mánudagur, júlí 17

Jólasveinar einn og átta......

Maddaman og Pál fjölmenntu til jólasveinsins í 30 stiga hita með afurðir sínar. Jólasveinninn var hæstánægður með afurðirnar og ætlar aðeins með Grýlu ( jámm ekki fjarri lagi) í frí til Suðurskautsins núna.
En vertíðin hjá danska jólasveininum byrjar strax í ágúst aftur og þá á að funda meira. Grýla hringdi einmitt aðeins til að yfirheyra jólasveininn um hvort að hann væri búinn að borða, hann játti auðmjúklega enda búin að vera að gadda í sig rúgbrauði með baunasalati allan tímann meðan maddaman stóð við. Jólasveinninn skipaði Grýlu að taka humar úr frysti (stóra frystinum) og ef að Stúfur myndi smassa að hann yrði í mat þá ætlaði jólasveinnin að veiða einn enn humar á heimleiðinni. Svo mátti Grýla náðarsamlegast leggja sig því að jólasveinninn var með íslendinginn hjá sér og kæmi ekki fyrr en þrjú heim!! Já jólasveinninn kom víða við á þessum rúma klukkutíma og lék meðal annars stuttan sketch úr eigin lífi þegar hann var prófessor niður í Ísrael í eitt ár og þurfti að fá afhenta búslóðina pronto.
Sketchinn var þó mestanpart á þýsku með einstaka hebreskri glósu og teymið maddaman&Páll voru alveg ofandottin og forvirruð þegar út var haldið. Maddaman og Páll hlakka mikið til að fara í vinnutengt frí um næstu helgi og fyrir þá sem halda að nú sé lagið að hreinsa út úr Kardimommubænum í allra hinsta sinn, þá getur maddaman glatt lesendur sína með því að það eru allar líkur á því að hér verði einhver með alvæpni og maddaman verður auðvitað með gimsteinana í bankahólfinu eins og vanalega nema vörðurinn verði látinn leggja frá sér haglarann og hamast við að pússa þá og talvan verður auðvitað með í för! Einnig er maddaman búin að grafa nýjustu andlegar afurðir í jörð....segið svo að ekki verði lært af reynslunni.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohhh... ég sé þessa heimsókn til jólasveinsins alveg fyrir mér:) hahahhah.... Maður veit aldrei hvað sá gamli mun deila með manni.
Vonandi gekk allt hitt eftir fyrir fram ákveðnum plönum;)

RT

Nafnlaus sagði...

Varstu að borða einhverja sveppi sem áttu ekki að borðast....?

Nafnlaus sagði...

sveppatalið var frá mér, kann ekkert að kommenta hérna, Dóra