sunnudagur, apríl 30

Sunnudagsblúsinn

Maddaman heldur áfram að láta mannskepnurnar og lífið koma sér á óvart. En maddaman lætur hvorki lífið né mannskepnurnar kúska sig heldur bara ótrauð áfram á við og glottir við tönn.

sunnudagur, apríl 23

Látnir ástmenn.....

Einn af þeim mönnum sem að maddaman er og hefur verið verulega skotin í og er að sjálfsögðu löngu dauður eins og flestir af þeim sem maddaman leggur lag sitt við.
Það er Páll Ólafsson frá Hallfreðarstöðum sem skipar sérstakan sess í huga maddömunnar. Einhvernveginn duttu maddömunni þessar vísur hans í hug í morgun þegar hún vaknaði. Reyndar finnst maddömunni þessar vísur eiga gríðarlega vel við mann sem að hún kynntist einu sinni.

Ég hef svo margan morgun vaknað
magaveikur um dagana,
heilsu minnar og hreysti saknað,
haft timburmenn et cetera,
heyrt í mér sjálfum hjartað slá
hendurnar skolfið eins og strá.

Svo þegar blessað kaffið kemur,
koníak, sykur, rjómi, víf,
þá hverfur allt sem geðið gremur,
þá gefst mér aftur heilsa og líf.
Svona var það og er það enn
um alla drykkju- og kvennamenn

þriðjudagur, apríl 18

Fylgja

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Tom Cruise hugsað sér að éta fylgju og naflastreng barns sem hann ku eiga vona á hvað úr hverju.
Ekki veit maddaman hvort að þessi litli leikari er orðinn blánkur og ætlar að spara sér eina máltíð eða hvort að hann er bara að skapa sér umtal. Nú hefur maddaman auðvitað ekki sjálf alið af sér barn og fylgju en skilst á þeim sem það hafa prófað að það sé ekkert sérstaklega girnilegur blóðköggull. Hinsvegar er maddaman vel kunnnug hildum bæði kinda og hesta.
Sumarhúsabóndinn var ekki hrifin af því að hundar hans ætu hildar úr rollum (þeir sátu um það ef færi gafst) og var frekar strangur á því að þeim væri ekki leyft það. Maddaman er hrædd um að Tom Cruise hefði heldur ekki komist upp með að éta hildar ef að hann hefði verið í sveit hjá Sumarhúsabóndanum!

miðvikudagur, apríl 12

Dagar víns og rósa....

Þetta eru merkilegir dagar! Í gær fékk maddaman að gjöf rauðvínsflösku og tvö glös án nokkurs sérstaks tilefnis. Í dag er hún búin að fá páskaegg, hvítvínsflösku og þá stærstu rauðu rós sem að maddaman hefur augum litið. Og klukkan er enn bara hádegi! Hvað skyldi dagurinn bera meira spennandi í skauti sér?

Ps. Maddaman móttók ávísun í póstinum áðan sem að hún átti sannarlega ekki von á!

þriðjudagur, apríl 11

Páskakanína....

Nú eru nágrannarnir búnir að pakka og farnir í páskafrí með krakkaskrattana í sumarhús eitthvert langt norður á Jótland;O)
Maddaman sér fram á stóíska ró með bók í hendi og kannski oggulítið hvítvínstár svona til að minnast frelsarans sem að notaði áfengi töluvert en þó í stakasta hófi eins og maddaman!!!
Gleðilega páska lömbin mín!

