mánudagur, janúar 29

My own buisness......

Ahhh stundum er gott að vinna hjá sjálfum sér og vera komin heim um tvö (reyndar nóg pappírsvinna framundan) og vera samt búin að ná að ryksuga bílinn í hádeginu og skreppa eina skreppu í Debenhams;O)
Annars var helgin meinhæg, maddaman var hálfslöpp og hélt sig mikið heima fór þó með Yaris litla í bað og fór eina hraðferð í gegnum Kolaportið til að veiða eina bók og jók það töluvert á ógleðina sem maddaman barðist við eftir að hafa staðið inn í þessari viðbjóðslegu bílaþvottastöð meðan Yaris litli fór í bað. Það er ótrúlega mikil skítalykt á báðum stöðum. Síðan voru þvegnar fleirihundruð og fimmtíu þvottavélar og mulinn skíturinn úr ullapeysum maddömunnar (sem að voru einmitt farnar að minna á nána ættingja sína í Kolaportinu), svo þurfti að skúra sameignina og já þetta hljómar eins og helgi hjá pensjónista. En pansjónistinn las líka helling af bókmenntaverkum og sá eina góða danska dvd mynd Drømmen og vígði þar með nýja DVD spilarann sem samt var keyptur í ágúst!!!! Einnig var frumsamin ein kaka á sunnudeginum ogfólki boðið til að snæða hana. Jamm....það er margt í mörgu, spenna dagsins í dag var að maddaman stalst á hælastígvélum í vinnuna enda Þráinn skóari búin að gera stígvélin upp fyrir andvirði nánast nýrra en það er líka mjög vel gert hjá honum....en örlítið mikið dýrara en að láta gera við skó úti í Köben!!!!! Pas nu godt på jer selv.....

My own buisness......

Ahhh stundum er gott að vinna hjá sjálfum sér og vera komin heim um tvö (reyndar nóg pappírsvinna framundan) og vera samt búin að ná að ryksuga bílinn í hádeginu og skreppa eina skreppu í Debenhams;O)
Annars var helgin meinhæg, maddaman var hálfslöpp og hélt sig mikið heima fór þó með Yaris litla í bað og fór eina hraðferð í gegnum Kolaportið til að veiða eina bók og jók það töluvert á ógleðina sem maddaman barðist við eftir að hafa staðið inn í þessari viðbjóðslegu bílaþvottastöð meðan Yaris litli fór í bað. Það er ótrúlega mikil skítalykt á báðum stöðum. Síðan voru þvegnar fleirihundruð og fimmtíu þvottavélar og mulinn skíturinn úr ullapeysum maddömunnar (sem að voru einmitt farnar að minna á nána ættingja sína í Kolaportinu), svo þurfti að skúra sameignina og já þetta hljómar eins og helgi hjá pensjónista. En pansjónistinn las líka helling af bókmenntaverkum og sá eina góða danska dvd mynd Drømmen og vígði þar með nýja DVD spilarann sem samt var keyptur í ágúst!!!! Einnig var frumsamin ein kaka á sunnudeginum ogfólki boðið til að snæða hana. Jamm....það er margt í mörgu, spenna dagsins í dag var að maddaman stalst á hælastígvélum í vinnuna enda Þráinn skóari búin að gera stígvélin upp fyrir andvirði nánast nýrra en það er líka mjög vel gert hjá honum....en örlítið mikið dýrara en að láta gera við skó úti í Köben!!!!! Pas nu godt på jer selv.....

miðvikudagur, janúar 24

Gúrkutíð...

Jæja maddaman er að blogga í vinnunni en það hefur verið eitthvað sérlega rólegt bæði í dag og í gær. Maddaman hefur staðið fyrir framkæmdum á heimili sínu sem aðallega hefur gengið út á að reyna að henda og fara með í sorpu það sem ekki er þörf fyrir. Einnig hefur skrifstofuaðstaðan fyrir verktakavinnuna verið skipulögð í einu horni stofunnar og gluggatjaldamál eldhúsins verið skipulögð. Nágrannarnir eru greinilega búnir að fá nóg af því að sjá mig berrassaða á hlaupum um húsið því þeir eru nánast alltaf orðið með dregið fyrir svo að það verður að reyna að hlífa þeim. Annars myndi henta maddömunni prýðilega að það félli verðið þarna í nágrenninu.

föstudagur, janúar 19

Skúbbídú

Maddaman prófaði fyrsta barnið sitt í verktakavinnunni í dag. Það gekk bara býsna vel þrátt fyrir hortauma barnsins sem að náðu frá Kópavogi og langleiðina vestur í bæ. Maddaman gleymdi að segja frá aðal skúbbinu þegar hún var að fara í vélina á Kastrup og fór gegnum vopnaleitina. Það pípaði að sjálfsögðu á maddömuna og þreifarinn upplýsti að þetta væru spangirnar á brjóstahöldum maddömunnar sem að eru örugglega sérlega vel fallnar til að high-jacka flugvélar!!! Maddaman bauð manninum að bregða sér úr haldaranum en á hann kom skelfingarsvipur og kvað það vera algeran óþarfa!!!!!

fimmtudagur, janúar 18

Gamla góða Köben.......

Maddaman brá sér til Köben á fimmtudaginn í síðustu viku og dvaldi fram á mánudagskvöld. Borgin fagnaði sínum fyrrum íbúa afskaplega vel og allir góðu vinir maddömunnar í borginni báru hana á höndum sér og héldu fyrir hana matarboð og voru til í hina ýmsustu hitttinga!Útsölurnar voru aðeins skoðaðar og sumt varð náttúrulega bara að fá að flytja til Íslands af því sem þar var!! Síðan fór maddaman með færeysku vinkonum sínum á Skarfinn á laugardagskvöldinu og var það hin besta skemmtun eins og alltaf þegar við "böllumst" saman. Það er búið að bóka maddömuna aftur á Ólafsvöku, en Paul Jakki pabbi Sönnu er sérstaklega áhugasamur á að fá "þessa viðræðugóðu stúlku" aftur til dvalar og stúlkan viðræðugóða slær jafnvel til!!!!
Annars brosir lífið sérstaklega við maddömunni þessa dagana þessvegna glottir maddaman við tönn og brosir aftur til lífsins.

sunnudagur, janúar 7

Uppvaskið....

Maddaman er eitthvað að missa sig í ritstílnum um þessar mundir og veit ekki hvort að hún á að vera hún sjálf eða maddaman!!! En allavega er takmarkalaus hamingja á heimilinu með nýju uppþvottavélina sem að maddaman keypti reyndar notaða og laghentur vinkonumaður munstraði í eldhússkápinn og kann maddaman honum bestu þakkir fyrir! Maddaman er mjög ánægð með þetta framtak sitt og það eru allavega 10 ár síðan hún fékk nóg af uppvaski!!!

fimmtudagur, janúar 4

;O)

Jæja maddaman óskar lesendum gleðilegs árs og þakkar þeim fyrir þau gengnu! Madddaman brá sér austur á Hérað í Sumarhús á messu heilags Þorláks sem er einnig afmælisdagur maddömmumóðurinnar og fyllti hún sex tugi. Jólin voru bókajól og gestajól og frekar mikið að gera í uppvaskinu. Madddaman náði samt að skanna ýmslegt og var býsna ánægð með það.
Síðan kom maddaman í bæinn þann 30. desember og hélt smá matarboð fyrir vini mína sem endaði með bæjarferð en hún telst vera númer tvö síðan í september enda búið að vera í mörg horn að líta.
Gamlaárinu var fagnaði í hópi vina í Hafnarfirði og síðar í Norðurmýrinni. Maddaman er nú svo mikið barn að hún hefur aldrei séð svona mikið af flugeldum enda var veðrið gott.
Maddaman horfir björtum augum fram á árið 2007, það er margt spennandi framundan á þessu ári og maddaman afskaplega ánægð með að vera flutt til Íslands.