....

Maddaman fann gleraugun sín áðan eftir mikinn viðsnúning á öllu heimilinu. Guðisélof maddaman var farin að halda að "henni væri horfin öll gæfa" eins og þúnglyndu skáldin ortu um hér í höfn einmitt á námsárum sínum wonder why!
Maddaman ætlar kannski líka bara bráðum að verða bæði þúnglyndt og geðstirt skáld en samt í rauða jakkanum til að varpa nú lit á hversdagsleikann......;0)


'

miðvikudagur, júlí 12

rauða strikið...

Fullir kunna flest ráð nema að það sé af gin&tonic...... Í dag erum maddaman og Páll búin að skrifa eins og vindurinn, taka hverfisrölt að leita að hjólinu án árangurs;O, veiða á leiðinni ýmislegt í kvöldmatinn. Koma heim og elda okkur góðan mat ( lambafillé sem átti að vera á jólunum og opna gott rauðvín með). Síðan ætlum við Páll að tylla okkur eina ferðina enn eftir kvöldmat og vinna í ritgerðinni. Já já maddaman nennir ekki að vera sár mikið lengur út af hjólinu, tryggingarnar ætla meira að segja að hósta upp með pening upp í nýtt hjól, maddaman tekur á sig sjálfsábyrgðina en hjólið reyndist einungis vera tæpra tveggja ára gamalt.
Maddaman enn þá réttu megin við rauða strikið.

þriðjudagur, júlí 11

Stuldur.....

Eins og það sé nú ekki nóg á maddömunna lagt að berjast um á hæl og hnakka í 30 stiga hita við að starfa með Páli, keyra ruslinu og sinna öllu öðru sem að hún sinnir dags daglega, þá var hjólinu hennar stolið í dag. Það er þriðja sinn sem að hjóli maddömmunnnar er stolið síðan hún flutti til Kaupmannahafnar. Einu sinni hefur peningaveskinu hennar verið stolið. Aukinheldur muna dyggir lesendur eftir þegar brotist var inn í Kardimommubæinn og tveimur fartölvum stolið Páll þar innifalinn, skartgripum, veskinu, tölvukubbnum og ipodinum, lyklum að íbúðinni og fleira góssi. Það endar sjálfsagt með að maddömunni sjálfri verður stolið.....
Þrátta fyrir sérlega útbúinn radar til að finna hluti, sem að maddaman hefur tekið í genetískan arf frá Sumarhúsabóndanum tókst henni ekki að þefa upp hjólið með því að rölta um hverfið.
Kannski reynir maddaman að rölta seinna. Maddaman veit bara að hún er mædd á því að kaupa hjól handa götustrákum til að stela þeim og þreytt á að vera alltaf að leika í leikritum handritslaus. Over and out

p.s. ef að ekkert heyrist á þessar heimasíðu meir þá er það vegna þess að maddaman er komin í spennitreyju á St. Hans tautandi um blátt reiðhjól.....

mánudagur, júlí 10

Hinn ágæti færeyski nágranni maddömunnar kom með alla fjölskylduna sína heim í dag eftir tveggja vikna dvöl á Krít ásamt móður sinni og systkinum. Með börnum og mökum heldur maddaman að þau telji 25 manns. Það hefði ekki þurft að leggja svona ferðalag á maddömunna enda engin hætta á að þessi fjölskylda hennar fari út fyrir fjórðunginn.

Þá er HM lokið og maddaman hefur aldrei fylgst af meiri áhuga með keppninni, reyndar saumaði maddaman fána á síðasta HM til að styðja Danmörku. Það voru nú glaðir dagar á D-600 ganginum!!
Maddaman ætlaði vart vatni að halda yfir Zidane kallinum og skilur betur í dag viðbrögð hans en hún gerði í gær.

laugardagur, júlí 8

Úff púff lagsmaður...

Maddaman og Páll svitna mikið um þessar mundir bæði af skelfingu við hvað ágúst kemur fljótt en þó aðallega af því að hitabylgjan er að drepa þau. Páll vildi fara á strípiströnd í gær en maddaman gleðispillir bannaði honum það eins og allt skemmtilegt.
Nú er kannski lag að koma sér í sund hérna en maddaman hefur áður lýst því í góðra manna hópi að til að halda lífi í dönskum sundlaugum þarf viðkomandi allavega að hafa komist í úrtökuhóp fyrir ólympíuliðið. Maddaman hefur tvisvar farið í sund í DK og var með gæsahúð og kuldahroll í marga daga á eftir. Maddaman hlakkar ógurlega til að komast í íslensku sundlaugarnar sínar og Vesturbæjarlaugin svíkur engan.

fimmtudagur, júlí 6

;o)

Karldýr eru dýrategund sem að maddaman hefur alltaf átt erfitt með að skilja. En í dag rann upp ljós fyrir maddömunni, þessi dýrategund er bara of einföld til að maddaman hafi áttað sig á hvað býr að baki.

mánudagur, júlí 3

Spare og spinke.......

Eitt af því sem ku vera bráðnauðsynlegt að fá gert í fegrunarskyni vestan hafs, er að láta að lýsa á sér endaþarminn (anus rectus). Enda náttúrulega ekki hægt að hafa þennan mikilvægan vöðva úr stíl við allt hitt. Sveitakona eins og maddaman áttar sig ekki alveg á því hvort að þetta sé feimni við Gustavsberg sjálfan eða hvort að það sé almenn mikil önnur traffík á þessu svæði. Sparnaðarráð maddömunnar er allavega að slökkva ljósið og næst þá tvöfaldur sparnaður......