Påske

Páskaplönin eru leyst;O) Sorphirða alla 5 frídagana;O)Maddaman glæder sig!
Annars var maddaman að uppgötva í kvöld að hún á ekkert páskaegg í fyrsta skipti örugglega síðan hún var 4 ára! Skandall en maddaman heldur að hún þrauki.

laugardagur, apríl 8

Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsímunda Efraímsdóttir

Lína langsokkur keypti sér 18 kg af brjóstsykri,fór í tívolí í síðkjól, tók þátt í leiksýningu, tamdi hættulega slöngu og handsamaði tígrisdýr.
Nánast svo spennandi er líf maddömunnar þessa daga. Eiginlega er komið páskafrí hjá námsmönnum en maddaman er samt að hugsa um að deita Pál fram á miðvikudagskvöld og fara svo í páskafrí. Á skírdag ætlar maddaman í ondúleringu og svo eru páskaplönin annars óljós. Maddaman var kannski að huxa um að peppa stemminguna upp og fermast aftur (má það ekki eins og að staðfesta hjúskaparheitið aftur!!!!) og fá fermingarpééningana aftur með rentum!!!

fimmtudagur, apríl 6

Söluturnar

Fyndni bankaráðgjafinn er komin með nýjar kosningatölur um framtíð maddömunnar!!! Þær tölur duga fyrir fokheldum hæsnakofa í henni Reykjavík. Maddaman sló að gamni sínu inn upphæðinni á fasteignasíðu morgunblaðins og fékk út 16 fasteignir á þessu verðbili;O Þar af komu sumarbústaðir í Mosfellssveit sterkir inn, dálítið af sumarhúsum í Torrevieja á Spáni og örfáar ókræsilegar ósamþykktar íbúðir á Hverfisgötu og Bergsstaðastræti sem ekki eru einu sinni sýndar myndir af, einn kofi í Hafnarfirði og rúsínan í pylsuendanum eitt stykki söluturn (sem heitir Donald!!!) í hverfi 105! Auðvitað flytur maddaman bara í söluturn, gæti verið svo huggulegt, enginn einmanaleiki á kvöldin alltaf rennerí á heimilinu, uppáhellingur í postulíninu og heimabakaðar kleinur og hægt að komast í kontakt við fullt af einhleypum karlmönnum sem eru með stórar hálftómar íbúðir og vantar röska konu til að prýða heimilið. Já það er gott að skopskyn maddömunnar er óbilandi enda hefur aldrei vantað skemmtiatriðin í hennar líf!!!! Sjáumst í söluturninum Donald.....;O)

Ps. Gleymdi að geta þess að í þunglyndinu yfir að eiga ekki margar millur á lager, þá drifu maddaman og vinkona hennar sig í Magasín að styrkja strákana, en þar var 25% afsláttur á ýmsu góssi!! Um að gera að eyða peningum meðan til eru!!

miðvikudagur, apríl 5

Hrossalækningar......

Maddaman er að hugsa um að skella sér í læknisfræði í haust og framlengja tímann sem námsmaður um tjahhh ca 6 ár eða svo....allt til að geta verið áfram námsmaður og þurfa ekki að kaupa íbúð. Bankaráðgjafinn mælir ekki með tjaldinu.....maddaman er svo heppin að fá að geyma péningana "sína" hjá svona skemmtilegum manni. Það væri
hræðilegt að vera með þá hjá einhverjum leiðindapúka!!! Annars telur maddaman að hún yrði býsna góður læknir, allavega betri læknir en lögfræðingur!!!!!

þriðjudagur, apríl 4

Kattarskarnið

Allir kettir eru gráir í myrkri! Þaðheldénú!!

mánudagur, apríl 3

Áhættuþóknun

Stundum líkt og aðrir verður maddaman að taka áhættu í lífinu, þó að hún sé ekki mikið fyrir það. Hún tók eina í dag, er spennt að sjá hvort að hún fær áhættuþóknun!

Slysfarir.....

Maddömunni er illt í hjartanu sínu yfir slysunum upp við Kárahnjúka, slysið í gærkveldi er 5 banaslysið síðan virkjunarframkvæmdirnar hófust. Það hafa þrír ungir karlmenn dáið þarna og svo létust bresk hjón í bílslysi upp á Vallavegi þar sem þau lentu í árekstri við vörubíl sem var á leiðinni upp í virkjun.
Það hefur betur verið heima setið með þessar framkvæmdir.