sunnudagur, desember 12

Jóla hvað..........

Maddaman hefur eytt öllu bloggpúðri sínu í jólabréfsframleiðslu um helgina en nú er maddaman að sjá fyrir lokin á þeirri framleiðslu og verður að bíta í það súra epli að játa á sig stafabrengl í fyrstu framleiðslunni! Þar stendur gengin þar sem réttilega á að vera gengin!!! Þetta finnst madömunni leiðinlegt og til háborinnar skammar og vill hún biðja áskrifendur jólabréfsins hér með velvirðingar á þessu. Annnars færist baðkarið óðum nær Betlehem og maddaman á eftir að framkvæma ýmsa gjörninga. Eins og klára að versla jólagjafir. Maddaman veit ekki hvor að hún á að gefa Sumarhúsbóndanum Mp3 spilara í jólagjöf en það ku vera heitasta jólagjöfin í ár! Maddaman veit reyndar að skyrtan klikkar aldrei en það er eldgamalt trikk! Maddaman óskar sér sjálf að fá kærasta í jólagjöf, það er nefnilega ákveðin verk sem að maddaman hefur not fyrir þá tegund í. Mest Annars hófst próflesturinn formlega í gær hjá maddömunni! Vei fyrir því. Það er sennilega ávísun á að maddaman fari kannski að kíkja í vískípelann hvað úr hverju....!
Ekki meira að sinni.....

2 ummæli:

Inga sagði...

ég verð að játa að ég sé engan mun á "gengin" og "gengin"... gangi þér vel í próflestri! Inga Jóns

SBS sagði...

Hér hefur prentvillupúkinn verið að verki.... þar villan er gegnin og rétta orðið á að vera gengin!!!
Bið lesendur að afsaka mig margfalt og takk fyrir hvatninguna Inga!