laugardagur, nóvember 20

Maddaman getur nú ekki annað en tekið áskorun þegar tilefni bjóðast!
Maddaman hefur dvalið mikið hjá bláu bókinni um helgina og á sennilega eftir að gera meira af því! Á hverri önn eignast maddaman nýja bók sem að henni er illa við. Eins og maddaman er nú bókhneigð. Í fyrra var bókin rauð sem að maddömunni var illa við! Maddaman hittir finnska stöllu sína einu sinni í viku til að ráða ráðum sínum um bláu bókina en sú finnska sem að kemur frá Wasa íFinnlandi (sem að hrökkbrauðið góða dregur nafn sitt af) eyðir líka miklum tíma með bláu bókinni! Maddaman vonast til að hún hafi vingast við þá bláu, þegar sá drottins dagur rennur upp að hún þarf að svara fyrir sig út úr bláu bókinni! Tæknimenn maddömunar eru alltaf að kenna henni eitthvað nýtt og á föstudaginn lærði maddaman að sækja sér kvikmyndir á netinu. Í gær horfði maddaman á Hafið sér til skemmtunar sem að henni þótti gríðargóð mynd og vel gerð. Maddaman fann sig strax í myndinni og þótti persónur vel útfærðar og litríkar! Maddaman getur nú ekki annað en vorkennt Balta kallgreyinu að þurfa að punga út með 70 millur fyrir ónýtt frystihús á Neskaupstað af öllum stöðum liggur henni við að segja.
Hér hefur verið sýnishorn af snjó í dag...en ekkert fárviðri sei sei nei! Það minnir maddömuna á fyrsta veturinn sem að hún var hérna en þá kom mikið fárviðri í lok nóvember sem að danskurinn kallaði fellibyl! Sumarhúsabóndinn faðir maddömunar sem að kallar nú ekki allt ömmu sína þegar kemur að roki reyndi ítrekað að ná í maddömuna gegnum sæstreng en maddaman svaf frá sér allar símhringingar enda búin að láta hjólið inn og örugg með sig og sitt! Sumarhúsabóndinn náði þó sambandi og hughreysti maddaman hann með þvi að norður í Hlíð kallaði maður þetta strekking!!
Fleira var ekki í fréttum

Engin ummæli: