sunnudagur, október 8

Maddaman er í augnablikinu með 99 sjónvarpsstöðvar, en yfirleitt les hún frekar en að hafa kveikt á sjónvarpinu! Til dæmis er maddaman bún að lesa tvær bækur um helgina og er sú sem hún er hálfnuð með Sultur eftir Hamsun en það er verk sem maddaman átti eftir að renna yfir. Annars var dagurinn í dag lovlí, maddaman bauð heim góðum vinum sínum og eldaði stóran pott af súpu og afskaplega huggulegur dagur.
Maddaman bíður spennt eftir nýrri viku;O)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er svo gaman að heyra hvað þú ert ánægð :-) Hvernig er Sultur? Fór á bókasafn Héraðsmanna í fyrradag og get ekki sagt að ég hafi verið spennt fyrir úrvalinu. Endaði á því að taka bókina Sagan af Pí og nokkrar barnabækur. Sakna Borgarbókasafnsins....
kv, Inga J

Nafnlaus sagði...

Minningarbrot: Enn þann dag í dag hef ég ekki hitt þann einstakling sem les hraðar en þú ;)

Kveðja, Ragnhildur A.