föstudagur, ágúst 11

Langfeðgatal......

Bara til að míga utan í fræga fólkið eins og öll íslenska þjóðin gerir þessa dagana.

Jóhannes Jóhannesson Guðrún Jónsdóttir
14. september 1850 8. ágúst 1859


Þorbjörg Sigrún Jóhannesdóttir 1891 - 1984 Guðrún Helga Jóhannesdóttir 1896 - 1951
Arngrímur Magnússon 1925 Sigurbjörg Björnsdóttir 1914 - 1995

Ásgeir Arngrímsson 1949 Stefán Sigurðsson 1940
Guðmundur Magni Ásgeirsson 1978 Sesselja Björg Stefánsdóttir 1977


Já já við Magni kallinn erum fjórmenningar, veit ekki hversu vel ættartengslin sjást. En svona fyrir þá sem ekki átta sig voru Guðrún og Jóhannes hjón og áttu mörg börn þar á meðal langömmur okkar Magna þær Sigrúnu og Helgu. Helga átti svo Arngrím sem að er afi Magna og Sigrún áti svo Sigurbjörgu sem að var amma maddömunnar.
Maddaman er reglulega ánægð yfir velgengni hans og finnst hann ekki hafa notið sannmælis sem söngvari á klakanum. Er bytheway búin að lofa góðvinkonu að kenni henni að telja svona "menninga"!!!!! Lífið er stundum svo fyndið.....

2 ummæli:

Elsa sagði...

Ójá mín kæra, við "Syðri-Víkingarnir" erum að taka yfir heiminn. Minnist þess nú ekki að ég hafi áður kennt mig við þann bæ en nú er sko aldeilis ástæða til ;)

ElsaGuðný

SBS sagði...

Já við Syðrí-Víkingar erum ólíkindatól. Velti samt fyrir mér hvort að Jói gamli hafi verið söngelskur....veit bara að hann var ölkær.....!!!