mánudagur, desember 20

"þaðéldénú"

Engar spurnir hefur maddaman haft af fótabúnaðinum og hefur hún þó starað fráum össuaugum sínum (hehe mínus óendanlegt á báðum augum plús sjónskekkja af verstu gerð!!!) á alla fætur sem fyrir hana hafa borið í dag, og þó sérstaklega verið að leita að græntíglóttu hnésokkunum!!!
Keyptir í kauffélaginu okkar íslendinganna Magasín!
Annars er maddaman að vinna í ýmsum "smá"verkefnum áður en stélinu verður létt á loft. Gott verður að komast á óðal Sumarhúsabóndans og konu hans, þar sem aðal jólahasarinn er í fjárhúsunum en ekki búðum um þessar mundir!!!!
Verður þetta því jólablogg maddömunar sem að hefur kvatt danska kunningja og vini í dag. Og var meðal annars beðin fyrir kveðju til Örnen. Maddaman vill bara koma því á framfæri hér með, hefur enga prívat kontakta við hann!!!
Annars hafið það eins og ykkur sýnist um hátíðarnar...það ætlar maddaman allavega að gera!
Hittumst í bloggheimum á nýju ári en vonandi life um jólin!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ljótt er ef þú mætir með berar tærnar í hús sumarhúsabóndans. Gangi þér vel að hafa uppi á fótabúnaðinum. Hafðu það svo gott um jólin, maður á eftir að sakna þess að kíkja ekki á bloggið hjá þér. Hlakka til að heyra frá þér á nýju ári ef ég sé þig ekkert í Íslandsförinni.
Kv Begga