sunnudagur, febrúar 12

Blót....

Maddaman blótaði þorra með íslendingum og örfáum dönum í Tívolíinu í gær. Allt var snilld, maturinn, búsið, fólkið hljómsveitin og bara næstum þvi allt.
Reyndar heyrðum við ekkert af því sem sagt var í hátalarakerfið afþví að við sátum í hliðarsal. Ginið kláraðist líka löngu áður en maddaman var komin í gírinn en Baccardi frændi kom þá sterkur inn í staðinn.
Dama kvöldsins;Klárlega sú sem veifaði brjóstunum framan í Júlla og Loga í rúman klukkutíma og spurði Loga hvað hann tæki í bekkpressu. Segi nú ekki annað en "this is so much 1985"
Herra kvöldsins: Gaurinn sem að maddaman þurfti að eyða dýrmætum höslkvóta í að þvæla um tvíreykt hangikjöt við og kindurnar hans tengdapabba sem að hann hafði augljóslega aldrei komist í kynni við nema á diski með sósu!!!! Tengdapabbinn var reyndar Vopnfirskur en það er líka eini plúsinn!!!
Mínus kvöldsins: Nettó pokinn sem að varð maddömunni nánast að falli á Strikinu en þökk sé riddarlegum karlmönnum vörðu hana falli!
Maddaman finnur reyndar fyrir því að hún sé farin að gamlast....þegar börnin sem að hún man eftir með hor&slef eru mætt á djammið í skorukjólum!!
Já já í dag er öll heilastarfsemi í fullkomnu lágmarki!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað er langt síðan ég hef kíkt inn á þetta blogg þitt (ég á semsagt ekki skilið að fá stellið :-(!!!!!!) :-) En það er alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína, alltaf svo orðheppin og skemmtileg :-D
Nú ætla ég að setja þig í FAVORITES svo ég á eftir að kíkja oftar :-) Hafðu það gott og láttu þér batn, hlakka til að sjá þig í sumar. Kveðja Íris M.