sunnudagur, maí 29

Fótatraðkur

Maddaman situr og hlustar á frændþjóð sína Færeyinga kyrja slagara út í garði og mun sjálfsagt bresta á með fótatraðki sem að þýðir dans á færeysku hvað úr hverju. Maddaman getur þó ekki verið að agnúast út í þetta með tilliti til að að hún sjálf sat í sama garði í gærkveldi fram á nótt en var þó ekki að syngja. Maddaman fór nefnilega að spila brennó með íslensku stelpunum hér í gær og það endaði með hvítvínsdrykkju í garðinum. Maddaman þótti fórna sér óþarflega mikið í leiknum með því að henda sér niður en sannleikurinn er sá að maddaman er alltaf á nálum í boltaleikjum um að fá boltann í andlitið. Þarna voru líka skotglaðar konur en að sama skapi ekki sérstaklega markvissar. Maddaman gleymir heldur aldrei þegar jökullinn óviljandi dúndraði fótboltanum í andlitið á henni á Hálsakotsvellinum og tilfinningin þegar gleraugun voru að hamrast inn í hausinn á henni en brotnuðu þó ekki!

Engin ummæli: