mánudagur, janúar 31

Skjáftar, Roskildesyge og fleira....

Maddaman gat loksins gert það upp við sig að taka ákvörðun í því að fara á þorrablót íslendinga! Maddömunni finnst tilheyra þorranum að fara á blót enda er gríðarlega mikil hefð fyrir því heima í Héraði (athuga maddaman er samt ekki hobbiti!!!)
Enda ætlar stórfrændi maddömunnar að leika fyrir dansi og er víst búin að lofa kokknum og fleiru tilheyrandi. Það er þá eins gott að maðurinn í Gefjunnarpeysunni verði með þetta árið til að dansa við suma sem maddaman þekkir....humm ha!!! Maddaman getur allavega veðjað skotthúfunni sinni upp á að hann er ekki unglegri en í hittiðfyrra, en maddaman gleymir aldrei tanngörðum Gefjunnarpeysumannsins sem að minntu helst á tannheilsu afsláttarhrossa Sumarhúsabóndans!!
Annars eru víst jarðskjálftar austur á Héraði og spurning hvort að fornar gosstöðvar fari að taka við sér! Maddaman er með viðbjóslega pest sem að heitir "Roskildesyge" á dönsku og ætlar ekkert að útmála það meira fyrir lesendum.
Maddaman stefnir á U2 í Parken 31. júlí sem er gríðarlega vænlegt....býður aðdáendum að slást í för með sér

1 ummæli:

SBS sagði...

Til að koma á tónleikana eða hvað....þú veist að ég útvega gistingu fyrir alla Skagfirðingana sem að koma með þér, kemur kartöflubóndinn!!! Auðvitað reddum við miðum það er ekki smurning