sunnudagur, nóvember 21

Einhyrningurinn.....

Stórvinkona maddömunar kallaði maddömuna Einhyrning fyrir skömmu síðar. Kom það til út af því að verið var að skiptast á skoðunum á málefnum og var Stórvinkonan hrifin af viðhorfum maddömunnar sem að henni þóttu fágæt og þar af leiðandi sæmdi hún maddömuna Einhyrningstitlinum sem að henni þykir ekki afleitur! Hins vegar veltir maddaman því fyrir sér hvort ekki væri jafnvel gott að vera marghyrningur en það gæfi þá væntanlega til kynna að persóna hefði vald á mörgum hliðum málefnis. Svona skoðanaskipti minna maddömuna alltaf á sýslumann nokkurn í Húnavatnssýslu sem að maddaman telur sig muna að hafi heitið Jón Ísberg. Hann sagði að það væru fjórar hliðar á öllum málum, þín hlið, mín hlið, hans hlið og rétt hlið og það var ekki þar með sagt að hún væri nein af fyrrnefndum!
Maddaman er annars að horfa með öðru auganu á Örnen sem að hún er ekkert alltof hrifin af (reyndar hefur maddaman smá svaghed fyrir aðalleikaranum :o) fyrstu þættirnar minntu hana á byrjunina á Njálu en þar var mannfall mikið í byrjun. Maddaman er líka dauðþreytt á þessari kynsveltu systur Hallgríms sem að myglaði í mörg ár í Vestmanneyjum við að sinna karlægri móður sinni og komst greinilega ekki einu sinni á Þjóðhátíð fyrir skassinu!
Ekki fleira spaklegt að sinni...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú stendur þig vel í þessu Selja mín;-)
RLÞ