sunnudagur, ágúst 26

Sumarþankar

Það er orðið mjöög langt síðan hér hefur verið bloggað og komin kvörtun og allt frá dyggum lesanda síðunnar!!! Sumarið sólríka hefur liðið við leik og störf og allt of fljótt. Við Niels höfum þó aðallega verið við störf þar sem sumarfríið var af skornum skammti. Við fórum þó í tvær vikur til Fjáreyjanna og sóttum fjölskylduna hans Niels heim og skoðuðum aðeins eyjarnar. Við vorum þó afskaplega óheppin með veðrið og heilsufar mitt var einnig ekki upp á marga fiska. Heilsufar sumarhúsabóndans hefur heldur ekki verið upp á marga fiska í sumar og er hann bæði búin að fá gangráð og fara í hjartaþræðingu á 6. vikum en er miklu hressari núna og heldur að hann komi sterkur inn í göngurnar!!! Ólafsvikan stóð þó fyrir sínu en ég get alveg hamið mig yfir þjónustulund eyjaskeggja en gestrisnin er einstök! Við skruppum líka í Vatnsdalinn með heilasellunum um miðjan ágúst eina helgi og voru það fagnaðarfundir eins og ávallt:) Tilhugalífið gengur vel (lesandinn vill vita það ) og sambúðin skínandi. Blautar baðmottur það eina sem verulegur ágreiningur getur risið um og þá er sennilega ekki yfir miklu að kvarta!
Læt ekki líða svo langt þangað til næst.......