miðvikudagur, janúar 5

Tuð maddömunnar.....

Maddömmuskarnið heldur að hún sé með alla sjúkdóma sem að hún hefur verið að lesa um undanfarið og sé alveg á nippinu að missa heyrnina ásamt vitglórunni. Maddaman huggar sig þó við það að hún hefur góð sambönd til þess að fá eitthvað töff heyrnartæki!! En það er nefnilega tískuvara eins og allt annað. Víst er maddaman glysgjörn eins og hrafninn og fagurkeri en stundum finnst henni nú hönnunar og tískubrjálæðið ganga úr hófi fram. Til dæmis klósettburstar og ruslafötur sem að er sérhannað, maddaman hefur séð með eigin augum einhverjar VIP-ruslafötur á 1000 Dk og svo fjölgar eða fækkar 100 köllunum eftir stærðinni. Alveg bráðnauðsynlegt í barnaherbergið fyrir bleiurnar las maddaman í ónefndu tískublaði sem að hún stelst stundum til að kaupa. Ætli VIP standi fyrir very important person er að henda rusli í þessa ruslafötu!!!
Það er þá einn iðnaðurinn sem hægt er að gagnrýna þessi barneignarstartkostnaður. Öllu má nú ofgera. Kannski væri við hæfi að koma með "að það var annað í þá gömlu góðu daga þegar húsmóðirin kom með fermingarkommóðuna í búið og öll börnin sváfu í henni fram að x ára aldri og varð engum meint af" En maddaman ætlar ekki að koma með þetta komment því að það er bara ekki málefnalegt. Það eru breyttir tímar og efnahagur fólks er betri og flestir eru í þeirri aðstöðu að eftir að vera búnir að brauðfæða og klæða sig og sína, koma yfir sig þaki að ógleymdum skattinum, þá eiga menn peninga eftir sem að menn ráða yfir sjálfir (eða fá þá lánaða hjá bönkunum!!! ) En hvað um það þá hefur maddaman mikið hugsað um setningum sem að hún heyrði um daginni : að það væru forréttindi að búa í landi þar sem fólk hefði það svo gott að það ætti peninga afgangs sem að þeir gætu ráðstafað að eigin vild.
Maddaman las líka viðtal á dögunum við konu sem að sagði að það væri bara ekki hægt að lifa af einum tekjum, alltsvo fyrir fjölskyldu nú á dögum. En þá spyr maddaman hvað er að lifa; er ekki þrengsta útfærslan á því að hafa í sig og á og draga andann. Kynslóð maddömunnar setur bara aðra merkingu í að "lifa" nú orðið en var og er það vel.
Maddaman heldur að það sé hægt að lifa af einum tekjum ef að menn lifa á sömu forsendum og kynslóð foreldra maddömunnar gerði. Þar sem menn leyfðu sér heldur ekki ferðalög, tískufatnað, flotta bíla, gsm og þar fram eftir götunum.
Maddaman veit þó alveg að tekjur manna og aðstæður eru mismunandi og er ekkert að að alhæfa fyrir hönd allrar þjóðarinnar. Maddaman er bara svona að velta þessu upp!

Engin ummæli: