laugardagur, október 28

Fjáreyjunostalgígja.....

Maddaman vill byrja á því að þakka fyrir hamingjuóskir með litla Yaris og mikið rétt þetta er fyrsta handtaskan á hjólum sem maddaman hefur eignast um dagana. En maddaman hafði aðgang að bíl sumarið 2000 og þótti það mikill lúxus. Af maddömunni og Yarisnum er það helst að frétta að þau venjast vel saman og eru búin að fara í æfingarferðir í vinnuna og hér í Vesturbænum þar sem þau er hagvön bæði tvö.
Lúxus kvöldsins hefur verið að sitja heima og sinna manni sem vanræktur hefur verið um stund og hlusta á Orminn langa sem að maddaman fótatraðkaði við ásamt nokkur þúsund öðrum og er ein af þessum stundum í lífi maddömunnar sem henni hefur fundist hún lifa. Það er erfitt að útskýra það alveg í botn en Þórbergur Þórðarson orðaði það svoleiðis í sögunnu um Lillu Heggu að nokkrir dagar væru þannig að þeir spásséruðu með manni ævilangt í minningunni.
Einnig hefur verið hesthúsaður én øl (þó ekki Færeyjabjór) og rifja upp Ólafsvöku 2006 sem var klárlega skemmtileg ferð og eru gestgjafarnir búnir að bjóða maddömuna velkomna 2007 og er það komið í sumarleyfisnefnd. Annars langar maddömunna að biðja lesendur sína um að stinga upp á nafni á Yarisinn en allir góðir bílar og hundar í fjölskyldu maddömunnar hafa haft eitthvert lipurt sérnafn.

þriðjudagur, október 24

Lille grøn Yaris......

Útlánastarfsemin í litla bankaútibúinu í forstofunni á Ásvallagötunni hefur verið lokuð í kvöld!
Maddaman pörkeisaði nefnilega lítinn ljósgrænan Yaris í dag sem er fæddur 2002 og var uppalinn hjá gamalli konu fæddri 1922. Það var lítill 80 ára aldursmunur á þeim! Það er þó ekki nema 25 ára aldursmunur á maddömunni og Yarisnum. Nú þarf að venja Yarisinn og maddöm
una saman og sennilega verður notuð huglæg atferlismeðferð til þess!!!! Maddaman hefur aldrei gert milljónkrónafjárfestingu á ævinni og er strax farin að halda að hún líti ekki glaðan dag framar útaf peningaleysi! Strax á morgun þarf að eyða stórum upphæðum í lykil að tryllitækinu og í kvöld var keypt bensín.
Maddaman heitir bara á ýmsa guði að hún feti ekki í fótspor þjóðarinnar og verði komin með fellihýsi og fótanuddtæki og hinar ýmsustu fjárfestingar að ári liðnu. Reyndar er nokkuð öruggt að Yarisinn getur ekki dregið fellihýsi!!!!! En kannski fótanuddtækið svona til að draga eitthvað!!!!

laugardagur, október 21

Nágranninn........

Helst ber það nú til tíðinda að í kvöld um átta leytið er maddaman var að ljúka upp svítu sinni er maður nokkur að væflast í stigaganginum og segir hæ, maddaman hóar á móti og fer inn og losar sig við pjönkur sínar. Þá er dyrabjöllunni hringt og sá hinn sami maður bísperrtur fyrir utan dyrnar. Hann segir sínar farir ekki sléttar og að hann hafi ekki fengið útborgað í dag og hvort að maddaman sé aflögufær með að lána honum 300 krónur. Maddömuna rak í rogastans og veit ekki hvort að menn geta lifað eða dáið fyrir 300 krónur á heilli helgi, en sagði manninum að hún væri ekki með neina fjármuni á sér en gæti auðvitað hlaupið út í sjoppu til að bjarga þessu. Maðurinn vildi það gjarnan og maddaman fór út og sótti þessar 300 krónur og dinglaði hjá manninum (hvur maddaman aldrei hefur séð áður) og lét hann fá peninginn.
Maðurinn hyggst borga til baka um leið og betur stendur á.
Maddömunni veit ekki alveg hvort að hún er að opna lítið bankaútibú hér í sinni prívat forstofu eða hvað er um að vera, en óneitanlega er þetta spes.
En maddaman vill nú ekki hafa það á samviskunni að drepa nágranna sína úr hungri um helgar þó að hennar hugmyndaflug rúmi ekki hvað er hægt að veiða í matinn fyrir 300 kall! En maddömmusystir stingur upp á núðlusúpu á 18 kr stykkið í Bónus!!!!

mánudagur, október 16

Íslenski pakkinn.........

Maddaman þarf að gera syndajátningu. Maddaman liggur á vefsíðum bílasala um þessar mundir. Ástæðan er sú að maddaman er að gefast upp á bílleysinu eftir tæpa tveggja mánaða dvöl. Jámm og fuss. Það er ekki aðallega vegn þess að það sé óþægilegt eða erfitt að fara í vinnuna eða að hjóla um í Vesturbænum og veiða í matinn. Nei ástæðan er sú að maddaman þarf að fara svo víða í vinnunni að þetta bílleysi hentar henni illa. Svo togast nískudýrið og lúxusdýrið á í madömmunni stanslaust!!!!!
Jamm það kemur nánar af þessu síðan

miðvikudagur, október 11

Litla fólkið......

Í morgun fór maddaman og hitti allra minnstu íslendingana í augnablikinu. Þeir létu ekki mikið yfir sér né fyrir sé fara. Maddaman hugsar til þeirra í kvöldbænunum og biður þess að þau fái að stækka og þroskast og allra helst að þau þurfi ekki að leita þjónustu maddömmunnar í framtíðinni. Það er gott að staldra við í amstri hversdagsins og setja sín eigin vandamál í perspektív og hugsa hvað maður á gott.

sunnudagur, október 8

Maddaman er í augnablikinu með 99 sjónvarpsstöðvar, en yfirleitt les hún frekar en að hafa kveikt á sjónvarpinu! Til dæmis er maddaman bún að lesa tvær bækur um helgina og er sú sem hún er hálfnuð með Sultur eftir Hamsun en það er verk sem maddaman átti eftir að renna yfir. Annars var dagurinn í dag lovlí, maddaman bauð heim góðum vinum sínum og eldaði stóran pott af súpu og afskaplega huggulegur dagur.
Maddaman bíður spennt eftir nýrri viku;O)

laugardagur, október 7

Menning.....

Maddaman fór í leikhús í gær að sjá Sitji Guðs engla. Maddaman mælir með því fyrir börn og barnalegar sálir. Leikgerðin ótrúlega skemmtileg og leikararnir skemmtilegir. Meira menningarefni er framundan því að um næstu helgi er starfsmannaferð með vinnunni og þá á að sjá Mister Skallagrímsson. Annars er allt lovlí nema að það er ótrúlega erfitt að halda íbúðinni snyrtilegri og full þörf á skúrku hérna..........