mánudagur, desember 13

Hvad for noget......

Maddaman álítur að henni sé farið að förlast miðað við stafsetningarvillurnar og óvandaða framsetningu í gærdagsblogginu sem ofan í kaupið birtist tvisvar!!
Maddaman hefur verið að skaka í skólabókum sínum í allan dag og seinniparts að moka flórinn í híbýlum sínum sem er mjög þarft um þessar mundir! En eigi svo skemmtilegt! Þó er maddaman ekki búin að finna úrið sitt sem að leikur grunur á að sé grafið í haugum kenndum við rusl!
Maddaman tjúnaði jólalögin og Robbie Williams sem maddaman splæsti í að kaupa um helgina (maddaman er örlítð veik fyrir honum!!) og þá gekk moksturinn þokkalega!
Maddaman rifjaði í dag upp skemmtilega sögu af fyrsta og eina bónorði maddömunnar( maddaman telur ekki með þá sem hafa beðið hana að giftast sér í ölæði!!)
Um jólin þegar maddaman var 16 ára vann maddaman í jólafríinu og sparaði þannig fyrir bílprófinu, alltaf mikil búkona maddaman. Maddaman vann á sjúkradeild þar sem mest var gamalt fólk í langtímavistun. Þar var gamall maður, nærsveitungi maddömunnar sem aldrei verið við kvenmann kenndan og var hann gríðarlegur heillaður af maddömunni. Sérstaklega af því að "þú ert svo stór og falleg kona væna mín, heldurðu að við ættum ekki bara að gifta okkur góðan, ég er viss um að við gætum búið góðu búi". Karlinn var nefnilega tyrðill sjálfur og hefur haldið að þessi genasplæsing yrði góð! En maddaman afþakkaði í von um að eitthvað betra kæmi upp á borðið....en nú 11 árum seinna hefur ekkert svosem betra rekið á fjörur maddömunnar!!! En maddömunni þykir alltaf vænt um þetta fyrsta bónorð sem að var einlægt og kom beint frá hjartanu, sem er að verða fátítt nú á dögum þegar allt er svo "ammerískt"!
Ekki fleira að sinni.....

Engin ummæli: