miðvikudagur, nóvember 17

Framkvæmdagleði og fleira gott....

Dagar maddömunnar eru dimmir og langir um þessar mundir og augnlokin ákaflega síð á morgnana! Maddaman lumar þó á góðu húsráði frá menntaskólagöngu sinni við þessu en það er að lofa sér því hátíðlega að leggja sig um leið og maður hefur lausa stund til þess! Maddömunni þykir harla gott að falla fyrir þessu bragði hvern einasta morgun.....því af lagningunni verður aldrei neitt og munar maddömuna í gamla góða daga þegar þetta var iðkað reglulega.
Maddaman er manneskja framkvæmda eins og allir vita sem þekkja hana. Maddaman hitti fyrrum samstarfskonu sín í dag sem að rifjaði upp gamla góða daga þegar maddaman leysti af á skrifstofu stúdentagarðanna! Aðalstarf maddömunnar var að meta hvort að íbúar garðanna sýndu nægilega námsframvindu til að geta búið áfram á görðunum! Maddaman sendi svo viðkomandi bréf með viðeigandi innihaldi! Bréfin þau arna voru inn í tölvukerfi Dan- Ejendom sem að ræður yfir töluvert meira húsnæði. Samstarfskona maddömunnar er engin tölvumanneskja og setti hana lauslega inn í þetta kerfi, og skrifaði maddaman fjölda bréfa daginn þann! Þegar maddaman kom glöð og reif til vinnu sinnar morguninn eftir var uppi fótur og fit og samstarfskonan gráti næst. Forstjórinn og yfirdeildarstjóri fyrirtækisins voru lamaðir af skelfingu því að maddaman hafði gefið tölvukerfinu skipun um að segja upp öllum leigendum í ákveðnum götum!!!! Talvan var svo búin að dunda við að segja liðinu upp alla nóttina meðan maddaman svaf á sínu græna og "anede ikke uraad". Það voru u.þ.bþ 4500 manns sem að maddaman hafði sagt upp af einskærri atorkusemi og þetta gátu menn athugað í rafræna kerfinu sínu!! Fólk sem búið var að búa í 30 ár í sömu íbúðinni átti bara að pakka í hvelli og flytja! Maddaman var óneitanlega rjóð í kinnum fram eftir degi.....en nú 2 árum seinna þykir henni þetta bráðfyndið!
Maddaman hefur móttekið ýmsar ábendingar eftir að hún hóf netheimaskrifin og þar á meðal að eigi sé hægt að kommenta spekina. Maddaman mun setja tæknimenn sína í málið og leysa hið bráðasta. Anders har også klaget over at han ikke forstår hvad maddaman skriver...men Anders jeg har jo fortalt dig at du skal tage dig sammen og lære lidt islandsk!!!
Svo mörg voru þau orð!



3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HÆ!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bloggið þitt, hlakka til að fylgjast með endalausum uppákomum þínum í Danaveldi, sem kannski ætti að kalla Íslendinga-nýlendu þessa dagana! kv.Dögg

SBS sagði...

Takk fyrir það Dögg! Engin hætta á öðru en uppákomurnar láti sjá sig!