fimmtudagur, desember 21

Jólahvað........

Púff.....ég er búin að taka fram ferðatöskuna og hún er strax orðin full.....af jólagjöfum! Það er ekki komin ein einasta spjör ofan í né skór!
Annars held ég að ég sé alveg að verða elliær...í kvöld þá var ég í síðasta leikfimitímanum fyrir jól og þetta er svona lokaður hópur en í kvöld fórum við að mingla við einhvern opinn Hitlershóp sem að var svo erfiður að ég var komin með blóðbragð í munnin eftir 10 mínútur! Nema hvaða að er ekki maðurinn sem ég rauk á og kyssti svo eftirminnilega í forstofunni um daginn í þessum hóp og hann heilsaði vinkonu sinni náttúrulega strax!!! Nema hvað að þessi maður er EKKI Helgi kennari sem var á Eiðum og ég hef ALDREI nokkurn tíma séð hann áður nema þarna þegar ég kyssti hann náttúrulega. Einhver hefði nú þá bjargað þessu með að segja honum að ég farið mannavillt en ég var svo eldrauð í framan með blóðbragð í munninum að ég var ekki alveg í stuði að fara útskýra þessa hegðun mína fyrir manntetrinu!
Veit ekki alveg hvort að ég á kannski bara að skipta yfir í World Class eftir áramót...maðurinn heldur örugglega að ég hafi verið að reyna við sig eða sé gömul viðreynsla eða bara eitthvað þaðan af verra!!!!!
Ekki nóg með það heldur staðnæmdist ég af rælni við óskiladótskassann í Hreyfingu og sannarlega ekki af því að ég taldi mig vanta eitthvað!!! Fyrsta sem ég sé eru rauðir háhælaðir skór af mér sem voru á leiðinni í Rauða Krossinn 30. des ef að ég hefði ekki séð þá þarna!!! Það versta er að ég var ekki búin að taka eftir að mig vantaði þá......! En ég veit að það er ekki langt síðan að var í þeim þarna!!! Ég held svei mér þá að ég fari að fara á hælið sem að mamma hans Skráms er á:o

Engin ummæli: