laugardagur, janúar 14

Skyldu álfar spara péninga???

Maddaman ætlaði að segja ykkur frá sparnaðarþættinum þarsem var drepið á ýmsu, sumt var gott og annað minna gott. En aðalsparnaðurinn hjá báðum fjölskyldunum sem skoðaðar voru í þættinum var að þær áttu að skipta um sturtuhús og fá sér sparnaðarsturtuhaus!!! Það er semsagt sturtuhaus sem hægt er að stilla þannig að hann notar helmingi minna vatn. Þannig að þá er hægt að láta leka á sig í dropatali í helmingi lengri tíma en maður þyrfti annars. Maddaman veit ekki með ykkur en henni finnst þetta fáránlegt... að fara í sturtu er svona smá lúxus, skolar af sér eril dagsins og hleður batteríin upp. En að standa skjálfandi með shampóið í hárinu undir dropasturtu flokkar nútíminn ekki undir lúxus!!!

Í annan stað horfði maddaman á kynningarþátt um Ísland í sjónvarpinu áðan. Þetta var að mörgu leyti ágætis þáttur þó að maddömunni sem sannarlega trúir á álfa og allar góðar vættir finnist hafa verið gert fullmikið úr álfatrú þjóðarinnar og þeir sem ekki þekkja til gætu haldið að íslenska þjóðin þyrði varla að drepa niður fæti af ótta við að stíga á álf. Svo fannst maddömunni kínverskar íþróttiðkanir Björns Bjarnasonar og Gunnars Eyjólfssonar ekkert koma þessu prógrammi við, þó það sé gott að sækja kraft í jörðina, það væri nær fyrir þá að glíma.
Svo var Kristbjörg uvidað með blómadropana og með beina útsendingu frá álfum sem að komu út að kíkja á hana!
En Vigdís Finnbogadóttir var fín eins og ávallt, sómi Íslands, sverð þess og skjöldur

Engin ummæli: