laugardagur, janúar 1

Nú árið er liðið...og aldrei það kemur til baka

Gleðilegt nýtt ár.
Hafið þökk fyrir samfylgdina á því gamla og gegnum lífið svona almennt!

Maddaman er komin aftur heim til DK. Það er ósköp gott að koma heim þó að það hafi verið handleggur að tæta út á BSÍ kl 5:30 í morgun til að taka rútuna með fræga fólkinu sem var álíka myglað og maddaman þrátt fyrir frægðina!! Maddaman átti góð jól og áramót...jólin með Sumarhúsafjölskyldunni og áramótin með góðum vinum og einni af aukafjölskyldu maddömunnar.
Mikil og góð bókajól í ár fyrir utan skólabókajólin margumtöluðu!!! Bylur nánast allan tímann og maddaman fór ekki spönn frá rassi... enda vaðmálspilsin óþægileg í byljunum!
Það sem toppaði þó þesssi jól voru þrjár jólagjafir sem að maddaman átti þó enga hlutdeild í

1. Fullorðinn frændi maddömunnar sem að deilir rausnarlega út jólagjöfum til barna og fullorðinna og gaf klæðskera fjölskyldunnar (sem að er um fertugt justbytheway) saumahandbókina 100% Nylon nema hvað!!!!!!

2. Sorptunna af stærri gerðinni sem að maddömmumóðirin fékk frá góðum granna!!! Sumarhúsabóndinn hélt nú að þettta múv hefði ekki verið vel séð af hans hendi!!!!

3. Sami nágranni sem að hlotnaðist peysa frá Stressmann í jólagjöf....snilldarheit á þeirri ágætu sjoppu!

Áramótatoppið var tvímælalaust flugeldarnir sem að maddömunni finnst vera eins og sáðfrumur í samhæfðu sundi!!! Voru ekki fleiri sem að sáu þetta, maddömunni er spurn!
Og skaupið sem að maddömunni þótti snilld og hlutur Kristjáns Jóhannssonar síst of lítill!

Lifið heil.....þar til næst

Engin ummæli: