fimmtudagur, desember 9

Úff púff...

Maddaman var í heimsókn í fyrirtækinu Widex sem að framleiðir heyrnartæki í dag! Þetta var griðarlega spennandi og ekki spillti fyrir að við vorum í fullu fæði hjá fyrirtækinu í allan dag og þá meina ég FULLU og vorum leystar út með gjöfum! Maddaman var hrifin af þessu fyrirtæki sem að er í einkaeign og byrjaði rekstur sinn í kjallara í Lyngby árið 1956. Núna er það með 16.000 fermetra húsnæði í Værløse, 1500 starfsmenn um allan heim, 500 bara þarna á svæðinu og selja heyrnartæki og slíkan búnað um allan heim! Fyrirtækið er með algjöran sjálfsþurftarbúskap, sækir nánast ekkert til annara heldur framleiða allt á staðnum. Það var góður andi þarna og gaman að fá að sjá "hið raunverulega líf" sem að maddaman saknar stundum þegar hún situr og stautar í námsbókum sínum! Maddaman fór með eimreiðinni því að þetta er dágóðan spöl frá borginni og eins og ávallt naut maddaman að fylgjast með mannlífinu og samtölum sem að fara fram bæði við besta vin nútímamannsins farsímann og samferðafólk!
Af því að maddaman drap á besta vin mannsins þá dettur henni til hugar hnyttin saga sem að maddaman er að hugsa um að láta vaða. Hér fyrr í haust einhverntímann var maddaman að góna á sjónvarpið og sér þá auglýstan þátt sem að heitir "Besti vinur mannnsins" og maddaman gömul sveitakonan, hugsar strax að hér sé komin þáttur um hunda og hugsaði sér gott til glóðarinnar að fræðast svolítið um hundategundir ) maddaman hefur sérstakt dálæti á fræðsluþáttum en lítið á hundum en hefur aldrei séð eins mikið af mismunandi gerðum af þessum ófétum síðan hún flutti til DK og veit ekki skil á nærri því öllum ).
Þátturinn átti að vera seinna um kveldið og spennt kveikir maddaman á viðtækinu og sér Homo Sapiens af hinni gerðini hlaupa yfir skjáinn kviknakinn....og hugsar maddaman að þetta hafi þó verið undarleg kynning á hundaprógramminu og eiginlega óviðeigandi. Svo súmmar blessaður tökumaðurinn inn á svona hárlausan hund einhvern, ótrúlega lítinn eitthvað og maddaman fer strax að hugsa um "handtöskuhundinn" sem að hún sá einu sinni í tösku í strætó nem hvað maddömuna minnti að hann væri loðinn og með slaufur. Nema hvað að maddaman skrúfar nú loksins upp í þulinum og áttar sig mjöööööög fljótlega á því að þetta prógramm er alls ekki um hunda heldur typpi! Maddaman var svo slegin að hún horfði á prógrammið til enda og er mun fróðari um þennan ágæta líkamspart sem að maddömuna skortir þó sannarlega!
Þar hafið þið það

Engin ummæli: