fimmtudagur, október 27

Til góðs vinar liggja gagnvegir.....

Maddaman er komin heim í Heiðardalinn! Ahhhhh svooo gottt!!!
Þrátt fyrir að hafa verið með fuglaflensuna nánast allan tímann, náði maddaman að vera mikið með góðum vinum sínum, prófa alla sófa og rúm hjá þeim og snýta upp öllum lambapappírnum þeirra, drekka koníakið þeirra og borða verkjalyfin þeirra.
Maddaman er svo heppin að hún á alvega einstaklega góða vini sem að Guð gaf henni og hann var ekki að spara við Maddömuna þann daginn. Maddaman var að hugsa um það í flugvélinni sem og oft áður hvað hún væri heppin kona að eiga allt þetta góða fólk fyir vini;o)

mánudagur, október 24

Kvennadagur...

Maddaman situr á heitum reit á Borgarbókasafninu þar sem að hún hefur verið að vinna í dag. Maddaman er umvafinn karlmönnum því að stallsystur hennar eru úti að berjast fyrir betri kjörum kvenfólks. Maddaman treystir sér ekki enda búin að liggja fyrir lífinu ( eins og einn fjölskylduvinur orðaði það svo skemmtilega) í rúmum og sófum vina sinna í marga daga. Maddaman myndi vilja vera hérna á Borgarbókasafninu það sem eftir lifir ævinnar, hér er svo gott að vera.

mánudagur, október 17

Forsjálni

Það var gott að borgað var inn á vagninn, því að krílið haskaði sér;o)
Litlir krónprinsar fæddust báðum megin við Atlandshafið sitt á hvorum tímanum:o)

fimmtudagur, október 13

;o)

Maddaman arkaði á barnavagnastofnunina og borgaði inn á barnavagninn áðan. Það má sækja tryllitækið á miðvikudaginn. Þá er nú bara að vona að krílið haski sér......

miðvikudagur, október 12

Paranójur og skeptíkur (ný tíkartegund)

Tæknimenn maddömunnar segja að það sé lygileg umferð á þessari síðu.
Hummmm....... maddaman er strax skeptísk og er hrædd um að Stasi sé að fylgjast með henni, svarnir óvinir hennar séu að safna í sarpinn til að nota gegn maddömunni þegar hún verður orðin frú fræðingur, gamlir ástmenn séu "með hefði átt að kunna gott að meta" glott yfir ofsóknum Pakistans og annara morubotna, og yfir höfuð séu menn að safna glóðum til höfuðs maddömunni. En þetta hljómar dálítið eins og brot úr Píslarsögu Jóns Magnússonar.
Annars er gott að vera rolla hér núna sökum mikillar blíðu og það er líka gott að vera vínþrúga vegna sólarinnar( minni sykur í vínið) og síðast en ekki síst er gott að vera Maddama í Köben!

Annars ef að menn vilja fá komment þá verður maddaman alltaf að skrifa eitthvað krassandi og nú kemur sagan sem maddaman var eiginlega búin að lofa sjálfum sé að blogga ekki um af því að hún brýtur í bága við mörg af hennar fágætum prinsíppum en hún hefur vakið svo mikla lukku í munnmælum að nú getur maddaman ekki stillt sig lengur.

Á þessum tíma í fyrra reyndar aðeins fyrr þá var maddaman mjög hrjáð af magaverkjum og undarlegum úrgangi. Þetta upphófst í lok Bandaríkjareisu maddömmunar og hélt áfram í mánuð eftir heimkomuna. Þetta fannst maddömunni gríðarlega mikið ófremdar ástand og ákvað eftir 3 vikur af þessu endurtekna efni að vitja títtnefnds dýralæknis.
Var hann sóttur heim og kynntur fyrir þessari skemmtidagskrá, jafnframt teoríum um að amöbur og bandaríks sníkjudýr væru að hreiðra um sig í rúmgóðum þörmum maddömunnar. gaf lítið fyrir það, taldi maddömuna hafa verið í svo góðu appelsínufylki (smekkmanneskja) að engin hætta hafi verið á dýrum sem að sníkja.
Hins vegar var alveg nauðsynlegt að fá sýni úr maddömunni til að skoða þetta mál.
Ekki leist maddömunni nú sérlega vel á það af mörgum ástæðum sem óþarft er að tíunda hér. Allt um allt dregur Dýri upp sérlega vandaða plasthólka ekki ósvipað töluhólkunum í vefnaðarvörubúðum og skenkir maddömunni.
Maddaman spurði Dýra varlega hvað ætti að gera af hólkunum þegar búið væri að koma þar til gerðu stöffi í þá (sá fyrir sér að dýri analyseraði þetta á eldhúsborðinu á kvöldin við léleg birtuskilyrði). Já bara að bíða hæg hérna, því að nú væri hann að veiða upp úr skúffum sínum sérhannað umslag til að pota hólkunum í og svo ætti maddaman barasta að senda þá með dönsku póstþjónustunni!!!! Maddaman sem að oft hefur lesið Sögu Landpóstanna og vissi að margt var á þá lagt allt frá ástarbréfum til hangikétslæra og að þeir hefðu marga fjöruna sopið en hún hafði sannarlega aldrei heyrt þess getið að þeir hefðu ferðast um með saursýni milli landshluta.
Eins og gefur að skilja hefur maddaman frábeðið sér allar matarsendingar frá gamla landinu og forðast illa lyktandi reikninga eins og heitan eldinn!
Þegar farið var að kryfja Dýra um útkomuna á sýninu kom í ljós að þessi stofnun var verulega interesseruð í allavega tveimur sýnum til viðbótar. Daginn eftir að þær upplýsingar bárust snarbatnaði maddömunni og hefur ekki kennt sér nokkurs meins síðan!

