sunnudagur, nóvember 28

Maddömmudjamm

Madamman er að byrja júlefrokostvertíðina og byrjaði hana með stæl! Down town með stelpunum, ægilega fínt út að borða á Brasserie Chit Chat. Lifrakæfa, bambi og súkkulaðikaka sem var bara snilld! Síðan var farið á djammið með frændum vorum færeyingum. Það er búið að skoða alla góða árganga í íslenskum karlmönnum svo nú eru það bara Færeyingarnir eftir. Madamman var fyrir vonbrigðum, þarna voru litlir drengir með lopahúfur sem að náðu maddömunni rétt i mitti og helmingurinn af Færeyska flotanum í landlegu en doldið þreyttir svona!!! Skildu ekkert í uppruna mínum fyrst að ég var ekki frá "Fúglafirði, Klakksvík, Sudurey eller Tórshavn"!!! Já svo er nú það. Maddaman kom heim léttreykt einsog lærin frá SS og fannst gott að fyrirhitta flet sitt!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Léttir að vita að þú ætlar ekki að millilenda í Færeyjum á heimleiðinni. Hér eru íslensku jólahlaðborðin að ná hámarki og menn ekki samræðuhæfir nema þeir taki allavega eina ferð á hlaðborð og geti þá borið saman hinar og þessar veitingarnar milli staða.
Gaman að lesa sögur af sumarhúsabóndanum, hann birtist manni ljóslifandi rétt eins og þegar hann át með okkur pizzu forðum daga og kvartaði yfir að það vantaði alveg meðlætið. Sem að sjálfsögðu voru soðnar kartöflur. Gott ef þetta var ekki bara fyrir Skjöldólfsstaðaball með Geirmundi...
Kv Begga

SBS sagði...

Ku það vera rétt til getið þetta með Geirmundarballið og pitsur eru jú ekki matur heldur brauð með áleggsflyksum svo að ég vitni orðrétt í bóndann!
Góða ferð í jólahlaðborðin...