sunnudagur, desember 19

Berrössuð á tánum....

Maddömutetrinu er nú allri lokið. Maddaman þvoði af sér helstu spjarir í dag og meðal annars nánast alla sokkana sína sem eru þeim ágætu kostir búnir að vera allir svartir og er þessvegna hægt að púsla saman eftir þörfum ef að þvottavélin étur einhvað af þeim.
Maddaman setti þá síðan í þurkarann og ætlaði svo að sækja þá glöð og reif.....en viti menn það var einhver búin að hirða ca 20 pör af sokkum af maddömunni sem að stendur uppi með eitt par af tátillum og eina lopasokka á heimili sínu!!! Sem betur fer er opið í búð í dag svo að maddaman getur skotist og keypt sér nokkur pör til reddingar!
Maddaman óskar sér því að fá nokkur sokkapör í jólagjöf...ef að einhver væri að vandræðast með það!!! Eins veltir maddaman fyrir sér svona í framhjáhlaupi....er einhver að lesa bloggið hennar...er einhver þarna úti?

4 ummæli:

Guðjón sagði...

Ég les.....og hef gaman af.

Nafnlaus sagði...

Ég les líka .... :) Dyggur aðdáandi!

Nafnlaus sagði...

Les á hverjum degi:)
RLÞ

Nafnlaus sagði...

Þetta kommenntakerfi er búið að vefjast ansi lengi fyrir mér þess vegna hefur ekkert komment komið frá mér :S Ég er ekki alveg að fatta þetta með "username" og "password", en fattaði núna að ég get kommenterað sem "anonymous"........ En sem sagt, þetta er snilldarlesning hjá þér og ég hef beðið þessa með óþreyju ;) Kveðja, Ragnhildur.