fimmtudagur, október 25

Brúðkaupsmyndir




Hér koma myndirnar loksins....vorum búin að lofa þeim í gær en það gekk ekki eftir;O)

miðvikudagur, október 24

Brúðkaup

Laugardaginn 20. október 2007 gengum við Niels í heilagt hjónaband í Fríkirkjunni í Reykjavík að viðstöddu fámenni. Enginn vissi hvað til stóð fyrr en svaramennirnir á fimmtudagskvöldið! Presturinn okkar séra Hjörtur Magni, organistinn, ljósmyndarinn og okkar góðu vinir Dögg og Óli voru svaramenn okkar. Athöfnin var falleg og látlaus og dagurinn allur hinn yndislegasti. Eftir myndatökuna snæddum við dögurð með svaramönnunum og skáluðum í kampavíni. Seinna þennan sama dag tókum við svo flugvél til Kaupmannahafnar og daginn eftir héldum við áfram til Feneyja. Í fyrramálið höldum við áfram til Flórens og komum heim aftur næstkomandi mánudagskvöld. Sumir dagar eru svo góðir að þeir spássera með fólki í minningunni um ókomna ævi og svoleiðis var brúðkaupsdagurinn okkar. Við erum búin að svara doldið af 19 .aldar spurningum (sem er spurðar með 16. aldar hugsunarhætti) um hvort að við eigum von á barni og nei það er ekki tilfellið ! Við giftum okkur af ástinni einni saman og það er ekki lítið;o)
Bestu þakkir fyrir allar heillaóskirnar og við hlökkum til að sjá ykkur öll og lofum teiti milli jóla og nýars eða 29. desember nánar tiltekið.
Ástarkveðjur Selja og Niels