miðvikudagur, desember 8

Jamm og j

Maddaman ræddi við vinkonu sína gegnum sæstreng í kvöld...vinkonan var hress og afkomandinn einnig sem að spjallaði við maddömuna á frumsömdu tungumáli en kann þó grunnatriði eins og að jarma og gelta og svona helstu dýrahljóð. Maddaman var svo hjá drengjunum sínum í dag sem að voru ósköp stressaðir og trekktir. Maddaman reyndi þó að létta þeim lund með að pakka 1000 bréfum fyrir þá og frímerkja. Maddaman hélt nú í einfeldni sinni að það væri bara hægt að stimpla þessi óféti en Danska póstþjónustan er svo forn að það er ekki í boði nema fyrir morðfjár. Jamm og já
Sumarhúsabóndinn er víst búin að fá nýjan gemsa og eins og alþjóð veit er hann ekki sérstaklega tæknivæddur og stundum er hann eitthvað að kynna sér tæknibúnaðinn og hringir þá óvart í aðra fjölskyldumeðlimi. Um daginn var hann eitthvað að róta og hringdi í systur maddömunar. Varð aldeilis hissa þegar hann heyrði í henni en breytti þessu svo bara í spjall fyrst að hann var nú búin að ná í gegn. Svo spjalla maddömmusystirin og Sumarhúsabóndinn dágóða stund. Samtalið endaði svo eins fljótt og það hófst svo að ég noti orð sys "þá er bara eins og Sumarhúsabóndinn hafi verið skotinn, hvarf bara í miðri setningu" En maddaman veit að Sumarhúsabóndinn er í fullu fjöri!

1 ummæli:

Inga sagði...

En gaman að finna þetta!! Nú ferð þú beint í favorites :)