fimmtudagur, nóvember 23

Af lagningum og öðru

Miðað við hvað maddaman var lítill bíllstjóri í henni Rvk. fyrir rúmum mánuði síðan hefur henni fleytt ótrúlega fram. Uðvitað gerir hún smá villur af og til en sem betur fer tekst henni yfirleitt að bjarga sér út úr því. Í tilefni af þessu lagði maddaman kolólöglega í Fischersundi í dag meðan hún skaust til skósmiðsins og sótti skóna sína. Skósmiðurinn er svo kammó og kumpánalegur að maddaman ætlar alltaf að fara til hans með sínar túttur í viðgerð og kannski láta hann brýna eldhúshnífana sína líka.
Lesendur maddömunnar velta ef til vill fyrir sér hversvegna lítið sé fjallað um vinnu maddömunnar hér á síðunni en það er bara ein ástæða fyrir því og það er að maddaman er bundin trúnaði við skjólstæðinga sína og í eins litlu landi og Ísland er þá er ekki ráðlegt að vera fjalla mikið um vinnuna á prívat bloggsíðum. En maddaman getur þó upplýst að henni líkar mjög vel í vinnunni sinni og líkar vel við vinnufélaga sína.
En að öðru máli veit einhver um bílferð frá Egilsstöðum city til Reykjavíkur þar sem að bíllinn er sæmilega rúmgóður og ekki fullur af fólki og dóti. Maddömuna langar að fá skrifborðið sitt í svítu sína en er ekki spennt fyrir að láta flytja það með flutningabíl þar sem það er meira en 100 ára gamalt og óbætanlegt ef eitthvað kemur fyrir það. Kommentið eða hringið ef að einhver gæti leyst úr þessu máli.

Engin ummæli: