laugardagur, janúar 29

Det var brændevin í flasken.......

Maddaman er búin að klikka á blogginu undanfarið, en það stafar af mestu af því að á fimmtudaginn fór hún í sakleysislegan saumaklúbb sem að endaði í karokísöng og mikilli gleði og marineringu á innyflum! Maddaman veit ekki alveg hvenær hún komst heim...en sem betur fer stutt að fara. Í gær þurfti maddaman að hitta drengina sem að fannst maddaman venju fremur framlág. Síðan fór maddaman út að borða á Tíbetanskan veitingastað með bekknum sínum og eftir það var haldið að hitta Ingur og Möggur sem og Rambó sem að bættist í hópinn seinna. En er það færeysk vinkona Möggunnar frá steinöld og af nafninu að dæma hélt maddaman að hér væri komin ekta færeysk trukkalessa, en þetta reyndist vera stúlka á stærð við annað lærið á maddömmunni og aldeilis laus við umsnúninga. Urðu fagnaðarfundir þegar færeyskur kærasti Rambó dúkkaði upp líka en maddaman þekkir hann að góðu!! Síðan var haldið á djammið niðrið í Studiestræde og var hin besta skemmtun! Maddaman gerir allt með trompi og er að spá í hvort að hún eigi ekki að kíkja eithvað út á lífið í kvöld.......

2 ummæli:

Inga sagði...

Takk fyrir síðast!! Þetta var frábært! :D

Nafnlaus sagði...

Jæja, þá geri ég aðra tilraun í þessu kommentakerfi.. og posta mig inn sem anonymous. En já allaf gaman að lesa og er ég að hugsa um að linka þig inn á síður sona minna. Þó ekki sé nema bara til að auðvelda mér að kíkja á þig. Bestu kveðjur af Fróni, Ragnhildur.