þriðjudagur, mars 27

Páskahret.......

Það er allt gott að frétta.....það er bara mikið að gera við leik og störf en horft er bjartari augum til vorsins að það fari að hægjast um. Samt líða dagarnir alltof hægt fram að páskum en þeirra er beðið með eftirvæntingu og óþreyju. Páskunum verður eytt í borg bleytu og ótta og er fólk á faraldsfæti boðið velkomið í kaffi og meðí á Ásvallagötuna!

föstudagur, mars 16

SMS

Það er ekkert betra að vakna við sms frá kærastunum klukkan 7:00 þar sem boðinn er góður dagur og svo klukkan 7:20 hringir hann bara til að segja að hann elski mig og sakni mín voðalega mikið og það sé laaaaangt fram að páskunum! En það er líka laaaangt alveg 2o dagar í dag.
Selja á glitskýi (þolir nefnilega ekki bleik ský!!!!)

mánudagur, mars 5

Leyndarmálið.......

Maddaman var búin að lofa að upplýsa ástæðuna fyrir bloggleysinu fljótlega og hér kemur leyndarmálið sem er 1;80 á hæð og heitir Niels;o)
Hann er með færeysku tali en er geymdur í Kaupmannahöfn hversdags, það var dálítið mikið erfitt að kveðjast á Reykjavíkurvelli í kvöld en bót í máli að næstu fundir hafa verið ákveðnir. Skype léttir okkur turtildúfunum líka mikið lífið og það getur verið að við sendum persónulegt þakkarbréf til hins danska Janusar. Þetta getur þýtt fleiri ferðir til Köben en þó ekki fyrr en undir vorið!