mánudagur, febrúar 27

Dagen derpå.....

Maddaman þakkar aðdáendum síðunnar kærlega fyrir árnaðaróskirnar.
Afmælisbjóðið heppnaðist vel og alltaf gaman að fá vini sína til sín. Maddaman var reyndar seinni en allt sem seint er og mestur parturinn af veitingunum var framleiddur meðan gestirnir stóðu við. En þar sem maddaman er svona heppin að vera með "alrúm" he he þá er hægt að sinna gestunum á meðan og vonar að henni sé fyrirgefið.
Nú seinnipartinn breyttist þetta samkvæmi í partý sem endaði á því að farið var á kántrí ball í húsi Færeyinga. Þetta var í sama anda og hægt er að ímynda sér ungmennafélagshátíðir fyrir 30 árum á Íslandi. Kántrý þema, tombóla (á efri hæðinni) og hryllilega fyndin hljómsveit..Færeyingar eru ekki hávaxnasta þjóð í heimi, karlmennirnir yfirleitt frekar lágvaxnir og samnreknir og miklir um herðarnar og þegar þeir eru búnir að reka kúrekahattana á hausinn á sér eru þeir alveg eins og hobbitar;O)
Svo voru ýmsar þjóðsagnapersónur austur á Héraði mættar, bara færeyskar. Afskaplega mikil kaupstaðarlykt af mörgum hverjum.
Maddaman sneri hins vegar á sér Neðra- Hnésfótinn á föstudagskvöldið og er eins og áttrætt gamalmenni tilsýndar. Maddaman vonar að hún þurfi ekki að leita dýralæknis í vikunni.
Og síðast en ekki síst, þá fékk maddaman afmælisgjöf sem vert er að minnast á.
Það voru lögð frumdrög að henni fyrir u.þ.b.níu mánuðum síðan, sennilega er þó enn lengra síðan farið var að ræða um gjöfina. Klukkan 14 mínútur í 4 aðfararnótt 25. febrúar var göfin tilbúin og henni pakkað út á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar. Það reyndist vera lítill drengur (það var reyndar búið að lofa maddömunni stúlkubarni en það er nú ekki hægt að fá allt). Maddaman er hæstánægð með æskuvinkonuna sem alltaf gerir það sem hún er beðin um;O)
Hins vegar neitar hún að skíra drenginn Sesselíus sem að maddömunni þykir tignarlegt nafn og vel við hæfi. En maddaman ætlar að leggja til að hann fái ættarnafnið Seljan næst þegar þetta mál ber á góma.

laugardagur, febrúar 25

Í dag eru 29 ár síðan Þorsteinn gamli læknir ákvað að nú væri tími til að ýta á eftir madömunni í heiminn. Þá var maddömmumóðirin búin að vera heilan mánuð á sjúkrahúsinu og börn og bú í reiðileysi og var fóðruð á hafragrauti án salts, blóðsugarnar sugu úr henni blóð mörgum sinnum á dag og hún mátti ekki stunda handavinnu né lestur sér til hressingar.
Klukkan 00:05 þann 25.febrúar 1977 skaust 18 marka og 52 cm maddaman í heiminn. Ef að maddömuna misminnir ekki þá tók Stefán Þórarinsson á móti henni.
Af þætti Sumarhúsabóndans fer litlum sögum, hann var allavega ekki til staðar við fæðinguna en ætla má að hann hafi komið við sögu um það bil níu mánuðum áður;O) Móðurbróðir Sumarhúsabóndans er hagmæltur og er giftur góðri konu. Hún sá aumur á Sumarhúsabóndanum vegna konuleysisins og bakaði kökur handa honum sem lagðar voru í sætið á traktornum en Sumarhúsabóndinn var á einhverju transporti. Ofan á bakkelsinu var miði með tveimur vísum.

Svo þér endist þrek og þróttur
því vill frú mín láta vita
Úr því þú hefur eignast dóttur,
áttu skilið kökubita.


Þær eru svona þessar konur,
þeirra ef á hlut er gengið.
Ef það hefði orðið sonur,
enga köku hefði fengið.

Maddömunni þykir ósköp vænt um vísurnar sínar sem og höfundinn og konu hans.

miðvikudagur, febrúar 22

Skilnaður...

Maddaman vill skilja við Pál. Það er hinsvegar ótímabært og Páll og maddaman þurfa ekki að hanga saman nema til sumars þá geta þau með góðri samvisku farið hvort sína leið. En akkúrat núna er Páll óþolandi að vera samvistum með.

sunnudagur, febrúar 19

Jólahlaðborð.....

Maddaman var á mjög síðbúnum jólafrokosti í gærkveldi með hinum pamperunum á stúdentagörðunum. Það var teiti mikið og drukkið stinnt og gratis og ekkert gleður danskar sálir meira. Það sem einkennir svona julefrokost er það að menn virðast vera mjög spenntir fyrir því að prófa önnur rúm en sín eigin og virðast ekkert vera að stressa sig yfir svona pjatti eins og giftingarhringjum og öðrum óformlegri hjúskaparsáttmálum. Svo var einnig raunin í gær. Maddaman var hinsvegar með vaktsímann og eftirtektina í lagi og var hvíldinni fegin í rúminu frá Lars Larsen!

föstudagur, febrúar 17

Baugur.....

Sá fréttir í dag þar sem danska fréttakonan nánast hrækti út úr sér að nú væri Baugur búin að kaupa i Bang&Olufsen 8,5% og það kæmi nú engum á óvart eða eitthvað í þá veruna. Maddaman skilur bara ekki þessa ógnar öfund út í þessa gömlu þegna Dana. Maddaman veit um íslendinga gestkomandi hér í borg sem að tóku sér leigubíl á milli áfangastaða. Leigubílstjórinn tók þau tali og spurði meðal annars að því hverra þjóðar þau væru. Það skipti engum togum að leigubílstjórinn jós skömmunum yfir þau hvað íslendingar væru rík og gráðug þjóð það sem eftir lifði ferðarinnar. Þetta ergir maddömunna vegna þess að hún er vel kunnug hversu vinnusamir og duglegir samlandar hennar eru og víla oft ekki fyrir sér að taka mikla áhættur. Danir leggja mikið upp úr frítíma og hygge og slíku og er það vel. En menn verða kannski ekki ríkir á þvi að vinna 37 tíma á viku og hygge sig!

Risinn upp frá dauðum......

Maddaman telur sig vera að mestu leyti upprisna;O)
Þó er sennilega rétt að ganga hægt um gleðinnar dyr...og halda sig heima að undanskildu einu erindi niður í bæ sem að verður að sinna í dag eða á morgun! Einnig væri gott að reyna að taka upp samstarf aftur við Pál og félaga....það hefur legið í láginni alla þessa viku. Hér er einnig gríðarlegt verk fyrir höndum að breyta þessu sjúkraskýli í mannabústað...og það stendur líka til að þrífa eldhúsinnréttinguna í allra nánustu framtíð. Maddaman ætlar meðal annars að hlaða knörr sinn með einu stykki uppþvottavél sér til hressingar þegar siglt verður yfir hafið. Maddaman er mettuð af uppvaski fyrir lífstíð og vill heldur nota tíma sinn í að lesa góða bók;O)
Þar hafið þið það....

fimmtudagur, febrúar 16

Jiminnneini.....

Fjórði dagur veikinda og hitinn ennþá á sama bili. Þetta er verða æsispennandi, búið að skipta yfir í íshokkí og meiri krulluíþróttur á Olympíuleikunum. Líst illa á ef að maddaman á að vera sófaþáttakandi í öllum ólympíuleikunum. Hafragrauturinn klárast á morgun ef að haldið verður áfram að éta hann í morgunmat, hádegismat og eftirmat!!! Maddaman var að pæla í að fá sér gin út á hann seinnipartinn bara svona til að gera eitthvað spennandi. Þið sjáið í hvað stefnir....Bara einn búin að óska eftir stellinu...greinilegt að menn eru ekki áhugasamir um að hagnast á ótímabæru andláti maddömunnar!!!

þriðjudagur, febrúar 14

Lasarus

Oh my god! Það hafa ekki verið góðar bakteríur sem að Íslendingarnir tóku með sér á þorrablótið. Allavega er maddaman búin að liggja fyrir lífinu eins og Frissi í Skóghlíð sagði forðum síðan á sunnudagsnóttina og finnst lífsvonin heldur minnka ef eitthvað er. Maddaman er að mygla á að horfa á þessar krulluíþróttir og skíðaskotfimi ólympíufara. Tekur þetta engan enda???? Matseðilinn stendur á hafragraut og hápunktar dagsins er þegar maddaman ákveður hvort hún eigi að fá sér Panodíl eða Panódíl Hot næst!!!! Svo þegar maddömunni hefur leiðst hrikalega þá mælir hún sig með hitamælinum sem að hún keypti í sumarfríinu í fyrra "til að styrkja strákana" og sá hitamælir sem að maddaman potar undir tunguna úrskurðar hana dauða samkvæmt reglum um hitastig líks!!!!
Over and out og þeir sem vilja erfa stellið vinsamlegast skráið sig í kommentakerfinu....það er búið að ráðstafa flestu öðru;O)

mánudagur, febrúar 13

Afleggjarinn......

Maddaman er ekki holdgrönn kona eins og margoft hefur komið fram á þessu bloggi og hefur nánast aldrei talist það fæddist afskaplega pattarleg og hefur haldið því nokkuð síðan, Það er heldur ekki leyndarmál, því að vaxtarlag fólks er erfitt að fela mikið fyrir umheiminum og maddaman felur það heldur ekki fyrir sjálfum sér þó að hún kannski vildi glöð gera það og ímynda sér að hún væri bara stærð 38.
Samt hefur maddaman sennilega að meðaltali tvisvar í viku langmestan part af sinni bráðum 29 ára gömlu ævi, verið bent á umfang sitt af samferðafólki sínu, bara svona ef að maddaman væri búin að gleyma því eða hefði kannski ekki tekið eftir því sjálf. Samferðarfólk inniheldur nánast alla sem að maddaman hefur umgengist á lífsleiðinni, fjölskyldu, vini skólafélaga, kærasta, vinnufélagar, kennara, lítil hreinskilin börn, skjólstæðinga og síðast ekki síst bráðókunnugt fólk. Stundum hafa þessar setningar fallið í góðlátlegu gríni, aðrar hafa gagngert verið ætlaðar til að láta svíða undan. Sumar þeirra hafa verið meintar sem ábendingar og skúbb til maddömunnar um að gera eitthvað í "sínum málum" eins og það er orðað svo smekklega þegar allir aðrir en viðkomandí sem að gefur ráðleggingarnar eiga að gera eitthvað róttækt í sínum málum. En allar eiga þessar setningar það sameiginlegt að þær fara á harða diskinn og ekki á gamla floppy diskinn. Það væri hægt að gera langt blogg um hver sagði hverja setningu hvenær og hvar og af hvaða tilefni. En maddaman man þær...nánast allar. Reyndar er maddaman stálminnug kona en það er önnur saga.
Maddaman veltir því hins vegar fyrir sér hver þörfin er hjá öðru fólki að láta menn vita af hlutum sem eru allavega nokkuð augljósir fyrir maddömmunni.
Maddaman hefur margan manninn hitt á lífsleiðinni af öllum stærðum og gerðum með mismunandi nef, hár á röngum stöðum og jafnvel tennur á óheppilegum stöðum og mismunandi marga útlimi. Sem betur fer segir maddaman, það er nú einu sinni það sem er svo margslungið við þetta mannlíf er hversu ólíkar við mannskepnurnar erum í útliti og innréttingu.
En maddaman hefur afskaplega sjaldan fundið hjá sér neina sérstaka þörf hjá sér til að benda mönnum á þetta nef/freknur eða hvað það sem nú er eftirtektarvert í fari fólks. En maddaman man samt eftir einu tilfelli þegar hún var barn þar sem hún gerði sig seka um þetta og skammast sín ennþá fyrir það og á líka að gera það.
Það er maddömunni hinsvegar ráðgáta ef að hinn almenni borgari er uppfullur af þeirri hugsun að maddaman viti barasta allsekki hvernig hún lítur út, að þessi maddama haldi kannski að hún sé bara í hinni eftirsóttu stærð 38 og það sé bara samfélagsleg skylda hins almenna borgara að láta vita af þessu líkt og okkur ber skylda til að upplýsa hvert annað um náttúruhörmungar og farsóttir.
Maddaman veltir því fyrir sér hvort að umheimurinn flokkaði hana með öllum mjalla ef að hún færi að toga í búrkurnar á múslimakonunum og segja þeim í góðlátlegum tón að þær séu múslimatrúar bara svona ef að þær væru ekki vissar svona til að taka nærtækt dæmi!!)


