mánudagur, febrúar 26

Fæðingardagur.....

Tíminn fer allur í annað en bloggið......
Í gær varð ég þrjátíu ára og á laugardagskvöldið hélt maddaman lítið boð fyrir vini og vandamenn. Það var hið velheppnaðasta boð og maddaman fékk höfðinglegar gjafir (meira í líkingu við fermingargjafir!!!) og ótrúlegasta fólk mundi eftir madömunni í gær sem að getur ekki ætlast til að nokkur maður muni eftir afmælinu hennnar því að hún er svo léleg að muna afmælisdaga hinna. ÍAð ykkur öllum ólöstuðum var hápunktur gærdagsins að maddaman fékk haminguóskir frá starfsfólki Atlandsolíu á smsi í gærmorgun svo að þeir yrðu nú örugglega fyrstir til að óska maddömunni til hamingju. Í eftirmiðdag kom svo systir með afkomendur sína og nartaði í afganga og hinn sunnlenskt búsetti partur fjölskyldunnar huggaði sig saman.
Hins vegar verður ástæðan fyrir bloggleysinu kannski upplýst bráðum.....spændende!

miðvikudagur, febrúar 14

Þorrablót og annað skemmtanahald.....

Orkan fer öll í eitthvað annað en bloggið þessa dagana. Um helgina var tætt á þorrablót í Hlíðinni fríðu þar sem Sumarhúsabóndinn og frú voru með uppistand. Sumarhúsabóndinn tróð upp í vænu rósóttu pilsi og snoturri blússu þó með prjónahúfuna en kona hans spurði hvort að hann væri að fara í húsin eins og þetta væri hversdagslegur búningur. Við systkinin djömmuðum saman og skemmtum okkur konunglega. Nökkgrísinn var ættinni til sóma og fyrirmyndar og sá um skemmtiatriði. Eftirköstin eftir helgina er hinsvegar að maddaman liggur heima í pest en er öll að hressast sem betur fer.
Helgina áður var brunað á Húsavík að sækja Gunnu frænku heim og hlýða á Hvanndalsbræður á Gauknum og var það hin besta skemmtun. Maddaman mælir með Frostavetrinum mikla 1918 með þeirri sveit. Einnig var tætt í jarðböðin í Mývatnssveit og Óla sýnt Námaskarð en greyið hafði aldrei komið þangað svo hann myndi. Um næstu helgi er fyrirhuguð stóísk ró og huglæg atferlismeðferð til að ná sér niður eftir roadtrippin.