miðvikudagur, júní 20

Apinn Niels

Liðin er nú vika af sambúðinni og gengur hún vel enn sem komið er. Engir alvarlegir árekstrar ennþá enda svokallaðir hveitibrauðsdagar við lýði þrátt fyrir að okkur þykir rúgbrauð betra......! Niels fór að vinna á mánudaginn á trésmíðaverkstæði í Hafnarfirði og líst bara vel á sig þar. Kallarnir tóku að sér að kenna honum dónlegu orðin (sem ég hef ekki kennt nógu vel greinilega) á mánudaginn og skutu svo inn í orðum eins og spýta eða sög annað slagið. Það er misjafnt hvernig menn reyna að komast í samband við annað fólk eins og Stuðmenn sungu um árið og einn gamli kallinn á verkstæðinu sem ekki býr yfir mikilli tungumálakunnáttu vildi vingast við Niels en var búin að gleyma hvað hann hét! Með miklu handapati tókst honum að koma því til skila að það væri skemmtileg tilviljun að Niels væri bæði sláandi líkur og hefði sama nafn og apinn hennar Línu Langsokks og því til áréttunar lék hann einn eða tvo sketsa úr Línu Langsokki með apahreyfingunum og allan pakkann. Niels var búin að heyra þenna brandara einu sinni áður um helgina en þá var það 5 ára vinur okkar sem vildi vingast við hann og segja honum frá tengslum sínum við apann Niels. En apinn Niels hefur sem betur fer góða kímnigáfu og finnst þetta allt í senn vinalegt og bráðfyndið hjá minni ástkæru þjóð.

sunnudagur, júní 10

Tutl og fát.....

Marga atvinnuna hef ég nú stundað um dagan og lagt dygga hönd á plóg við sitthvað og hreint ekki allt skemmtilegt né hreinlegt. En ég er mjög fegin að vera ekki í því verki að tutla stóðhestinn Stála í Ölfusi á hverjum morgni klukkan 10:00, enda ég ekki dýralæknir og ekki með starfsréttindi heldur á þessum vettvangi. Í vikunni lýkur 10 ára einsemd minni.....það hefði verið skelfilegt ef einsemd mín hefði orðið 100 ára;O) Meira seinna......

þriðjudagur, júní 5

Þetta mánaðarlega.....

Þegar ég kom aftur úr hinni ágætu Köbenferð var Hallgrímur málari búin að múra soldið í sprungurnar og slatta á garðhúsgögnin mín en hafði þó skammast til að mála austurhliðina á húsinu og ekki klínt neinni málningu á garðhúsgögnin! Hinsvegar fékk rafvirkinn sem ætlaði að vera búin að draga í innstungu fyrir þvottavélina nýju í kjallaranum heilahimnubólgu um hvítasunnuna og að eigin sögn er þetta besta afsökun sem hann hefur nokkurn tímann haft á takteinum!!!! Þriðji iðnarmaðurinn í lífi mínu hann Niels (og sá eini þeirra sem ekki er uppfullur af afsökunum sýknt og heilagt) var hinsvegar í fínu formi í Köben og vinnur síðasta vinnudaginn sinn í dag. Þá ætlar hann að bresta til Fjáreyja og hagræða eignum sínum og vitja fjölskyldunnar og eftir viku opnar svo sambýlið á Ásvallagötunni með miklum hátíðarhöldum! Námskeiðið hjá Oticon var mjög fínt og við náðum að heilsa upp á vini mína smáa og stóra í Köben. Ég fékk að fara í búðir og Niels bjór og allt var eins og blómstrið eina. Nú er bara fyrirliggjandi að klára hann Pál svo að hægt sé að skilja lögskilnaði við hann áður Niels flytur inn.....ég ligg yfir því 24/7 en það er til mikils að vinna að hafa þetta af núna. Læt þetta duga í bili.....allar truflanir frá skrifunum er ákaflega vel þegnar;O)