Nú er það svo að maddaman þekkir meðölin sem að duga rétt eins og flestir aðrir. Það er bara að brúka þau eins og önnur meðöl eigi þau að hrífa. Um daginn las maddaman grein sem að fjallaði um það hvað það væri erfitt að vera feitur og hamingjusamur í nútímasamfélagi. Það voru margir góðir punktar í henni og meðal annars þetta umræðuefni sem að er nú nánast á heilanum á mörgu fólki sér í lagi af gerðinni kven (umgengst reyndar karldýr í hópum ekki svo mikið að hægt sé að dæma það)og það er það að tala um hvað hinir og þessir hafi bætt á sig.
Maddaman heldur svei mér þá að sumir fari bara á árgangamót til að tékka á því hverjir hafi bætt á sig. Þeir sem ekki eru þefaðir uppi þar...eru þá yfirleitt svo óheppnir að rekast á einhverja á almannafæri sem eru til frásagnar um þessi ósköp og spara yfirleitt ekki að boða fagnaðarerindið. Ef að allt um þrýtur er hægt að leggjast á gúgglið og barnalandið til að snapa upp restina. Hins vegar er gleðin ekki eins fölskvalaus ef að sömu skólafélögum hefur tekist að losa sig við umframtólgina. Það er minnst á það í forbifarten með töluverðum öfundarhreim.
Maddaman vill hinsvegar trúa því að stærsti hlutinn af þessu vel upplýsta ferðafólki hennar hafi ekki ætlað sér að skilja eftir sig skrá á harða disknum. Það er vegna þess að maddaman reynir að trúa á hið góða í mannkyninu. En orð verða samt aldrei aftur tekin.

Samt er sá maður sem þekkt hefur maddömuna allt hennar líf sem hægt er að undanskilja og hans skrá á harða disknum er tóm og nú ætlar maddaman að leggja frá sér maddömmutitilinn í næstu setningu. Það er hann pabbi minn sem að hefur glaðst með mér glaðri ef vel hefur miðað í þessari baráttu og hryggst með mér hryggri þegar ver hefur gengið en aldrei notað þetta sem vopn gegn mér ef í harðbakkann hefur slegið eins og fólki hættir til að gera.

Svo skal maddaman segja ykkur eina skemmtilega sögu af harða disknum til að hressa ykkur og sig í lokin
Einu sinni eftir að maddaman flúði land þá kom hún á dansleik í Valaskjálf. Þar hitti hún einn af rónum bæjarins. Hann kom auga á maddömuna (annað hefði sennilega líka verið ógerlegt af hans mati;O) og segir :Nei ert þú hér, þú hefur greinilega ekkert farið í megrun nýlega???
Þá snérist snöggt í maddömunni og hún svaraði að bragði;Nei en munurinn á mér og þér er sá að ég get náð þessum kílóum af mér ef að ég legg hart að mér. Það verður hinsvegar aldrei hægt að skipta um haus á þér!
Þess ber að geta að þessi maður hefur ekki sýnt holdafari maddömmunnar eða hennar persónu neinn sérstakan áhuga síðan!

sunnudagur, febrúar 12

Blót....

Maddaman blótaði þorra með íslendingum og örfáum dönum í Tívolíinu í gær. Allt var snilld, maturinn, búsið, fólkið hljómsveitin og bara næstum þvi allt.
Reyndar heyrðum við ekkert af því sem sagt var í hátalarakerfið afþví að við sátum í hliðarsal. Ginið kláraðist líka löngu áður en maddaman var komin í gírinn en Baccardi frændi kom þá sterkur inn í staðinn.
Dama kvöldsins;Klárlega sú sem veifaði brjóstunum framan í Júlla og Loga í rúman klukkutíma og spurði Loga hvað hann tæki í bekkpressu. Segi nú ekki annað en "this is so much 1985"
Herra kvöldsins: Gaurinn sem að maddaman þurfti að eyða dýrmætum höslkvóta í að þvæla um tvíreykt hangikjöt við og kindurnar hans tengdapabba sem að hann hafði augljóslega aldrei komist í kynni við nema á diski með sósu!!!! Tengdapabbinn var reyndar Vopnfirskur en það er líka eini plúsinn!!!
Mínus kvöldsins: Nettó pokinn sem að varð maddömunni nánast að falli á Strikinu en þökk sé riddarlegum karlmönnum vörðu hana falli!
Maddaman finnur reyndar fyrir því að hún sé farin að gamlast....þegar börnin sem að hún man eftir með hor&slef eru mætt á djammið í skorukjólum!!
Já já í dag er öll heilastarfsemi í fullkomnu lágmarki!

fimmtudagur, febrúar 9

Kropsrester.......

Það hefur verið ælt á maddömuna...huggulegt reyndar þó aðeins í bloggheimum. Reyndar hefur verið ælt á hana í raunveruleikanum en það var drengur sem að háls,nef og eyrnalæknir var að pota tréspaða oní kokið á. Maddaman var uvidað eins og vafningsviður í erminni á lækninum að nema fræðin!
Jæja skúbbídú

4 störf sem að maddaman hefur unnnið

Skolað vambir í sláturhúsi KHB heitnu
Verið á tippi hjá Vegagerð ríkisins (sumir lesendur vita pottþétt ekki hvað það er!)
Skúrað í einni dýrustu húsgagnabúð í Kaupmannahöfn Vestergaardmøbler
Keyrt rusli um helgar á auðvirðilegum traktor í Köben;O)

4 staðir sem að maddaman hefur búið á

Breiðamörk, Jökulsárhlíð
Verbúðinni á Breiðdalsvík (held að það hafi ekki verið svo þróað að það væri götuheiti)
Sigtúni 64, Patreksfjörður
Dalslandsgade 8, Kaupmannahöfn
og ein bónus hérna fyrir ykkur
á klósetti í Barnaskólanum á Hallormsstað

4 bíómyndir sem að maddaman getur horft aftur og aftur á
Shawshank Redemption
Með allt á Hreinu
Stella í Orlofi númer 1 (fyrsta myndin sem að maddaman sá í bíó)
The meaning of Life

4 uppáhalds geisladiskar
U2 safnið
Coldplay
Sigurrós ´
Peral Jam

4 uppáhalds sjónvarpsþættir

Frasier er búin að horfa stanslaust á hann í bráðum 7 ár
Krimmar af flestum þjóðernum breskir, sænskir, skoskir,
Mash ( sé þá þætti bara svo sjaldan orðið )
Desperat Housewifes

4 staðir sem að ég hef verið í fríi á
Palma Nova
Prag
Móseldalurinn í Germany
San Fransisco

4 vefsíður sem að maddaman skoðar daglega

www.mbl.is
ýmis konar blogg
www.ruv.is
www.visir.is

4x besti maturinn

rjúpur veiddar í landi Sumarhúsa og steiktar af húsmóðurinn á sama stað
lambafillé af litlu sætu lömbum Sumarhúsabóndans
Stokkseyrarhumar a la Brynhildur mín
sveittur hammari á Under Elmene

4 staðir sem að maddaman vildi vera á akkúrat núna
hummm maddaman er sátt við sitt en okei.... teljum upp staði sem hana langar að koma til

San Fran
New York
Ítalía
í heitum pott á Íslandinu góða

4 bloggarar sem ælt skal á
humm hjalti, linda, ingibjörgin og auður frænka

mánudagur, febrúar 6

Búrkan

Nú er Írak búið að setja viðskiptabann á Danmmörku, ætla má að það sé í hina áttina líka.....þá er útséð að maddaman fái nýja búrku fyrir þorrablót íslendinga!
Alltaf verið að spæla mann eitthvað.....

sunnudagur, febrúar 5

Skrald....

Maddaman reiknar fastlega með ef að frostaveturinn eða spænska veikin fá henni ekki grandað, þá munu núlifandi umboðsmenn Múhammeðs Spámanns taka það að sér.
Allt vegna þess að þeir hafa ekki húmor fyrir teiknimyndasögum. Sumarhúsahjónin ræða þennan vanda við annan spámann í kvöldbænum sínum og rúma engan veginn svona vitleysisgang (rúma heldur ekki teiknimyndasögur!!!) og myndu helst vilja láta utanríkisráðuneytið kalla maddömuna heim þrátt fyrir að hún sé ekki opinber sendiherra í þessu landi. Bara óopinber sendifulltrúi einnar fjölskyldu eða svo í Dalalandinu;O)
Meðan vísitöluhjónin trilla afurðum sínum um í þartilgerðum vögnum á sunnudögum á leið í bakaríið( afþví að þegar menn eru gengir út þurfa menn ekki að passa línurnar lengur!!!) þá sinnir maddaman skyldustörfum sínum og ekur rusli ífærð íþróttabuxum sem að verða 9 ára í haust ef þeim endist aldur og aðeins eldri íþróttapeysu sem og kornungri lopaflík sem er þörf í frostinu. Meðan ruslaveiðarnar standa yfir koma heimilisfeðurnir og leyfa sonum sínum að skoða þessa undarlegu konu.
Síðan slást konurnar í hópinn þegar þær eru búnar að mála sig ( hinir löngu komnir niður ) og vorkunin skín úr augum vísitölufjölskyldunnar og á einstaka vörum bærist orðið "trukkalessa" og "er þetta ekki bara starf fyrir færeyska karlmenn....."
En vegfarendurnir vita ekki það sem maddaman veit....að ruslakeyrslan borgar fyrir klofháuu leðurstígvélin, lit í hárið Chanel krukkurnar og síðast en ekki síst smér á brauðið!
Maddaman með glottútíannað;O)

laugardagur, febrúar 4

Flensufréttir


Verri influensu hevur ikki gingið í Føroyum í nógv ár, og hjá nógvum, serliga eldri fólki, og fólki, sum annars eru veik, kann hon blíva hon so ring, at tey fóta sær ikki aftur.
Influensan er so umfatandi, at tað eru bara tey hepnastu, sum sleppa undan, serliga um tú ikki hevur havt influensu í eini tvey, trý ár.
Og hon herjar við fullari styrki, og skal takast í fullum álvara Og so eru tað eini góð ráð eisini at hava panodil, ella kodimagnyl við hondina til at taka broddin av fepurinum og pínuni í liðunum.
Í Italia eru tvær milliónir farin undir dýnuna og í Fraklandi liggur ein millión undir dýnunni.