mánudagur, maí 9

Rit

Maddaman á sér draum eins og svo margir sem betur fer.
Sá draumur er að koma einhverju frá sér á prenti einhverntímann sem að kengur væri í eins og Jökullinn mundi orða það!
Þess vegna er maddaman alltaf að "niðurhala" efni og verður misjafnlega ágengt en stundum rekur á fjörur hennar fólk sem að eys úr brunni sínum gott betur en hálfu lífshlaupinu og jafnvel hlaupum margra annara íslendinga! Verst af öllu er að maddömunni finnst að það sé búið að skrifa allt sem þarf að skrifa og kannski lítið nýtt koma fram á sjónarsviðið. En maddaman á líka eftir að ná upp 5 ára svelti á íslenskum bókmenntum og þetta sem að hún nær að lesa á hlaupum í Árnastofnun og fyrir háttinn á Íslandi er náttlega ekki upp í nös á ketti.
Las samt lungann úr ævisögu danska forsætisráðherrans í bókabúðinni í tveimur áhlaupum, vinahópnum til mikilar undrunar og uppástendur hann að það sé ekki hægt að lesa bækur standandi í búðum!
En ritdraumurinn mun vonandi rætast á næsta ári.....þrátt fyrir að erfitt verði sennilega að krydda meistararitgerðina með sögum úr mannlífinu!!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf gaman að lesa það sem að þú skrifar góða mín... efast ekki um að mastersritgerðin verði spennandi lestrarefni en ég býst samt við útgáfu á "meiri spennandi" bók seinna meir.... þykist nú vita að það er úr miklu að taka;-)

RL

SBS sagði...

Það er gott að vera komin með fyrsta kaupandann að bókinni. Gæti verið að þú fengir rabat og jafnvel áritun gæskan