mánudagur, október 10

Stál&Hnífur

Maddaman fór á tónleika með Bubba á Bryggjunni í gærkveldi. Þetta eru aðrir tónleikarnir í tónleikaþrennu sem að haldin er. Það var mjög góð mæting og maddaman er hálf móðguð fyrir hönd K.K. sem að reið á vaðið og var fámennt hjá honum sennilega þó vegna þess að auglýsingarnar um viðburðinn voru seint á ferðinni. En hvað um það Bubbi var fínn, hann var mest í Brynja ég elska þig NOT pakkanum sem er líka bara alltílæ.
En maddaman var alveg að fara á límingunum yfir öðrum tónleikagestum og þeirra hegðunarmunstri. Það voru stelpur fyrir aftan okkur (maddaman og fygifiskar sátu á næst aftasta bekk) sem að lögðu ekki aftur á sér hvoftana alla tónleikana og tróðust fram og til baka að sækja bjór og koma honum frá sér og guðmávitahvað. Yfir höfuð var óstjórnlegt ráp á öðru fólki fram og aftur. Tveir menn lágu með höfuð fram á bringu sína og sváfu og annar þeirra var að bresta inni í einskonar kæfi(u)svefn sýndist maddömunni
þegar Bubbi var svo ósvífinn að vekja hann með háu góli! Svona fólk á bara að vera heima hjá sér og hrýta þar og hana nú!

Glóðaraugu maddömunnar eru hins vegar að verða horfin og hún er hætt að falla inn í statistík um að þriðja hver kona í heiminum búin við heimilisofbeldi!

miðvikudagur, október 5

Every day is a holiday.....

Maddaman heldur að hún sé búin að gera öll góðverkin sín í dag og rúmlega það. Fyrst að hlusta á fyrirlestur upp á Bispebjerg á mjög ókristilegum tíma, svo út á Vesterbrogade. Gera við uppþvottavélina í Sumarhúsum gegnum síma;o)
Dröslast aðeins með arftaka Páls um lyklaborðið.
Ræða erfið heimsmál við góða vinkonu. Svo út að spássera í góða veðrinu seinnipartinn kringum vötnin til að fá hreyfingu og tæma hugann. Svo í vinnuna seinniseinnipartinn. Taka púlsinn á eróbikkinu, aftur út að labba smá spöl með annari vinkonu og taka stöðuna hjá henni og í Kardimommubænum. Móttaka sms frá góðri vinkonu sem heyrði 4 hjartað í fjölskyldunni sinni slá ofur varlega í dag. Gleðjast með henni í huganum og í smáskilaboðum. Þrusast í sturtu, blessa yfir Pakistanann eina ferðina enn( sem byrjaði föstuna í dag og systirin enn að vasast í Saudi-Arabíu passalaus) !Desperate Housewifes í kvöld, reikningshald og margt fleira skemmtilegt og fullt eftir af deginum. Svona eiga allir dagar maddömunnar að vera þétt skipaðir af leik og starfi!

sunnudagur, október 2

Á snúrunni...

Það eru komnar fleiri snúrur í líf maddömunnar og á heimili hennar, en samt til að losa hana við eina leiðinlega snúru, þurfti aðrar snúrur. Maddaman er komin með þráðlausa nettengingu og getur núna legið í fleti sínu meðal annars og skrifað samtímasöguna. En mesti kosturinn er þó að þurfa ekki að strekkja snúrurnar yfir allt heimilið þegar setið er að verki við eldhús/vinnuborðið við skriftir!
Þetta kostaði mikið pirr og vesen og límingarnar á maddömunni alveg að gefa sig en þökk sé vasklegum framgangi Brennu-Böðvars þá gekk þetta upp.
Í gær var maddaman með bjóð og var það mikið fjör. Börnin sem voru í bjóðinu voru (og eru að eðlisfari) svo stillt og góð að annað eins hefur vart sést í Evrópu gjörvallri. Það er gaman að halda bjóð og maddaman ætti að gera meira að því, kannski ætti maddaman að stefna að því að halda jólabjóð næst.
Takk fyrir komuna;0)