mánudagur, ágúst 7

Litlir kassar á lækjarbakka........

Á daginn slæst maddaman við Pál og hitann. Á kvöldin fer Páll í frí og maddaman berst við að pakka lífi sínu niður í þartilgerða flutningskassa sem glöggir lesendur muna að keyptir voru í janúarmánuði! Maddaman ætlar ekki að fara mörgum orðum um allan þann óþarfa sem að hún hefur rekist á meðan hún hefur pakkað í þessa 15 pappakassa sem búið er að pakka í. Svo er verið að tala um að námsmenn séu blánkir eins og kirkjurottur.
Skuggalegasta við þetta alltsaman er að stór hluti af kössunum er fullur af blessuðu postulíninu, sem að ein kélling brúkar auðvitað sjaldan. Hinsvegar möguleiki á að maddaman fengi not fyrir þetta í Fjáreyjum þar sem fjölskylduboðin tröllríða öllu.....en færeyski sætisfélagi maddömunnar sagði henni meðal annars á leiðinni að konan hans (sem er dönsk) treysti sér ekki til að flyta til Fjáreyjanna útaf "social kontrol" og öllum þessum kaffiboðum!! Þá glotti maddaman!
Annars gleðst maddaman yfir öllu smálegu þessa dagana og meðal annars yfir því að leigusalar hennar sögðust líta á maddömuna sem bara eitt nýtt auka barn í fjölskylduna. Leigusalarnir eiga 5 stykki og munar ekkert um eitt barn til. Alltaf gott að vera velkomin þar sem maður kemur.

Engin ummæli: