mánudagur, janúar 17

ungir menn

Rétt áðan var bankað á hlerann hjá madömmunni mjög varlega. Maddaman fór og opnaði líka varlega ( alltaf lúrir óttinn í brjósti maddömunnar um að sendiboðar innheimtudeildar danska ríkissjónvarpsins nái henni á ögurstundu), fyrir utan stóð ungur og myndarlegur maður og miðaði á maddömuna stórri hríðskotabyssu!
Þennan unga mann þekki ég að góðu en hann er 2 ára Færeyingur og heitir Tóki.
Hann er góðvinur minn og uppástendur að maddaman sé guðmóðir hans af því að maddaman kann svooo skemmtilegar sögur! Snemma beygist krókurinn og eftir stóran og blautan koss af hálfu unga mannsins, ákváðu maddaman og ungi maðurinn í samráði við móður piltsins að deita einhvern góðan sunnudag, eftir lagningu og fara á leikvöllinn saman!

4 ummæli:

Picciotta sagði...

Hei ég linkaði á þig á blogginu mínu en hafðu ekki áhyggjur þó að þú sért svona til hliðar það er engin myndræn meining með því, bara smá klaufaskaður sem ég nenni ekki að laga í kvöld hmmmffff
Birna

Picciotta sagði...

átti víst að ritast klaufaskapur

Nafnlaus sagði...

Já sko bíða ekki prinsarnir í röðum við þröskuldinn, betra að þeir séu ekki of gamlir þá er erfiðara að temja þá. Hann virðist vera mesti sjarmi þessi ungi félagi þinn þótt hann virðist hrjúfur á yfirborðinu, sbr hríðskotabyssan.
Kv Begga

SBS sagði...

Jú takk tek þetta ekki nærri mér með linkinn, það fær enginn link í staðinn enn sem komið er!
Begga já er það ekki málið að ala sér bara upp eintak.....hægt að slípa alla vankanta af í uppeldinu!