fimmtudagur, desember 2

Heim í heiðardalinn......

Jæja maddaman bloggaði ekkert i gær því að í gærmorgun fór hún til Fredericia í verknám, sem að reyndar er meira áhorf en verknám! Gærdagurinn fór í að þræða sveitavegi á Fjóni til þess að skoða leikskólabörn þar.
Maddaman gisti svo í Skærby í nótt en það er pínulítill bæ fyrir utan Fredericia. Maddaman fékk flashback á Patró við veruna þarna sem að þó var ekki löng. Aðalgatan var eins og Aðalstrætið á Patró og endaði á höfn eins og þar. Þarna var lítil búð eins og Kjöt og Fiskur á Patró og verðlagið svipað. Lítil búlla við höfnina og enginn fótgangangandi. Maddaman gleymir nebbilega aldrei þegar hún þrammaði í fyrsta sinn eftir Aðalstrætinu á Patró og drekkhlaðinn fólksbíll stoppaði nánast til að berja maddömuna augum og hundurinn í bílnum var meira að segja öfugur af æsingi yfir þessari kvenpersónu!!
En maddaman spjallaði við lókalinn í Fredericia og hældi hafnarbænum i hástert sem að þeir byggðu virki utan um og gerðu allar götur þráðbeinar til þess að auðveldara væri að verjast Þjóðverjum! Hverjum öðrum! Var komin með heimboð hjá gömlu köllunum á stoppistöðinni og alveg inn í jólagjafainnkaupunum hjá þeim!
En eins og madddaman hefur gaman af öllu útstáelsi þá er ekkert betra en koma heim, alveg sama hvað ferðalagið hefur verið skemmtilegt.
Svoleiðis á það líka að vera.

Engin ummæli: