föstudagur, mars 24

Betra er autt rúm en illa skipað.....

Í tímaritinu Birtu er grein sem að er maddömunni að skapi eftir konu sem heitir Jóhanna Sveinsdóttir. Greinin heitir: Betra er autt rúm en illa skipað og segir allt sem segja þarf! Slóðin er hérna http://www.visir.is/ExternalData/pdf/birta/B060324.pdf og greinin á bls 28!
Góða helgi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er svo sammála! Var einmitt að tala við vinnufélaga í dag sem sagðist stundum sakna þess að vera einn. Vá ég sagðist sko ekki skipta á þessu fyrir neitt... nema kannski hinn eina rétta. Hvað ætli maður þurfi að kyssa marga froska áður en maður finnur hann? Góða helgi í kóngsins, kv Stína

Olga sagði...

Fyndið! Ég las einmitt þessa grein og klippti hana úr blaðinu. Ég verð alltaf svo ánægð þegar koma svona greinar eru birtar. Ég er einhleyp eins og Maddaman og eftir að ég flutti til Íslands fyrir um ári síðan og hef lent í einelti vegna þess. Fólk á erfitt með að placera mann í samfélaginu og matarboðunum. Ein góð saga hérna, ég var í afmælisveislu einn laugardag í haust og sat á spjalli með fjölskyldunni þegar síminn hringdi. Þetta var vinkona mín að bjóða í partý hjá "hvítvínsklúbbnum" - en hann samanstendur af 6 velmenntuðum, fjárhagslega sjálfstæðum, barnlausum, 30+, skemmtilegum og stórglæsilegum konum . Ég auðvitað tilkynnti þátttöku mína sagði fjölskyldunni um fyrirætlanir kvöldsins. Stóri bróðir leit á mig forviða og sagði "NÚHHHH!! ERU FLEIRI AF YKKUR"

Olga

Olga sagði...

Gleymdi en hér er grein í svipuðum anda! Ágætist hugsun til að minna fólk á að við þurfum ekki öll að vera í því sama.

http://www.tikin.is/?ew_news_onlyarea=content1&ew_news_onlyposition=1001&cat_id=20827&ew_1001_a_id=139311

Olga