fimmtudagur, júní 1

Maddaman er búin að fá skammir á öllum vígstöðvum í dag og í gær. Ekki allar sanngjarnar en sumar réttmætar. Lífið er heldur ekki alltaf sanngjarnt. Það hefur leitt til þess að maddaman hefur verið svo geðvond að hún hefur varla getið verið samferða sjálfum sér í dagsins önn.
Þannig að þegar hún verslaði keypti maddaman Alt for damerne til að hressa sig og las uvidað stjörnuspána

Gode resultater på jobbet giver selvtilliden en ekstra tak op. Du overkommer det mest utrolige og finder endda tid til at støtte en kollega. Dagene op til pinsen kan give bryderier med hensyn til kommunikationen af enhver art. Måske udebliver breve, du har set hen til. Men herefter går der hul på bylden, og du bliver kontaktet af venner, naboer, forretningsforbindelser og tidligere kærester. Venus står meget flot til Fiskene i hele perioden (side 70 Alt for damerne 1. juni 2006)

Spennandi......ástarbréfin týnast í póstinum og gömlu kærastarnir dúkka upp. Veit ekki alveg hvort að það er stemmari fyrir því. Annars á einn þeirra sér tvífara hér á görðunum og maddömunni leist ekki á blikuna þegar hún rakst á hann í fyrsta skipti. En allir eiga sér tvífara segir sagan, hef séð Jökulinn í götuteiti í Svíþjóð, Díu frænku mína á harðaspretti í Kvickly og sjálf hefur maddaman sést undir nafninu Birna í Árhúsum og fengið mikið af faðmlögum út á það á síðasta þorrablóti. Alltílagi með það..Birna hlýtur að vera hin vænsta kona!

2 ummæli:

Elsa sagði...

Eru til margar Díur??? Ja, við skulum þakka fyrir að þær eru ekki staðsettar á sama landi...það yrði nú of mikið af því góða ;)

ElsaGuðný

Nafnlaus sagði...

Það væri nú einmitt gott fyrir hvert þjóðarbú að hafa margar röskar konur eins og Díu frænku mína!! SBS