fimmtudagur, desember 7

Blessuð baunin!

Það sem á daga mína drífur er hreint ekki eitthvað sem hendir annað fólk! Ég skrapp aðeins í Mál og menningu í kvöld og þar sem ég er að skaka við að bakka inn í stæði ekki sérlega lipurlega þá dettur baksýnisspegilinn í hausinn á mér! Uhu límið sem hann var límdur með á þessa rúðu hefur eitthvað gefið sig. Ég var nú harla ánægð með að vera þó stödd fyrir utan stærstu ritfangaverslun landsins og fór inn og keypti Tonnatak og límdi spegillinn á aftur! Nú er að sjá hvort að hann liggur í sætinu í fyrramálið!!
Ég kvíði fyrir ef eitthvað fleira fer að detta af bílnum sem ekki er hægt að líma með 210 króna Tonnataki!!!!!

2 ummæli:

reynir sagði...

Skil þig vel, maður á ekki að eiga farartæki sem tonnatak passar ekki við! Vona að þú hafir ekki verið að fá dónalega pósta sem hafa att þér út í að einkavæða bloggið - saknaði þess voðalega þangað til gmail og seljan sjálf björguð deginum!

SBS sagði...

Neí, hef ekki verið að fá dónalega pósta. Það er samt langt síðan ég komst að því að síðuna mína les fólk sem kann ekki með það að fara (t.d. er að kynna skrif mín fyrir foreldrum mínum sem eru 18. aldar fólk og skilja ekki blogg). Einnig fólk sem eingöngu les blogg til upplýsingasöfnunar um mig og mína hag, en mundi aldrei í lífinu láta neitt uppi um sig.
Þetta er meira hugsað fyrir vini mína;O)