mánudagur, janúar 3

Dagen derpå....

Maddaman er ósköp andlaus af lestrinum og það eru ekki jólabækurnar lömbin mín. Einnig finnst henni þessar hörmungar í Asíu óskaplegar og ekki séð fyrir endann á því öllu saman.
Maddaman gleymdi reyndar að segja frá því í nýársdagsblogginu að Sumarhúsabóndinn átti gríðarlega gott komment á aðfangadagskvöld þegar hann var að skoða jólakortin. Það er alltaf byrjað á því á heimili maddömunnar að opna kortin á undan pökkunum og er það íþrótt sem að Sumarhúsabóndanum hugnast lítt..hann segir réttilega að þetta sé alltaf frá sama fólkinu og það sé einkennilegt hvað við kvenþjóðin getum verið upprifin yfir berum barnungum á gæruskinni númeri stærri en í fyrra!!! Nema hvað að kona Sumarhúsabóndans er ströng kona og það þrátt fyrir jólahátíðina! Sumarhúsabóndinn skoðar því kortin með hangandi hendi eftir að kona hans hefur opnað, lesið og rétt honum kortin. Bóndinn fékk í hendur logagyllt kort með mjög svo framúrstefnulegum englum sem að voru að föndra eitthvað sem ekki lá alveg ljóst fyrir svona í fljótu bragði! Rumdi þá í Sumarhúsabóndanum, Jæja alltaf sér maður eitthvað nýtt , englarnir komnir í skítkast hver við annan!!!
Þetta þykir maddömmunni bæði jólalegt og huggulegt og minnir hana á upprunann sem hún er svo ósköp ánægð með!!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg gæti ég brjálast úr hlátri við tilhugsunina um sumarhúsabóndann við jólakortalestur.
Takk fyrir spjallið um daginn og gangi þér vel við lesturinn. Hér er vetur konungur mjög óákveðinn um hvaða veðurfar hann vill helst hafa en stefnir í snjó í vetur, ekki laust við að geðslagið sveiflist í takt við umhleypingana.
Kv Begga

SBS sagði...

Sömuleiðist takk! Já jólakortalesturinn hjá Sumarhúsabóndanum þarf að "upplifast"!!!