miðvikudagur, maí 3

Flækjur...

Nú ættu maddaman og Páll réttilega að vera steinsofandi en eru að gaufa saman skötuhjúin, þau hafa annars mikið að gera og verða heldur að sækja í sig veðrið! Helstu flækjurnar í lífi maddömunnar eru nú samt óðum að rakna upp og vonandi verður búið að rekja þær alveg upp til enda eftir svona hálfan mánuð. Alltaf gott að greiða úr flækjum, best þó þegar þær rakna upp af sjálfum sér.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er búin að hugsa vel og lengi um hver þessi Páll gæti eiginlega verið. Minnist þess ekki að hann hafi verið nefndur á nafn annarstaðar en hér á blogginu. Það væri gott að fá svar sem fyrst því ég get ekki sofið út af áhyggjum yfir að ég viti ekki hverjum þú ert að gaufa með þegar þú átt að vera steinsofandi....:)

RT

SBS sagði...

Mikið er það nú fallegt af konum sem eru í hinum stóra Brandaríkjahreppi að gefa sér tíma í áhyggjur af Pálum í DK. En hann Páll er margnefndur á blogginu en hann var fyrsti islendingurinn sem að lærði táknmál, var auk þess drykkfelldur prestur og þingmaður um tíma. Mikil kvennamaður og í alla staði frekar vafasamur...þú sérð hvað ég er í góðum félagsskap á nóttunni!!!!!!